Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Side 31

Fálkinn - 28.12.1964, Side 31
Athugunarstöðin . . . fyrir og fann þar raka loðnuna. Það var andartaks hlé; svo var eins og þungur skrokkur skreiddist yfir gólfið, burt frá honum. Eftir það var þögnin einungis rofin þungum andar* drætti hans sjálfs og lágu, ann- arlegu þruski úti í myrkrinu, eins og eitthvað væri sleikt. Hvergi sást glæta, nema í gegnum raufina á þakinu, þar sem sjónaukahlaupið bar við mjóa ræmu af dimmbláu, stjörnustráðu heiði. Og Wood- house beið átekta, eilífðartíma að honum sjálfum fannst. Mundi ófreskjan veitast að ’honum aftur? Hann leitaði í buxnavasa sínum að eldspýt- um, fann ekki nema eina, reyndi að kveikja á henni en gólfið var rakt og það snark- aði eilítið í brennisteininum en kviknaði ekki. Hann bölvaði. Hann gat ekki séð móta fyrir dyrunum og hann hafði glatað allri viðmiðun. Það var eins og snarkið í eldspýtunni hefði rumskaS við ófreskjunni, því að hún tók að hreyfa sig. „Við- búinn!“ kallaði Woodhouse í skyndilegum hálfkæringi, en ófreskjan vedttist ekki að hon- um aftur. Hann hlaut að hafa sært hana, hugsaði hann, þegar hann barði hana með brotinni flöskunni. Hann kenndi nokk- urs sársauka í öklanum. Senni- lega blæddi úr bitinu. Fróðlegt að vita hvort hann gæti staðið í fótinn. Allt var þögult og kyrrt í náttmyrkrinu úti fyrir. Heyrðist hvorki hljóð né hreyf- Kæri Astró! Mig langar mjög mikið til að vita hvað stjörnurnar segja um framtíð mína. Ég er fædd 1942 kl. 3.30 e. h. Það er þá heizt hvenær ég muni giftast og hvað ég á eftir að eiga mörg börn. Hvaða starf mundi henta mér bezt og hvernig heilsan verður. Ekki birta það sem strikað er undir. Með fyrirfram þakklæti. Lísa. Svar til Lisu: Ég mundi álíta að þú mundir giftast frekar tvisvar en einu sinni. Þú hefur merki Tvibur- anna á geisla sjöunda húss og ing. Sofandi heimskingjarnir í kofunum höfðu hvorki rumsk- að við barsmíð ófreskjunnar uppi í þakhvolfinu né hróp hans og köll. Það var þýðingar- laust að sóa kröftum sínum í að kalla. Ófreskjan baksaði vængj- unum og hann bjó sig undir að veita henni viðnám. Þá rak hann olnbogann í trébálkinn, sem valt um með braki og brestum. Woodhouse bölvaði bálkinum og síðan bölvaði hann myrkrinu. Allt í einu sýndist honum lárétta þakraufin farin að ganga í bylgjum. Var að líða yfir hann? Það mátti ekki fyrir nokkra muni verða. Hann kreppti hnefana, beit á jaxlinn og barðist gegn magnleysinu. Hvað var eiginlega orðið af dyrunum? Honum datt í hug, að ef til vill gæti hann áttað sig af stjörnunum, sem sá til gegnum raufina. Þær voru í bogmannsmerkinu, í suðaustri; dyrnar — voru þær norðan- megin? Hann reyndi að rifja það upp fyrir sér. Það var hugsanlegt að hann gæti kom- izt undan, tækist honum að opna dyrnar. Það var ekki ó- líklegt að ófreskjan væri særð. Þessi óvissa var óþolandi. „Taktu nú eftir!“ kallaði hann. „Komir þú ekki — þá kem ég!“ Þá tók ófreskjan að lesa sig upp veggi turnsins, og smám saman skyggði hún að mestu á þakraufina. Var hún flúin? Hann gleymdi dyrunum, hvolf- þakið lék á reiðiskjálfi. Ein- hverra hluta vegna dró úr ótta hans og undrun. Annarleg ró færðist yfir hugsun hans. Birtu- ræman, sem raufin afmarkaði, virtist mjókka og styttast æ meir. Þetta var undarlegt. Hann fann sárt til þorsta, en samt hafði hann ekki neina löngun til að verða sér úti um eitthvað að drekka. Það var eins og hann væri að síga ofan í djúpan brunn. Hann kenndi brennandisviða í hálsinum, því næst sá hann að kominn var bjartur dagur og að einn af malayisku þjón- unum starði á hann eins og naut á nývirki. Þá leit hann andlit Thaddys, en það sneri öfugt við honum. Hvers konar uppáfinning var það hjá hon- um? Svo skildi hann hvað var, hann lá með höfuðið í hnjám Thaddys, og Thaddy dreypti á hann konjakki. Og nú greindi hann neðri hluta sjónaukans og sá að glerin voru ötuð blóði. Það ýtti við minni hans. „Þokkalegt að sjá hvernig þú hefur gengið um hérna inni,“ varð Thaddy að orði. Þjónninn hrærði egg út í konjakkið. Woodhouse tók við glasinu og settist upp. Hann fann snarpan sársauka. Annar ökli hans var allur reifaður, líka annar handleggurinn og sárabindi og plástrar á öðrum vanganum. Vatnsflaskan lá brotin og blóðidrifin á gólfinu, trébálkurinn lá á hvolfi og við vegginn hinum megin gat að líta dökkan poll. Dyrnar stóðu opnar og hann sá fjallstindana bera við ljósblátt heiðið. „Svei .attan!“ varð Wood- house að orði. „Hver hefur ver- bendir það oft til tveggja eða fleiri giftinga. Þér er nauðsyn að gæta varúðar þegar þú vel- ur þér maka, því að stöðug þrá þín eftir tilbreytingu getur leitt af sér upplausn hjóna- bands. Þetta á sérstaklega um þig þar sem þú hefur bæði Úranus og Satúrn í þessu húsi hjónabandsins. Satúrn bendir venjulega til að makinn sé tals- vert eldri en maður sjálfur, og stundum að gifting eigi sér stað fremur seint. Makinn ætti samt að verða mjög einlægur, en hann gæti reynzt nokkuð varfærinn varðandi fjármálin, og að sjálfsögðu gæti það leitt til óánægju og sundurþykkju. Úranus bendir hins vegar til mikillar rómantíkur í sambandi við giftingu og að gifting eigi sér stað á óvæntan hátt, og að aðilar þekkist lítið. Einnig bendir hann til að hjónaband geti leysts upp jafn skyndilega og til þess var stofnað. Þessi pláneta veldur oftast bráða- birgðar hrifningu, sem á það til að hjaðna niður jafn skyndilega. Það er mjög líklegt að næstu tvö árin hafi mikla þýðingu fyrir þig í sambandi við gift- ingu. Um barnafjölda er það að segja að hann mundi verða svona í meðallagi og allt bendir til að börnin verði einlæg og kærleiksrík. Þú ættir ávallt að reyna að gæta hófs í mataræði og forð- ast ofneyzlu matar og drykkj- ar, því annars væri þér hætt við meltingarsjúkdómum og jafnvel að hjartað gæti orðið fyrir röskun. Þegar merki Vogarinnar er á geisla tíunda húss, er þörf nokkurrar vandvirkni í stöðu- vali. Þetta merki er tengt fegrunarlyfjum meðal annars og öll þau störf sem lúta að ið að slátra kálfum hér inni? Komið mér út héðan.“ Þá mundi hann ófreskjuna, og hólmgöngu sina við hana. „Hvað var þetta eigin- lega?“ spurði hann Thaddy ... ■ ófreskjan, sem ég átti í höggi við?“ „Það ættir þú sjálfur gerst að vita,“ svaraði Thaddy. „En vertu ekki að brjóta heilann um það. Drekktu betur.“ En Thaddy var forvitinn, eigi að síður, og það var með naum- indum að skylduræknin og til* litssemin hefði yfirhöndina, svo að hann spurði Woodhouse einskis fyrr en honum hafði verið komið í rekkju og hann hafði sofið væran eftir kjöt- seyðið, sem Thaddy taldi að mundi hressa hann bezt. Þá ræddu þeir atburðinn. „Ófreskja þessi,“ sagði Wood- house, „var líkari leðurblöku en nokkru öðru. Hún hafði uppstæð og uppmjó eyru, Framhald á næstu síðu. SKARTGRIPIR trúlolunarhringar HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 fegrun og snyrtingu eru hag- stæð fyrir þig. Einnig ýmis konar þjónusta þar sem þú ert sterk í Meyjarmerkinu. Sól í níunda húsi er mjög mikið heillamerki, það eykur líkurnar fyrir langferðalögum og ánægju af þeim. Þessi af- staða er einnig mjög góð með tilliti til langskólanáms, einnig í sambandi við heimspeki og trúarbrögð. Júpíter : áttunda húsi er hagstæður í sambandi við fjár- mál. Stundum vældur hann lausn frá erfiðum aðstæðum, heilsufarslegum eða efnalegum. Þegar líður á ævina muntu hafa ánægju af að kynna þér dulræn efni og einnig trúarleg. Þér hættir nokkuð til að vera of gagnrýnin á aðra en líta ekki nógu vel í eigin barm. Þetta skaltu reyna að varast því það getur skapað þér óvin- sældir. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.