Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Síða 28

Fálkinn - 28.12.1964, Síða 28
 » AiiiR ymjm Hínn heimsfrægi fegurðarséríræðingur Helena Rubinstein selur hér á landi hinar dásamlegu sny tivörur sínar. Helena Rubinstein laetur sér svo annt um fegurðina að hún hcfíF helgað lif sitt rawnsóknum á, húðinni og notkun. fegurðarlyfja. Gjörið svo vel að kynna yður Bnyrtivörur Helena Rubinstein. Heaven Sent iimkrem, baðpúður og sápa. > A Apple Blossom hand- áburður — -ápa og baðsalt. < Apple Blossom gestasápa og ilmolía. A Apple Blossom púður og baðsalt. Apple Blossom ilmúðun — Handtösku iimúðari — Handáburður — Baðvökvi — Baðpúður með Velour-svampi — Bað- og andlits- sápa — Hreinsikrem — Næringarvökvi — Silki-andlitspúður — Silki- krempúður og varaiitur. HVAÐ GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. apríl: Þú ættir ekki að slá hendinni á móti beim tilboðum, sem þér kunna að berast, án þess að athuga allar hliðar þeirra. Þau gætu veitt þér góð tækifæri þótt síðar verði. Nautið, 21. apríl—21. maí: Vertu reiðubúinn að gleyma og fyrirgefa þær misgjörðir sem þér finnst aðrir hafa gert þér. Þú ættir ekki að vera of fljótur á þér með að byrja skemmtanir áramót- anna. Fagnaðu nýju ári með ástvinum þínum. Tvíburarnir, 22. maí—21. júní: Það er þarflaust að vera að kveðja gamla árið með söknuði heldur skaltu ganga von- glaður á mót nýju og betra ári. Forðastu að hafa mikið samneyti við þá vini þína, nú um áramótin, sem líklegir væru til að skemma góða stemningu með slæmri hegðun. Krabbinn, 22. júni—23. júlí: Þú ert í góðu skapi þessa vikuna og munu vinir þínir vera fúsir tii að veita Þér góðar ráðleggingar, því þér mun koma margt nýstárlegt í hug, sem þú hefðir ahuga á að framkvæma. Þú ættir samt ekki að leggja út í neina vitleysu. Ljóniö, 2k. júlí—23. áaúst: Eitthvað óvænt og ánægjulegt viðvíkj- andi starfi þinu og fjármálum mun hafa góð áhrif á skap þitt nú um áramótin. En Þú gætir gert stór mistök með því að láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. Meyjan, 2It. ágúst—23. sept.: Líkurnar á því að til vandræða dragi minnka, ef fjölskyldan er einhuga um að láta skemmtanir áramótanna fara fram i heimahúsum. Þetta er rétti tíminn til að bæta samkomulagið við ættingjana. Voqin, 2k. sept.—23. okt.: Leggðu þig frám til að geta klárað að borga reikninga þíná fyrir áramótin, og neitáðu þér frekar um eitthvað heldur en að taka til þess lán. Tilfinningamálin valda þér ennþá nokkrum áhyggjum. Drekmn, 2h. okt.—22. nóv.: Eldri vinur þinn mun að líkindum bjóða þér mjög mikilvæga aðstoð. Þér bjóðast mörg tækifæri til hátíðahalda og skemmt- ana en óvíst er að þú munir njóta þeirra sem skyldi. Forðastu dýrar skemmtanir. Bogamaðurinn, 23. nóv.—21. des.: Notaðu síðustu daga ársins til að líta yfir farinn veg og sjá hvað áunnizt hefur og íhuga hvað betur mætti fara. Það gæti orsakað nokkur leiðindi hjá þínum nánustu ef þú byrjaðir of snemma á skemmtunum áramótanna. ; Steingeitin, 22. des.—20. janúar: Því fleira fólk sem þú þekkir þeim mun betra fyrir þig í framtíðinni. Ef þú verður spurður ráða skaltu gefa þau góðfúslega. Vonir þinar eru bundnar við nýja árið bú ættir ekki að þurfa að verða fyrir von- brigðum. Vatnsberinn, 20. janúar—19. febrúar: Við þessi áramót hefur þú, vissulega ástæðu til að líta bjartari augum á fram- tíðina, því að vissu erfiðleika timabili er nú að ljúka og betra er framundan. Þú hefðir meiri ánægju af rólegri áramótagleði. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Jafnvel þótt þú hafir einhverjar áhyggj- ur út af framtíðinni, er engin ástæða til að láta það hafa of mikil áhrif á áramóta- gleðina. Það koma tímar og ráð. Þú munt kjósa að fagna nýju ári á þinn hátt og án utanaðkomandi áhrifa.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.