Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 19

Fálkinn - 28.12.1964, Blaðsíða 19
Meira vodka var borið inn, og gestirnir héldu ekki á brott fyrr en langt var liðið á dag. Steypiregnið hafði breytt veginum í árfarveg, sem leðju- mengað vatn rann eftir, og bif- reiðin þokaðist hægt áfram. Eftir nokkurra kílómetra akst- ur komu ferðamennirnir að krossgötum, þar sem leið lá heim að sovkos því, sem kall- að var Rauði fáninn. Þar hafði hlaupið svo mikill vatnavöxt- Ur í áveituskurð við veginn, að út úr flóði, og var leiðin lokuð. Félagi Oregov tók þá til sinna ráða og skipaði vagnstjóranum á eindæmi sitt að halda áfram eftir vegi, sem lá í áttina til Tifiz, og næstu klukkustundir hossaðist bíllinn á hnökrótt- um vegartroðningum, sem voru þó sæmilega harðir undir hjóli sem betur fór. En því miður tók að rigna á nýjan leik, og torleiðið óx með nýjum vandkvæðum á herðum ökumannsins. Bifreið- in steypti stömpum og valt, Og oft munaði minnstu, að hún færi út af veginum. Loks kom þar, að hún stöðvaðist og fékkst ekki úr hjólsporunum, enda hafði henni þá oft og margvís- lega verið misboðið. Regnið gaf engin grið, og tekið var að rökkva. Enn voru þrír eða fjórir kílómetrar til þorpsins Tifiz, og ekillinn var sendur þangað á tveimur jafnfljótum til þess að fá stóran vörubíl eða dráttarvél til hjálpar. Menn biðu nær klukkustund, en þá kom hann aftur með þær frétt- ir, að engin gangfær aflvél væri í þorpinu þessa stundina nema dráttarvél, sem tengd væri við kornlyftuna við turn- inn. Þar sem hún yrði ekki losuð að sinni, og þetta kalkhos tilheyrði þeim sex hundraðs- hlutum rússneskra sveitaþorpa, sem ekki höfðu fengið síma enn, var ekki annað til ráða en ganga þennan spöl. Haldið var þegar af stað, og stormur og regn buldi á baki göngu- fólksins og aurinn slettist upp á mjóaleggi. Þegar til þorpsins kom, var orðið almyrkt, og þar sem svo óheppilega vildi til, að þetta þorp var í þeim átta hundraðs- hlutum, sem ekki hafði enn fengið rafmagn, var heldur skuggalegt um að litast þarna. Fundarsalurinn, sem ætlaður var stjórn þessa landbúnaðar- sovéts, var hálffullur af fóður- sekkjum, en félagi Oregov gaf um það skörulegar skipanir, að sajurinn skyldi rýmdur þegar í stað. Hópur manna tók þegar til starfa, en gestirnir stóðu á meðan í hnapp í öðrum enda stofunnar og urðu gráir af méli. Olíulampar vörpuðu daufri birtu um þessa vistarveru. Don Camillo tók þó eftir því, að maðurinn, sem stóð hið næsta honum, var félagi Tavan, leigu- bóndinn, og hann tók þegar til óspilltra málanna að grafa hon- um þá gröf, sem hann hafði ætlað honum. — Félagi, sagði hann við Peppone. — Manstu, hvað ég sagði um smábændurna í morg- un? í sovkos, þar sem allt er rekið á reikning ríkisins og undir stjórn þess, eru allir starfshættir eins og bezt verð- ur á kosið. En hér, þar sem kolkhos-fólkið ræður málum að mestu sjálft, er allt í niður- níðslu. Vörubílar og dráttar- vélar eru í lamasessi, jafnvel fundarstofan er höfð fyrir fóð- urgeymslu. Er þetta ekki sama sagan og heima? Hvernig er umhorfs í Le Piopette, þar sem mörg smábýli hafa verið endur- byggð eftir stríðið? Kartöflurn- ar eru geymdar í baðkerunum, eldiviður og hænsni í vélahús- inu, en bílar og dráttarvélar ryðga úti. Þér er óhætt að trúa þeim orðum mínum, félagi, að smábændur eru ekki af því bergi brotnir, að þeir séu fær- ir um að búa sem frjálsir menn í sovéti. Þeir eru ekki til ann- ars færir en hlýða fyrirmælum. Það er ábyrgðarleysi að tala um að fá smábændum land í hendur. Ríkið verður að eiga landið og ráða yfir því — hverjum einasta fermetra. Við verðum að koma á fót ríkis- reknum sovkos og megum ekki frá þeirri skipan víkja, fyrr en smábændurnir hafa öðlazt ofurlítið meiri ábyrgðarkennd. — Sagan er nú ekki einu sinni hálfsögð með þessu, fé- lagi, sagði Scamoggia hátt. — Það er rnargra alda verk að breyta þessum aulum í skyni gædda menn. Þótt skuggsýnt væri, fór það ekki framhjá Don Camillo, að Tavan bóndi var orðinn dreyr- rauður í vöngum. Don Camillo miðaði til næsta skots, en áður en hann gæti hleypt því af, nísti hæll Peppones líkþornstá á fæti hans, og líkþorn eru sér- lega viðkvæm á fótum eftir langa göngu í votu. Don Cam- illo lá við hljóðum af sársauka en kaus að bíta á jaxlinn og þegja um stund. Þegar reykmökkinn lægði, sást móta fyrir félaga Oregov, þar sem hann stóð gleiður á miðju gólfi og skipaði fyrir verkum eins og herforingi. Langborði var komið upp í miðjum sal, og stólum og bekkj- um raðað að því. Á borðið var meira að segja breiddur dúk- ur. Kveikt hafði verið upp í ofni, og hlýna tók í stofunni. Diskar og hnífapör voru borin inn, meira að segja drykkjar- glös. Þegar svo hafði um skip- azt, leit félagi Oregov til Peppones og hópsins, sem um- hverfis hann stóð. Hann mælti þessu næst svo fyrir, að gest- unum skyldi boðið vodkaglas, og þrjár stúlkur leystu það af hendi án mikilla tafa. Eftir tvö glös hafði trú gestanna á yfir- burði sósíalismans hlotið fulla uppreisn hjá öllum, nema Don Camillo, sem var með þeim ósköpum gerður, að vodka jók honum aðeins þunglyndi, af því að hann drakk svo lítið af því. En hann kunni að leyna sínu sinni. Matarlystin var góð eftir hrakninga dagsins, og þess vegna réðust menn með áfergju á súpuskálarnar, sem inn voru bornar. Þegar félagi Oregov sá, að menn höfðu satt sárasta sultinn, kallaði hann félaga Petrovnu til sín til þess að túlka afsökunarræðu sína. Hann kvað sér falla mjög mið- ur, að svona slysalega skvldi hafa tekizt. Don Camillo kunni vel að gera gott úr þessu og svara þeirri afsökun á réttan hátt. — Satt að segja höfum við allir haft ánægju af þessu óvænta ævintýri, sagði hann, — ekki sízt vegna þess, að fé- lagi Oregov hefur sýnt okkur, hvernig kommúnistaleiðtogi á að bregðast við óvæntum vanda. í heimalandi mínu er til máltæki, sem segir, að snjall riddari göfgi hestinn. Á okkar öld véltækni og félagslegra um- bóta þar sem bæði hestar og riddarar eru horfnir í mistur fortíðarinnar, væri réttara að orða þetta svo að félagi Oregov hafi vaxið í áliti okkar fyrir það, hve vel hann leysir þann vanda, sem Kommúnistaflokk- urinn hefur falið honum á hendur. Félagi Oregov kunni vel að meta þessa gamansemi og það hrós, sem í henni fólst. Peppone var þingmaður og þar að auki opinber leiðtogi hópsins, og þess vegna bar hann að sjálfsögðu allvæna tösku troðna af mikilvægum og jafnvel leynilegum skjölum. Þegar hann sat að borði, lét hann tösku sína oftast á gólfið við stól sinn, og Don Camillo, sem nú sat við hlið hans að venju, átti auðveldan leik að opna hana og athuga lauslega það, sem hún hafði að geyma. Undir skjölunum fann hann brennivínsflösku. Pepp- one komst að raun um upp- götvun Don Camillos, þegar hann heyrði félaga Oregov þakka fyrir þessa ágætu gjöf og leggja til, að henni yrði skipt milli manna í samkvæmi þessu. — Félagi, sagði Don Cam- illo og lézt vera undrandi. — Þetta var skemmtileg gjöf á þessari stundu. Mér datt ekki í hug, að þú værir svona hug- ulsamur. Peppone leit á hann leiftr- andi reiðiaugum og hreytti að honum út um annað munnvik- ið. — Sá hlær bezt, sem síðast hlær. Við eigum enn langa leið fyrir höndum, og ýmis tæki- færi til launa munu gefast, áður en við komum heim. Félagi Oregov sat við annan enda hins langa borðs. Honum til hægri handar sat stjórnandi og flokksleiðtogi þessa kalkhos og til vinstri handar félagi Nadía Petrovna. Við hina hlið Ngdíu sat félagi Salvatore Framh á bls 27. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.