Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Qupperneq 24

Fálkinn - 28.12.1964, Qupperneq 24
tvöfaltCLldoeinanqrunarqler vörumerkid sem húsbyqqjandinn treystir skulaqata 26 simi 12056 Tom Jones ... Framhald af bls. 13. Hár hennar var hrafnsvart og svo mikið, að það féll henni að mittisstað, áður en hún klippti það, eins og tízkan bauð; og svo var það fagurlega liðað, að enginn vildi því trúa,' að þar væri ekki neinum brögðum beitt. Augriabrúnir hennar Voru dregnar í svo mjúka boga, að því verður ekki orðum lýst; augun tinnudökk og skær og þó hyldjúp, væri í þau horft. Nefið var beint og íturmótað, ávali vanganna mjúkur ög komu spékoppar í kinnar henni, er hún brosti. Hvít var hún á hörund, en varð fagurrjóð í vöngum, ef hún hreifst af ein- hverju eða komst í geðshrær- ingu. Þannig var Soffía að ytra út- liti, en þeir, sem nokkuð þekktu hana, voru ekki í neinum vafa um, að göfgi hennar og hrein- leiki hugarfarsins, gæfi fegurð hennar sízt eftir. Fyrir þetta hvorttveggja varð framkoma hennar svo Ijúf og aðlaðandi, bros hennar og augnatillit svo heillaiidi, að enginn fékk stað- izt persónutöfra hennar. Kom þar einnig til greiria frábært uppeldi, sem hún hafði fengið hjá frænku sinni, sem var göf- ug kona og tigin og hafði um áratuga skeið dvalizt við kon- ungshirðina, áður en hún sett- ist í helgan stein uppi i sveit. Þó að þeir herra Western og herra Allworthy væru svo ó- 24 líkt skapi farnir, að ekki gat tekizt með þeim náin vinátta, var jafnan friður með þeim og nokkur kunningsskapur. Fyrir bragðið þekktust þau vel frá barnæsku, Soffía, dóttir landeig- andans og piltarnir tveir heima á óðalssetrinu, enda öll á svip- uðum aldri. Léku þau sér oft sáman, og leyndi sér ekki, að Soffíu féll þá þegar mun betur við Tom en Blifil unga, því að Tom var fjörkálfur og alltaf í sólskinsskapi, en hinn alvöru- gefinri og ráðsettur. Sýndi hún þetta svo oft og svo greinilega, að hætt er við að einhver ekki eins vel gerður og Blifil ungi hefði ekki látið sér það lynda, en lagt fæð á Tom Jones af þeim sökum, eða jafnvel reynt að spilla vináttu þeirra. Þau voru þá ung, þegar Tom Jones gaf Soffíu fugl einn, sem hann hafði tekið ófleygan úr ránfuglsklóm, alið upp í búri og kennt að syngja. Soffía, sem þá var aðeins á þrettánda árinu, tók miklu ást- fóstri við fuglinn. Kallaði hún hann Tomma, og gerðist hann henni svo spakur, að hann tíndi korn úr lófa hennar og hjúfraði sig að brjósti hennar. Eigi að síður var alltaf haft langt band um fót honum, þegar honum var leyft að fara út úr búri sínu. Dag nokkurn snæddi herra Allworthy og fjölskylda hans miðdegisverð hjá Western land- eiganda. Þau Soffía og Blifil ungi léku sér úti i garðinum, og þegar Blifil sá hve annt hún lét sér um fuglinn sinn, fór hann þess á leit að hún leyfði sér að halda á honum andartak. Soffía varð við beiðni hans, og þó ekki tregðulaust. En svo brá við, að Blifil ungi hafði ekki fyrr fengið fuglinn í hendurnar, en að hann leysti bandið af fæti hans og þeytti honum í loft upp; greip fuglinn þá óðara flugið, en í stað þess að láta vængina bera sig til Soffíu litlu, flaug hann hátt upp í tré og settist þar á grein. Þegar Soffía sá að fuglinn var genginn henni úr gfeipuiri, grét hún og kallaði hástöfum, og Tom Jones, sem ekki var langt undan, kom þegar á vett- vang henni til hjálpar. Hún tjáði honum hvað gerzt hafði, og þegaí Tom hafði valið Blifil unga þau orð, sem hann áleit hann eiga skilið fyrir þetta athæfi, snaraðist hann úr treyj- unni og kleif upp í tréð. Hann var kominn út á grein- ina, sem slútti út yfir djúpan skurð, og munaði minnstu að honum hefði tekizt að hand- sama strokufangann litla, þeg- ar hún brast undir þunga drengsins, með þeim afleiðing- um, að fuglinn lét enn vængi forða sér og flaug yfir í annað tré, en drengurinn steyptist of- an í skurðinn og á bólakaf. Varð Soffía þá gripin slíkri skelfingu, að óp hennar og vein bárust inn í stofuna, þar sem karlmennirnir sátu að drykkju. Brugðu þeir skjótt við, og varð það nokkurn veginn jafn- snemma, að þeir komu á vett- vang og Tom hafði tekizt með einhverju móti að klóra sig upp á bakkann. Meistara Thwackum var meir en nóg boðið, þegar hann sá piltinn standa þarna holdvotan á bakkanum; æddi að honum og hugðist veita honum vel úti látna ráðningu, en herra All- worthy gekk á milli, og bað hann doka við unz vitað væri hvað gerzt hefði. Sneri herra Allworthy sér síðan að Blifil unga og spurði hann hvað væri eiginlega um að vera. „Mér þykir það ákaflega leitt, frændi minn,“ svaraði Blifil ungi af mikilli hæversku, „að það skuli vera ég, sem á sökina á þessu. Ég hafði fugl- inn hennar Soffíu í hendi mér, og þar sem ég þóttist vita, aða ekkert mundi hann þrá meira en að mega fara frjáls ferða sinna, ákvað ég að veita honum leyfi til þess. Hefði mér getað. komið til hugar, að Soffíu þætti eins vænt um fuglinn og þá kom á daginn, mundi ég þó hafa hugsað mig um tvisvar: áður en ég sleppti honum. En þegar Tom Jones kleif upp í tréð til að handsama hann, og greinin brast, svo að Tom féll í skurðinn, flaug fuglinn yfir í annað tré, en um leið renndi smyrill sér á hann og flaug á burt með hann 1 klónum." Vesalings Soffía, sem einskis hafði annars gáð en hvort Tom tækizt að klóra sig upp úr i skurðinum, vissi nú fyrst örlög fuglsins og grét beizklega. Herra Allworthy reyndi að hugga hana, og kvaðst mundu bæta henni skaðann og gefa henni annan fugl og fegurri, en hún svaraði því einu til, að enginn fugl væri svo fagur, að hann gæti bætt henni þann, er hún hafði misst. Faðir hennar ávítaði hana fyrir barnaskap og heimsku, er hún harmaði fugl- inn svo ákaflega, en gat þó ekki stillt sig um að snúa sér að Blifil unga og lýsa yfir því, að væri hann sinn sonur, skyldi hann fá vel úti látna hýðingu fyrir athæfið. Soffía hélt síðan upp í her- bergi sitt, en þeir fóstbræðurnir voru sendir til síns heima. Að því búnu settust þeir, karl- mennirnir, aftur að drykkju. Ekki voru þeir fyrr seztir og búnir að kveikja í pípum sín- um, meistari Thwackum og spekingurinn Square, en þeir voru komnir í hár saman út af athæfi drengjanna. Að sjálf- sögðu hældi meistarinn Blifil unga fyrir göfgi hans, er hann gaf fuglinum frelsi; spekingur- Framhald á næstu síðu. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.