Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.01.1965, Blaðsíða 7
CLEOPATRA Það er rétt hjá ykkur þetta er Cleopatra. En þetta er ekki Liz Taylor í gervi þeirrar kunnu drottn- ingar, heldur sænska leikkonan Gunnel Lindblom. Gunnel Lindblom er ein af efnilegustu kvikmyndaleik- konum Svía um þessar mundir. Hún gat sér gott orð fyrir leik sinn í mynd Bergmans „Þögninni“ sem verður væntanlega sýnd hér að nokkrum mánuðum liðnum. ÚR ÝMSUM ÁTTUM EITT OG AIMIMAD úr stjörnuhsiminum ☆☆☆☆☆☆☆☆ Brigitte Bardot hefur fengið í sína þjónustu einn af fremstu kokkum Parísarborgar og á sá að kenna henrii að matreiða. Ástæðan er sú að núver- andi viðhald, Bob Zaguri, neitar að borða á veit- ingahúsum. —v— Marlene Dietrich ætlar að kaupa villu í austur- ísku ölpunum handa eig- inmanni sínum, Rudolf Sieber, er hún hefur verið gift í 40 ár. Rudolf er nú um sjötugt og þolir ekki aldurinn eins vel og hin síunga Marlene Dietrich. Heilsan er ekki upp á það bezta hjá eiginmann- inum og því vill Marlene hafa hann í heilnæmu loftslagi. James Mason er skil- inn við konu sína Pamelu eftir 23ja ára hjúskap. Anita Ekberg, sænska kynbomban, hefur sótt um ítalskan ríkisborgara- rétt, því hún vill ekkert með Svíana hafa lengur. Hún leikur um þessar mundir í ítölskum kvik- myndum. Jean Paul Belmondo, hinn frægi franski leikari og kvenna- gull, kvæntist 1953 henni Elo- die sinni og á með henni 3 börn, eins og myndin sýnir. Bömin eru Paul 15 mánaða, Florence 5 ára og Patricia 11 ára. Belmondo, sem hefur leikið í 32 kvikmyndum við gífurleg- ar vinsældir, hefur nú ákveðið að leggja kvikmyndaleikinn á hilluna og snúa sér í þess stað að leikhúsunum í París. Enn fremur hefur hann í hyggju að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinnl, en hingað til hefur verið mögulegt vegna anna. Belmondo er góöur heimilisfaðir IVIargaretha Svíaprinsessa Margaretha heitir unga konan á myndinni, prins- essan í Svíþjóð. Fyrir nokkru giftist hún John Ambler, enskum manni af aðalsættum. Þessi mynd af prinsessunni er tekin í stræt- isvagni í London nokkru fyrir brúðkaupið og þótt fjöldi mynda hafi birzt af henni í brezkum blöðum, þegar verið var að ræða væntanlegt brúðkaup, þá er sagt, að enginn hafi borið kennsl á hana þama í vagn- inum. MR FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.