Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1965, Side 36

Fálkinn - 11.01.1965, Side 36
PL^, FJELAGSPRENTSHIDJUNNAR SPÍTALASTÍG 10 — (VIÐ ÓÐINSTORG) ERU AFGREIDDIR MEÐ DAGS FYRIRVARA VAIMDAÐ EFIMI Framleitt einungis úr úrvais gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAIM H.F. Skúlagötu 57. — Sím5 23200. Tilfinningasemi ... Framhald af bls. 34. bleiku blómunum, sem þrifust svo vel hjá mér, og þröngu for- stofuna með skrítna bréfakass- anum. Og þegar hann svo hringdi. Ég beið eftir honum í rökkrinu og hélt að hann ætl- aði aldrei að koma, en samt var það indælt að bíða. Og svo þegar ég opnaði dyrnar fyrir honum-------Ó, ég má ekki til þess hugsa. Nei, nei. Enginn gæti afborið það, enginn. Hvers vegna er ekið með mig um þessa götu, engar pynting- ar gætu verið hryllilegri. Ég held að ég ætti að taka hend- urnar frá andlitinu og litast um. Ég þrái að sjá tréð og hús- 36 ið okkar einu sinni enn. Þá brestur vesalings hjartað mitt og ég dey. Ég ætla að horfa — horfa. Hvar er tréð? Er búið að höggva það?--------tréð okkar? Og hvar er gildaskálinn? og hvar er blómabúðin? Og hvar er húsið okkar? og hvar er--------- Bílstjóri, hvaða gata er þetta? 65ta? Ha, nei. Það var ekkert, þökk fyrir. Ég — ég hélt að það væri 63ja-------- Hver er hræddur . . . Framhald af bls. 17. uð Ijóð. Vinir hans segja, að á þessum árum hafi Albee öðl- azt reynslu, er kom honum að góðu haldi síðar. Tæplega þrítugur skrifar Albee sitt fyrsta leikrit, Sögu úr dýragarðinum, og þá var vonleysið um það bil að ná full- um tökum á honum. Leikrit hans átti ekki upp á pallborðið hjá löndum hans, fremur en ljóðin, og ekkert leikhús fékkst til að taka það til sýningar. Vinur hans einn, er dvaldist á Ítalíu, kom því á framfæri í Evrópu og var það frumsýnt í Vestur-Berlín árið 1959. Ári síðar var það svo sýnt í Banda- ríkjunum. Þegar leikritið komst loks fyrir almenningssjónir, vakti það gífurlega athygli, og höf- undur þess varð á svipstundu frægur maður. Margir spáðu honum nú miklum frama og reyndust sannspáir. Næsta leikrit Albee „The Death of Bessie Smith“ er ein þáttungur, eins og öll leikrit hans að undanskildu „Hver er hræddur við Virginíu Woolfe?“ og þar segir frá negrasöng- konu, sem lendir í bílslysi og er flutt deyjandi milli sjúkra- húsanna, en fær hvergi inni, því þau eru aðeins fyrir hvíta menn. Síðan koma tveir ein- þáttungar „The Sandbox" og „The American Dream“ og er fjölskylda Albee notuð þar sem fyrirmynd, að því talið er. Nú var röðin komin að „Hver er hræddur við Virginíu Woolfe?“ Albee hugsaði um þetta leikrit í 6 mánuði. Þegar hann svo settist niður til að skrifa það, voru persónurnar og bygging leiksins furðu mót- uð. Hann gerði eitt uppkast, strikaði út og bætti inn í með blýanti og hreinskrifaði síðan leikritið. „Hver er hræddur við Virgi- níu Woolfe?“ er í þrem þáttum og fjórar persónur koma við sögu: Hjónin Martha og Georg (sem er söguprófessor) og hjón- in Nick og Honey, en Nick er að hefja kennslu við líffræði- deild háskólans, þar sem Georg kennir. Leikritið gerist aðfaranótt sunnudags í einbýlishúsi í ná- munda við lítinn háskóla í Nýja Englandi. Eldri hjónin hafa boðið þeim yngri heim eftir samkvæmi og þau setjast að drykkju. Það er drukkið stíft og brátt kemur að því að persónurnar taka að særa hver aðra og lestir þeirra og brestir eru miskunnarlaust dregnir fram. í leikslok eru kynni okkar af þessu fólki orð- in óhugnanlega náin. Mörgum þykir Albee klúr og víst mun einhverjum leikhús- gesti þykja nóg um orðbragðið. Albee notar ekki klám til að krydda leikinn, heldur af hreinni nauðsyn, svo hann geti sýnt persónurnar eins og þær eru. Hann sýnir persónum sín- um enga vægð og gerir þær oft broslegar á sorgar og alvöru- stundum. Blaðamaður Fálkans fylgdist um stund með æfingum á leik- ritinu og getur fullvissað væntanlega leikhúsgesti um, að hér er á ferð mjög gott verk, sem mun áreiðanlega enn auka hróður aðalleikend- anna, Róberts Arnfinnssonar og Helgu Valtýsdóttur, og leik- stjórans Baldvins Halldórssoif- ar. Þau Anna Herskind og Gísli Alfreðsson fá þarna mjö£ skemmtilegt verkefni, sem væntanlega færir þau fram um nokkur skref á hinni erfiðú braut, og gefur þeim jafnvel tækifæri á að „slá í gegn.“ — Hann er sterkari en Art- hur Miller, sagði Baldvin Hall- dórsson um Albee og það var auðfundið að hann var mjög hrifinn af verkinu og höfund- inum, sem reyndar hefur ver- ið kallaður nýr O’Neill eða ungi Strindberg. Og Tennessee Williams segir skýrt og skorin- ort: „Albee er eini mikli leik- ritahöfundurinn sem Ameríkja hefur eignazt." Og er þá eklii lítið sagt. Albee er ókvæntur og sagð- ur upp á karlhöndina. Að síðustu er ekki úr vegi að segja frá tilsvari sem lýsir Albee mjög vel: Það skeði ný- lega í listasafni í New York að leikkonan Jane Fonda kom auga á Albee, hljóp til hans, og sagði í hrifningartón: „Ég elska leikritið þitt. Mér finnst það svo voldugt, svo grípandi, svo sundurtætandi. Hvað finnst þér?“ „Já,“ sagði Albee. „Mér finnst það líka fyndið.“ FALKIIMN kemur út á hverjum mánudegi FÁLKIIMIM tlýgur út á hverjum mánudegi FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.