Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Síða 17

Fálkinn - 28.12.1964, Síða 17
Loftur Guðmundsson’ rithöfundur. Alúð og tryggð skín hér úr augum hvals- ins. Þar leynist eng- in meinfýsni, hinar grimmdarlegu tennur sjást ekki, annars myndi karlinn Jónas ekki vinka svona glað- lega til strandarinnar í Ninive. Ófreskjan er þess fullviss, að hún sé tryggur þjónn guðs. Höfundurinn virðist sjá atburðinn í þjóðfélags- legu ljósi, og endursegir hann söguna í nútíma- búningi. Hvalfangarinn er að nálgast — kann- ski á það að sýna, að þegar neyðin er stærst sé hjálpin næst. Eða kannski er þetta skipið, sem heldur til lands, eins og sagt er í Biblí- Helga Valtýsdóttir, leikkona. „Og sjórinn æstist æ meir og meir“ eins og sagt er í Biblí- unni. Þetta atriði er hér vel túlkað. Þó er margt fleira í þessari mynd, sem veitir henni algera sérstöðu í nútímalist. Á ég þar fyrst og fremst við hinn grimmilega ánægjusvip sem sést á hvalnum á meðan hann er að éta spámanninn( Skyldi höfundur þessa verks hafa fengið slæma reynslu af umgengni við spámenn?). Satt að segja er mér næst að halda að hér hafi kvenmaður verið að verki, listakona! Jafn róttækt miskunnar- leysi í meðferð karlmanna er varla hægt að finna hjá karl-höfundum þó víða sé leitað. Kald- hæðni túlkunarinnar kemur sérstaklega fram í spékoppunum við munnvik hvalsins, svo og í þeirri óþarfa fegurð í augnaráði hans, sem birtist sérstaklega í vel snyrtum augnahárum. ur, ir að Jónasi hafði verið kastað í sjóinn, í hen^ur guðs þ. e. gin hvalsins. Hvalinn mætti þá með sanni nefna „guð-mund“, og væri þá fyrst sagan komin í alíslenzkan búning: Sjó- þáttur Jónasar og Guðmundar. Aftur á móti virðast tennur ófreskjunnar sitja fremur laust í gómnum og bendir það einnig í vissa átt og var slík sjálfsopinberun höfundar alveg óþörf, þar sem hvalir hafa engar tennur. Augsýnilega er hér verið að blanda söguna dá- litlu „sexi“ og er ég hræddur um, að fræði- menn, sérstaklega þó hinir „orthodoxu“ muni ekki láta undir höfuð leggjast að mótmæla slíkri léttúð í túlkun. Guðlaugur Rósinkranz, ÞjóSleikhússtjóri. Hér mun vera um lendingu í Ninive að ræöa. Hnýsan spýr spámanninum út. (Eins og Þorgeir Ljósvetn- ingagoði undir feldinum, hafði Jónas nægan tíma i iðrum hvalsins til að hugsa um hvað til bragðs ætti að taka.) Enn sést á andliti hans, það sem skrifað stendur: „Vötnin luktu um mig og ætluðu að sálga mér...“ og „Höfði mínu var faldað. með marhálmi“. Átakanlegt er aðhugsa til þess að þessi svaðilför Jónasar varð mesta fýluför, því vitað er, ' að íbúar Ninive klæddust hærusekk, iðruðust og björguðust í stað þess að fara norður og niður eins og Jónas hafði gert sér vonir um. „Jónasi mislíkaði þetta mjög og varð hann reiður." Listamanninum hefur tekizt einkar vel að túlka þessi vonbrigði spámannsins. Ætli listamaðurinn vilji með þessu sýna Jónas sem fyrirrennara Goldwater-ista nútím- ans? Væri það harla undarleg túlkun, þar sem atóm- bjargræðishugarfar var þá skammt á veg komið var og slík útlegging kryfur ekki til mergjar persónu spámannsins. Búrt séð frá því or hér að ræða um frábært dæmi um hnitmiðaða sálgreiningu í myndlist, og skiptir engu hvort það var sál Jónasar eða ekki. Svoinn Einarsson, leikhússtjóri. Það er nú svo: skálda- frelsið gengur hér skrefi lengra en hjá hinum. Hvalurinn er hér í Jónasi. Sennilega siglir þessi túlkun í byr nútíma-exis- tensíalisma (Sartre, Hei- degger?!): Hefur hver sinn hval að draga; Eftir- tektarvert finnst mér, hve maðurinn er fríður sýn- um, og virðist hann leggja mikið upp úr því; enda þótt hann hafi gleypt heilan hval, þá hefur það engin áhrif á hinar fallegu og elegöntu línur skrokksins, nema hvað fæturnir hafa aflag- azt lítið, sökum hinnar stórauknu þyngdar sem þeir hafa nú að bera og er það fínlega athugað! Ætla mætti, að höfundur þessi geri sér far um að koma alls staðar fram vel klæddur og í góðu formi, og hann kippi sér ekki upp við neitt. Ekki er með öllu útilokað, að myndin beri dálítinn keim af leikaraskap. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.