Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Síða 18

Fálkinn - 28.12.1964, Síða 18
Eftir GIOVAIMISil GLARESCHI Enn rignir Þessar athafnir allar tóku fulla klukkustund, en hann vissi ekki, hvað tímanum leið. Hann áttaði sig eiginlega ekki á því, að þetta var allt af stað- ið, fyrr en hann kom til sjálfs sín, þar sem hann sat á eld- húsborðinu með Peppone við hlið sér og Bordonny á stól gegnt sér. Sólin var setzt og augu barnanna í horninu tindr- uðu eins og stjörnur. Don Cam- illo taldi þau einu sinni enn. Hann sá tólf augu barnanna, og við bættust augu gömlu konunnar, því að þau ljómuðu enn í minni hans, þó að hún sæti ekki þarna hjá þeim. Hann hafði aldrei séð slíkan fagnaðarljóma í augum aldinn- ar konu. Svo birtist félagi Nadía Petr- ovna allt f einu í dyrunum. — Er hér allt með felldu? spurði hún. — Ekki verður annað sagt, svaraði Don Camillo. — Við erum félaga Oregov afar þakklátir fyrir það að láta okkur í té jafnágætan leið- sögumann og borgara Bor- donny, bætti Peppone við. Hann þreif í hönd húsbóndans og hristi hana innilega um leið og hann snaraðist til dyra. Don Camillo gekk síðar út úr hús- ínu, o@ hann sneri sér við á þröskuldinum til þess að gera krossmark. „Pax vobiscum“ sagði hann lágt. Og ekki stóð á svarinu að innan: „Amen". Á dagskrá heimsóknarinnar þennan dag stóð það skýrum stöfum, að ítölsku félagarnir yrðu gestir kalkhos-stjórnarinn- ar í hádegisverðarboði, og þeir voru þegar farnir að hlakka til þess. Peppone hafði séð svo um, að Don Camillo væri ætl- að sæti hið næsta honum. Nú voru menn setztir undir borð, og Don Camillo hallaði sér að eyra Peppones og sagði: — Félagi, mér er lítið gefið um menn, sem telja allt, sem þeir sjá erlendis, betra og full- komnara en það, sem heima er, en þó verð ég að segja, að mér finnst þessi kálsúpa ólíkt gómsætari en spaghetti-súpan heima. — Félagi, tautaði Peppone til svars. — Eftir óþokkabragð þitt í morgun ættir þú skilið að fá súpu úr nöglum og ar- seniki. — Þessi súpa er nú nærri því eins góð, svaraði Don Cam- illo rólega. En vodkað og steikta kjötið var ákjósanlegt hvort tveggja eins og vatn var, og Peppone hýrnaði svo mjög, að hann langaði til þess að halda ræðu- stúf. Hann lét það eftir sér, og félagi Oregov svaraði á hefð- bundinn hátt. Andinn kom líka yfir Don Camillo eftir tvö glös, og hann vitnaði svo skilmerki- lega í Marx, Lenin og Krústj- off, að jafnvel félagi Nadía Petrovna varð hrifineyg. Þegar hún þýddi gullkorn fyrir félaga Yenka Oregov, varð hann rjóð- ur af hrifningu. Don Camillo ræddi um kalkhos eins og lifandi veru með sál og anda, og starfs- mönnum búsins, sem á hann hlýddu, fannst þeir vera mjög mikilvægar manneskjur. Að lokinni ræðunni spratt félagi Oregov á fætur og hristi hönd Don Camillos ákaft og hafði um ræðuna mjög sterk lofs- yrði. — Félagi Oregov segir, að Flokkurinn þarfnist einmitt manna eins og þín til land- búnaðaráróðurs, sagði félagi Petrovna, — og hann lætur I ljós ósk um, að þú staðfestist hér og sinnir þessu mikilvæga kalli. Við höfum frábæra kenn- ara, sem kenna útlendingum rússnesku. — Gerðu svo vel að þakka félaga Oregov orð hans og traust það, sem hann ber tit mín, svaraði Don Camillo. —• Eftir heimkomu mína mun ég ræða þetta við konu mína og börn, og síðan getur vel verið að ég taki hann á orðinu. — Hann segir, að þú skulir ekki flýta þér um of, sagði félagi Petrovna, — en þér er óhætt að treysta því, að boð hans stendur óhaggað. 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.