Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Síða 33

Fálkinn - 28.12.1964, Síða 33
Don Camillo svaraði þingmaðurinn. — Og ég er líka viss um það, að eftir heimkomuna getum við hafið sýningu ljósmynda, sem hafa miklu meira áróðursgildi en margar stjórnmálaræður. — Hvers konar ljósmynda? spurði Don Camillo. — Til dæmis ljósmynda af kunnum prestum í dulklæðum » dansandi á hæl og tá við létt- klæddar stúlkur. — Sýnd veiði en ekki gefin, sagði Don Camillo. — Eins og r þú sagðir áðan, eigum við enn langa ferð fyrir höndum, og heimkoma okkar er ekki á næsta dægri. Dánsinn var far'inn að duna að nýju. Litill maður um fert- ugt kom til Don Camillos og sagði á ítölsku: — Félagi, eruð þér leiðtogi hópsins? — Nei, þessi stóri karl hérna við hlið mina er foringi flokks- ins. Ég er aðeins senuforingi, sagði Don Camillo. — Jæja, ég þarf að segja ykkur báðum ofurlítið. Ef Napólí-maðurinn þarna við hinn stofugaflinn lætur ekki stúlkuna lausa, býst ég við að Rómarmaðurinn brjóti einhver bein í líkama hans. Peppone gaf sér ekki tíma til þess að undrast það, hvernig á því stæði, að þessi Rússi kynni að mæla á ítölsku. Hann þaut af stað til þess að reyna að afstýra hugsanlegum vand- ræðum. Don Camillo áttaði sig alls ekki á þessu þegar í stað og baðaði út höndum, og heima- maðurinn hló við og gaf merki um, að hann skildi hinn ítalska félaga. — Vodka? Vantar yður vodka? spurði hann. — Da, da, stamaði Don Cam- illo og áttaði sig ekki enn á þeim undrum, að maðurinn skyldi mæla á móðurmáli hans. Hann benti til skrifstofudyr- anna, en þar var einnig vodka- brunnurinn. Þegar þeir voru komnir inn í skrifstofuna, gátu þeir mælzt við í einrúmi. — Ég er Rúmeni, sagði mað- urinn við Don Camillo. — En hvernig stendur á því, að þú talar ítölsku með Napólí- hreimi? — Vegna þess að ég var um tíma í Napólí, eða er þaðan æítaður öllu heldur. Árið 1939 var ég í siglingum og kynntist rúmenskri stúlku. Með henni fór ég til Rúmeníu. — Náðirðu í hana? spurði Don Camillo. KAFFI Eaiiisopinn indœll er, eykur ijör og skapið kœtir. Langbezt jainan líkar rnér Ludvig David kaiiibœtir. 0. J0HNS0N & KAABER H.F. — Já, ég náði í hana, en það fór illa. — Hvað áttu við? Var það of seint? Var hún ef til vill gift öðrum manni, þegar þú komst aftur á vettvang? — Nei, ég varð að kvænast henni sjálfur. Til allrar ham- ingju skall stríðið á, og Rússar sendu her til Rúmeníu. Þá vantaði landbúnaðarverka- menn til Rússlands, og ég bauð mig fram. Meðan þessi nýi kunningi Don Camillos var að segja honum sögu sína, beið Peppone tækifæris að ná í félaga Petr- ovnu. Þegar danslagið endaði, greip hann um handlegg henn- ar og kippti henni úr faðmi félaga Capece og sveiflaði henni út á gólfið í hröðum valsi. — Heyrðu, félagi, sagði hann. — Ég þarf að segja þér ofurlítið. Félagi Scamoggia er að vísu félagi í Flokknum, en hann hefur ekki náð miklum pólitískum þroska enn. Hann er enn haldinn auðvaldshneigð- um. — Ég hef veitt því athygli, sagði félagi Petrovna. — En ég held, að hann muni smátt og smátt ná valdi yfir þeim. — Ég er þér sammála um það. En í kvöld hafa þessar hneigðir þó yfirhöndina í fari hans, og ef þú hættir ekki að dansa við þennan gítarleikara, verður árekstur. Ég taldi rétt að vara þig við þessu, því að ég er viss um, að þú vilt ekki, að samkvæmið leysist upp í blóðugum bardaga. Þau luku dansinum og skildu síðan. Peppone gekk inn í skrif- stofuna, og Don Camillo sagði honum þar sögu Napólímanns- ins, sem orðið hafði þarna inn- lyksa. — Hann hefur aldrei bland- að sér neitt í stjórnmál, sagði hann til skýringar. — Hann fer aðeins fram á það, að við reynum að hjálpa honum úr þessari sjálfheldu. Peppone yppti öxlum. — Hvers vegna var hann ekki kyrr í Rúmeníu? — Vegna konu minnar, sagði maðurinn. — Ég varð að kom- ast brott frá henni. Og það er loetra fyrir Napólímann að vera Rúmeni í Rússlandi en i Rúmeniu. Ég gæti vel komizt hér af og lifað ánægður, af því að ég er rakari og hárgreiðslu- maður að iðn, hinn eini á þess- um slóðum. Ég ferðast milli þorpanna og sker hár manna. En sérgrein mín í iðninni er þó hárliðun. — Hárliðun? — Já, konur eru nú konur hvar sem er í heiminum, og gefist þeim færi á að snyrta sig ofurlítið, svelta þær sig heldur en fara á mis við það. og þegar ein stúlka hefur feng- ið hárliðun, vilja allar stúlkurn- ar í þorpinu fá hana iíka. Þetta breiðist út eins og eldur í sinu. — Já, ég veit það, sagði Peppone. — En í hvaða sjálf- heldu er hann þá? — Herrar mínir, getið þið ekki ímyndað ykkur það, hve örðugt er að vera ungur mað- ur hér inni í miðju hinu ægi- stóra Rússlandi? Það er ekki satt, sem þeir segja um frelsi ástarinnar. Þegar ég kom hing- að frá Rúmeníu, trúði ég á þetta frelsi. En ef maður fer á fjörurnar við eiginkonu Rússa eða ástkonu hans, fær maður á baukinn. Þannig fór fyrir mér í fyrsta þorpinu, sem ég kom í, og síðan í hverju þorpinu á fætur öðru. — Ekki er ástæða til þes« að örvænta, sagði Peppone hlæjandi. — Eru ekki átta þúsund kalkhos í landinu? Þú gætir haft heppnina með þér í einhverju þeirra. — Já, en ég er nú varla maður til þess að reyna fyrir mér í þeim öllum. Það er sein- legt fyrir einn mann, sagði rak- arinn. Peppone gat ekki stillt sig um að hlæja, og Don Camillo hugðist nota kæti hans og ganga á lagið. — Maðurinn er annars að- eins að gera að gamni sínu, sagði hann. — Sannleikurinn er sá, að hann þjáist af löngun til þess að komast aftur heim til Napólí. Getum við ekki hjálpað honum til þess? Framh á næstu siðu. FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.