Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Side 30

Fálkinn - 28.12.1964, Side 30
N Og enn varð hann fyrir höggi, að þessu sinni í bakið, hann heyrði að skyrtan var rifin og því næst að ófreskjan lamdi þakhvolfið innan. Hann skreið eins innarlega og hann komst á milli trébálksins og neðri hluta sjónaukahlaupsins og hnipraði Sig þar saman, svo að ekki varð komizt að nema fótum hans — með þeim gat hann þó að minnsta kosti sparkað, ef í það færi. Hann var ekki enn kominn fyllilega til sjálfs sín. Ófreskjan baxaði og barði um sig úti í myrkrinu, og þegar hún tyllti sér á sjón- aukahlaupið, titraði það og skalf við, en brakaði í festing- unum. Einu sinni heyrði hann til ófreskjunnar rétt hjá sér, sparkaði til hennar af öllu afli og fann eitthvað mjúkt, eins og skrokk á dýri, verða fyrir. Hann var orðinn miður sín af hræðslu. Það hlaut að vera feiknaskepna, fyrst sjónauka- hlaupið skalf svo og nötraði undir þunga hennar. Rétt í svip sá hann móta fyrir dökk- um haus við stjörnuskinið, með stórum, uppstæðum eyrum og kamb á milli þeirra; sýndist honum haus sá ekki minni en á bolhundi. Og nú tók hann að æpa og kalla á hjálp af öll- um mætti Það virtist espa ófreskjuna, því nú reyndi hún enn að ná til hans. Hann studdi hendi á gólfið, og fann þar eitthvað fyrir; sparkaði sem hann gat en fann í sömu svifum hvass- tennta skolta læsast að ökla sér. Hann æpti enn og reyndi að losa öklann með því að beita hinum fætinum. Þá fann hann að það var brotna vatnsflask- an, sem orðið hafði fyrir hendi hans, hann náði taki um stút- inn, settist upp, þreifaði fyrir sér í myrkrinu að öklanum, varð gripið um stórt, silki- mjúkt eyra ekki ósvipað í lög- un og á ketti, reiddi brotna flöskuna til höggs og lét það ríða á haus ófreskjunnar af öllu afli. Hann barði hvað eft- Athugunarstöðin . . . Framhald af bls. 23. hann glampa á eitthvað í stjörnuskininu, áþekkt gljáandi húð. í sömu svifum var vatns- flöskunni hrundið út af borð- inu, og mátti heyra að hún mölbrotnaði. Woodhouse var það óhugnan- legra en orð fá lýst að vita af þessari flögrandi ófreskju á sveimi þarna í myrkrinu, ekki armslengd frá andliti sér. Þegar hann gat farið að hugsa aftur, ályktaði hann að annað hvort hlyti þetta að vera einhver náttfugl, eða risastór leður- blaka. Og hvað sem það kunni að kosta, varð hann að sjá hvers konar ófreskja það var. Hann fór í vasa sinn eftir eld- spýtu og reyndi að kveikja á henni með því að bregða hausn- um á steinsúlur undir sjónauk- anum. Það hrutu grænar eld- glæringar af brennisteininum; í bjarma logans sá hann furðu- stórum væng sveiflað að sér og gljá á brúngráa loðnu, en um leið hæfði höggið hann í andlitið, eldspýtan hrökk úr hendi hans og loginn slokknaði. Höggið hitti harðast við gagn- augað og hvöss kló risti skurð niður vangann að kjálkabarð- inu. Hann riðaði við og féll, heyrði að ljóskerið brotnaði og varð enn fyrir höggi, í fallinu. Einhvern veginn þóttist hann vita að ófreskjan sæktist eftir að skadda augu hans; hann velti sér því á grúfu, að hún næði ekki til þeirra og reyndi að skríða f skjól við sjónauk- ann. ir annað, stakk og sargaði þar brotkanti flöskunnar í myrkr- inu, sem hann hugði trýni ófreskjunnar fyrir. Smám saman losnaði tak smárra oddhvassra tannanna og um leið og honum varð ökl- inn laus, sparkaði hann sem mest hann mátti. Með viðbjóði fann hann loðinn skrokk og bein láta undan stígvélahæl- unum. Hann fann tönnum glefsað að handlegg sér, barði með hinni hendinni sem áður, þar sem hann hugði hausinn Framhald á næstu síðu. 30 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.