Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1964, Síða 34

Fálkinn - 28.12.1964, Síða 34
VOLVO TRELLEBQRG S/EXSKAR VORUR - SÉRSTÖK VÖRIJOÆOI ^ t . bifreiðir Husqvarna ............heimuistæid». n. ..... hjólbarðar o. fl. |^OLINDER-MUNKTELL ......... vélar VOLVO PENTA ................. véiar FORSLUND .....bílsturtur og kranar CENTRUM .....símakerfi innanhúss VEITUM ALLAR UPPLÝSmGAR GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16 — Reykjavík Don Camillo — Hvað áttu við? Við get- um varla farið með hann heim í ferðatösku. — Nei, en félagi Rondella var nú sendur heim, og þú hef- ur ferðaskilríki fyrir ellefu menn í þessum gestahópi. — Þú ert sturl ður, maður. Eigum við að taka hann með okkur fyrir augunum á félaga Oregov? — Hann þyrfti ekki að verða var við það. — Hættu þessum þvættingi, félagi, sagði Peppone. — Ég held, að maðurinn geti verið hér framvéeis og stundað iðn 34 FÁLKINN sína og gætt þess að láta giftar konur í friði. — Ég kalla þetta ekki sann- an kommúnista, sagði rakar- inn. — Þetta er kynleg saga, sagði Peppone, — en ég læt ekki vefja mér í hana. Hann gekk frá þeim inn í stofuna. — Yfirgefðu mig ekki líka, góði maður, sagði rakarinn biðjandi við Don Camillo. — Ég bið ekki um það, að þið stofn- ið sjálfum ykkur í hættu. Segið mér aðeins, hvert ferð ykkar er heitið héðan, og hvar og hve- nær þið farið aftur yfir landa- mærin. Ég get fært mig um set. Og aðeins guð almáttugur getur hindrað Napólímann að komast heim, ef hann vill það, og Krústjoff er nú enginn guð. Don Camillo tók fram ferða- áætlunina og sýndi manninum, sem las hana vandlega og skrif- aði jafnvel hjá sér eitthvað. — Ég get ekki liðsinnt þér meira, sagði Don Camillo. — Og gleymdu því svo, að við höfum talazt hér við. Ég er þegar búinn að gleyma því. Enn virtist hafa fjölgað í dagstofunni, og þar var orðið þröngt á þingi. Peppone fór að leita að félaga Petrovnu. Hann fann hana ekki og varð ekki um sel, því að félagi Capece og félagi Scamoggia virtust einnig horfnir. Loks kom hann þó auga á stúlkuna, þaut til henn- ar og þreif um handlegg henn- ar. — Hvað hefur gerzt? spurði hann. — Ég kom of seint til þess að skakka leikinn, viðurkenndi hún. — Þeir fóru út saman, og þegar ég fann þá, var allt um garð gengið. — Hvar er Capece? — í heyinu í sjöunda skála, — En Scamoggia? * — Hann heldur köldum og votum dúk að glóðarauga Cap- ece. — Vita nokkrir fleiri um þetta? — Nei, aðeins þeir tveir og ég. Capece hefur fengið blátt auga til minja, og ég marblett á kinnina, því að högg lenti á mér. Hún kreppti hnefann reiðilega. Þetta var ekkert hlátursefni. Félagi Petrovna var ekki venjuleg kona, heldur háttsett- ur félagi í Flokknum og full- trúi stjórnarinnar. — Ég skil, hvernig komið er, sagði Peppone alvarlegur í bragði. — Á ég að segja hon- um til syndanna, eða kæra hann fyrir félaga Oregov? — Fyrir kemur, að rétt- mætt er að taka persónulégar tilfinningar fram yfir skyldurn- ar við flokkinn, sagði félagi Petrovna! — Við skulum láta þetta niður falla. Félagi Sca- moggia er enn hreyfur af vodka. Þegar hann jafnar sig, skilur hann, hve framferði hans er heimskulegt. Peppone hristi höfuðið. — Félagi Lenin hefur lagt okkur öllum ríkt á hjarta að segja sannleikann, hve illa sem hann kemur sér fyrir okkur eða aðra. Svo vill til, að ég veit það með vissu, að félagi Scamoggia hefur ekki látið dropa af vodka eða öðru áfengi inn fyrir varir sínar í kvöld. Hann var ekki ölvaður og vissi vel, hvað hann gerði. Félagi Petrovna virtist verða enn fallegri, þegar hún heyrði þetta, og ekki varð betur séð, en tár glitruðu i augum henn- ar. Annar vangi hennar var nokkru rjóðari en hinn, og hún strauk hann hugsandi með annarri hendi. — Félagi, sagði hún lág- mælt og dreymandi. — Ég verð að játa, að mér er það örðug játning, en ég er hrædd um, að ég hafi ekki heldur öðlazt enn nægilegan stjórn- málaþroska. Framhald á næstu síðu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.