Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1965, Qupperneq 4

Fálkinn - 18.01.1965, Qupperneq 4
— Góðan daginn — Tarzan! ALLU R H'AVAPí 6ANNftDUf? — Þér skuluð ekkert vera hissa, þótt ég dansi við yður — þetta er góðgerðarball! 4 FALKINN 30 neglur í túbu. Stykkishólmi 1. janúar 1965. Kæri Fálki, Ég hef séð að þú hefur leyst vanda margra, sem leita til þín. En nú langar mig og vin- konu mína að fá upplýsingar um 30 neglur í túpu, sem þið voruð að auglýsa í 47. tbl. 37. árg. 1964. 1. Hvaða verð er á þessu? 2. Er hægt að fá þetta í heildsölu? 3. Er hægt að fá þetta sent í póstkröfu? 4. Hvaða heimilisfang hafa Snyrtivörur h.f.? Við þökkum allar sögurnar og vonum að þú verðir með eins skemmtilegt efni á nýja árinu. Jenný og Henný. P.S. Hvernig er skriftin og réttritunin? Er hægt að fá dæmt um hvernig maðurinn er með því að sýna skriftina hans? Hvar? Svar: Viö þökkum bréfiö. Viö liringd- um óöara í Snyrtivörur h.f. og fengum þœr upplýsingar aö þaö væri verzlunin Tíbrá, Laugavegi 19, sem afgreiddi allar pantanir varöandi túpuneglurnar. Einn pakki kostar 225 krónur (30 negl- urJ og fylgir honum íslenzkur leiöarvísir. Þiö skuluö því skrifa til verzlunarinnar Tíbrá og panta túpuneglurnar þar. Ef viö svo snúum okkur aö síöari hluta bréfsins, þá má segja aö réttritunin sé allgóö. Leysa er skrifaö meö y, en ekki i og tvö m eru í skemmtilegur. Skriftin er nokkuö áferöarfalleg og sérkenni- leg. Erlendis eru frægir rithandar- sérfrœöingar, sem eru ekki í nein- um vandræöum meö aö lýsa manninum, sem héldur á pennan- um. Viö efumst um aö nokkur hér heima lesi skrift svo mark sé takandi á, nema ef þaö væri hann Astró okkar, sem er býsna fjöl- hæfur og vinnur sitt verk af fyllstu alvöru. Aö svo mæltu óskum viö yklcur alls góös og biöjum aö heilsa gömlum og nýjum lesendum okk- ar i Stykkishólmi. Bréf frá Ceylonbúa. Reykjavík 27 nóv. 1964. Kæri Fálki, Þar sem ég sé, að þú hefur oft komið pennavinum á fram- færi, sendi ég þér þetta bréf og vona, að þú birtir heimilis- fangið, ef einhvern kynni að langa til að skrifa, þar sem ég sé mér ekki fært að svara því vegna þess fjölda pennavina, sem ég á fyrir. Svo þakka ég þér kærlega fyrir skemmtilegt blað, sem mér finnst alltaf vera að batna. Kær kveðja. H. E. Svar: Viö þökkum hlýleg orö í okkar garö. ViÖ lásum bréfiö og birtum hér glefsur úr því: „... Ég er Ceylonbúi, sem lief dvaliö í Englandi sl. þrjú ár viö nám. Ég hef mikinn áhuga á Is- landi, þar sem ég er yfirleitt lieill- aöur af eylöndum. Ég hef þá til- finningu aö lífiö sé betra þar og fólk sé vingjarnlegra í smáum ríkjum en stórum, þar sem ein- staklingurinn hverfur l fjöldann. Ég veit þegar talsvert um fsland: elzta þing í heimi, undir stjórn Dana og Norömanna um langan aldur, Leifur Eiríksson fann Ame- ríku,NóbelsverÖlaunaliafinn H. K. Laxness er Islendingur, og þaö sem mér finnst athyglisveröast af öllu: þaö eru ekki nema tveir eöa þrír menn í fangelsi l landi ykkar (svo.'J Skylduö þiö vita nokkuö um Ceylon?“ Bréfritari segir síöan aö liann hafi áliuga á aö koma til Islands og í framhaldi af því segir hann: „Þaö er eitt, sem veldur mér áhyggjum, ef ég skyldi koma txl landsins — hvort ég geti talaö viö fólk um hugöarefni mín, þar sem ég tala eklci islenzku. Tala margir ensku á Islandi f Ég liugsa aö. ég hafi skrifaö nóg l bili og nú bíö ég spenntur eftir aö heyra frá þér. Ég vona aö þú skrifir fljótt. Þinn einlægur. Sidney Peiris. Heimilisfang: Guest House, Cpllege Wallc, Selly Oak, Birmingliam, England. Hann er ekki sammála Kurt Zier. 4. janúar barst okkur bréf frá ónefndum manni, og þótt hann láti ekki nafns síns getið, birtum við bréfið hans: — „Herra Póstur“ í 50. tbl. Fálkans birtist list- dómur eftir Kurt Zier, skóla- stjóra, um teikningar nokkurra þjóðkunnra manna. Nú er ég ekki alveg sammála dómum hans og birti því mína eigin hér á eftir: Mynd Þórarins Þórarinsson- ar: Höfundur er útsmoginn,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.