Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Page 11

Fálkinn - 11.01.1965, Page 11
Ekki má gleyma að færa flugmönnun- um. Svala hellir kaffi í bollann hjá Þorsteini Jónssyni flugstjóra. annarri, þótt svigrúm sé lítið. Við og við þurfa þær að afgreiða drykkjar* föng til þorstlátra farþega, og fyrir lend- ingu telja þær aftur upp barlnn og skrifa tollskýrslur. Ennfremur athugá þær, hvað nauðsynlegt sé að panta l Kaupmannahöfn til heimferðarinnar daginn eftir. Svala grípur enn hljóðnemann, að þessu sinni til að kveðja farþegana og þakka þeim góða ferð. Hún minnir þá á að færa klukkuna áfram um einn tíma; dagurinn styttist óðum, í Glasgow um eina klukkustund og í Kaupmanna- SJÁ NÆSTU OPNU hverju landi. Eftir á þarf að telja nákvæmlega af- ganginn af vörunum og skrifa tollskýrslur, áður en komið er til Glasgow. Og þeir sem fara úr vél- inni þar, verða að útfylla lendingarkort sín, stund- um með aðstoð flugfreyj- anna. Rétt fyrir lendingu tek- ur Svala aftur hljóðnem- ann og ávarpar farþegana kurteisum orðum, þakk- ar þeim ánægjulega ferð og áminnir þá blíðri röddu að gleyma nú ekki að spenna sætisólarnar. Brjóstsykri er útbýtt, og innan skamms stendur vélin kyrr fyrir framan flugstöðina. Farþegarnir bíða í bið- stofunni og láta sér leið- ast, þ. e. a. s. þeir sem ætla áfram til Kaup- mannahafnar. En flug- freyjurnar eru fegnar að fá svolitla hvíld og geta slappað af, lagað sig til og andað léttar um stund. Á leiðinni eru þær alltaf í tímahraki, hvernig sem þær keppast við. í Glasgow bætast við nýir farþegar, og á líkan hátt og áður ávarpar Svala þá á íslenzku, ensku og dönsku. Eftir flugtak er miðdegisverð- urinn borinn fram. Hann þarf að hita upp og skammta á diska, og það gengur jafn snurðulaust og annað. Flugfreyjurnar eru samhentar í starfinu ög tekst merkilega vel að flækjast ekki hver fyrir Ah, livílíkur léttir! Þá er skyldustörfunum lokið í bili.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.