Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Page 16

Fálkinn - 28.12.1964, Page 16
Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. Nú er það svart maður! Bölsýni stjórnar höndum þessa lista- manns. En hvað um það! — Lítur maðurinn ekki þannig út innra með sér? Grúfir bar ekki myrkur yfir og eilíf nótt? (Það eina sem eftir er í okkur frá fyrsta sköpunardeginum — erfða- syndin?) Þó væri það fljótfærni að leggja eðli listamannsins þannig út, því vonin deyr aldrei. Augu ein það vita hvað hjarta er nær, því úr þeim skín ljósið — djúpúðugasta útlegging á til- veru okkar! Minnir hún ekki á orð sem skrifað stendur: „Og ljósið skein í myrkrinu, en heimurinn skildi það ekki“. Að minnsta kosti skildi Kjarval það ekki á sínum tíma, þegar hann málaði orrustu svertingjanna í myrkrinu. En ein spurn- ing kvelur mig: Á hvað stara þessi augu? Aftur í myrkur og neind?! eða hvað? Kannski er hér um að ræða bölsýni, sem er aðeins rofin af björtum augnablikum? Hver veit? Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður. Jónasi illa í hvalfisknum leið. Hér kemur vel fram að fiskurinn er mállaus, því munninn vantar alveg. Höfundurinn virðist taka af- stöðu Jónasar s&m eitthvað endanlegt (er hann existensíalisti. hrifinn af Kierkegaard eða Kafka?). Augsýnilega skiptir það engu máli hvernig við komumst inn í hvalinn, úr því að við fyrirfinnumst þar, þegar við kom- umst til vits og ára. Og hlutskipti okkar er því „skelfing og hræðsla'* (sjá einmitt Kierke- gaard: Begrebet Angst). Höfundur undirstrik- ar það með orðum sínum fyrir neðan mynd- ina. Samt trúi ég því ekki að hann sé með öllu fráhverfur hinum björtu hliðum lífsins, því í línum fisksins og einkum á baksvip Jónasar birtist þó gleði af kúrvum og lífræn- um formum líkamans, sem eldri listamenn (t. d. á gotneska tímabilinu) myndu hafa neitað sér um. Draga þær úr miskunnarleysi túlkunarinnar og setja mildan blæ á mynd- ina alla. Helgi Sœmundsson. formaður menntamálaráðs. Jónas í fiskinum. Það er rétt athugað. því hvergi stendur i Biblíunni, að það hafi verið hvalur. Það gæti eins hafa verið stórlúða — og Jónas eins konar lúðusveinn. En hvað sem því líður, hér virðist hann segja: Ánægjan er min. Jafn- vel í iðrum ófreskjunnar er hann alltaf séntil- maður. Hann horfir með stillingu og jafnaðar- geði á meðaumkun samborgara sinna, rétt eins og hann væri f þann veginn að láta Kaldal taka Ijósmynd af sér. Athyglisvert er, að mað- urinn fylgir þeirri listastefnu að setja pars pro toto (hluta fyrir heild). Við sjáum aðeins höfuð Jónasar. Ætli það bendi ekki til þess að höf- undur sé menntamaður, sprenglærður bókorm- ur kannski, sem jafnvel myndi halda áfram að hugsa um skáldskap og bókmenntir — eða kjarasamninga í iðrum hvalsins, þ. e. s. án til- lits til þess hve örlögin leika hann grátt — eða svart. 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.