Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 18.01.1965, Blaðsíða 16
Eftir GIOVAIMNI GUARESCHI vera elnn af byggjendum hins völduga kommúnistaríkis. — í hverja rúblu þarf hundr* a3 kópeka og í eina milljón þúsund sinnum þúsund rúblur. En án kópekans míns verður rúblan ekki heil. Þannig leit hann á málið, og sjónarmið hans var ekki út í bláinn, því að hann leit kópekann augum milljónungsins. Loks kom þó þar, að hann bað félaga Petrovnu að segja gestunum, að nú væri fyrstu skoðunarferð þeirra um Moskvu lokið, en margt ættu þeir þó óséð. — Félagi Oregov heldur, að ykkur langi ef til vill til þess að teygja úr ykkur og hreyfa fæturna, sagði hann. — Hann leggur því. til, að þið gangið síðasta spölinn heim í gistihús- ið. Hann er aðeins nokkur hundruð metrar. Þeir stigu út úr vagninum á miðju gríðarstóru torgi. En fé- lagi Oregov virtist allt í einu átta sig á því, að hann þyrfti að sýna gestunum eitthvað markvert. Hann gekk á undan þeim inn í lítið hús, þar sem rennistigi blasti við innan dyra. Þeir fóru allir í stigann og brunuðu drjúgan spöl niður í jörðina. — Félagar, sagði Nadía Petr- ovna, þegar niður úr stiganum kom. — Þetta er neðanjarðar- brautin. Hin fræga neðanjarðarbraut Moskvu var stórfengleg. Alls staðar voru skreytingar, brons- flúr, marmarastyttur og stuðl- ar, málverk og glermyndir. Peppone og félagar hans störðu hugfangnir á dýrðina. Félagi Oregov Ijómaði af ánægju. Scamoggia varð fyrstur til orða. — Félagi, sagði hann hrærðri röddu við Nadíu. — Næst þér er þetta hið dýrðlegasta í Sovétríkjunum. 12. A I vítisgreipnm Þetta var sigurdagur Pepp- ones. Þeir höfðu heimsótt drátt- arvélaverksmiðju og kalkhos og ferðazt í lest tuttugu klukku- stundir samfleytt yfir enda- lausa sléttu frjósams og rækt- aðs lands. Þetta hafði veitt þeim nokkra yfirsýn um land- búnaðarauðlindir og iðnaðar- getu Sovétríkjanna. Áhrifin höfðu þó ekki verið yfirþyrm- andi. Þvert á móti höfðu gerzt ýmis þau atvik, sem bentu til yfirburða vestrænna landa. En nú var svo komið, áleit Pepp- one, að síðustu snefjar efans hlutu að sópast brott, og hin vestrænu sjónarmið dæmast til undanhalds. Hinn fagurbúni og nýtízkulegi ferðavagn, sem flutti gestina eftir breiðum strætum Moskvu, var af allt annarri og betri gerð en skrapa- tólið, sem hafði skrölt með þá eftir ósléttum aurvegum Úkra- ínu, og við götuna voru ekki lengur stráþaktir kofar, heldur gnæfandi skýjakljúfar. Don Camillo, hinn dularklæddi full- trúi vestrænna sjónarmiða, var orðlaus nokkra stund. — Láttu þetta ekki á þig fá, félagi, hvíslaði Peppone í eyra hans. — Trúðu því bara, að það, sem nú ber fyrir augu, sé haldlaus kommúnistaáróður. En ég ráðlegg þér samt að fara í gönguferð umhverfis Kreml, meðan þú ert að átta þig á þessu. Sá hringur er nú ekki nema einir fimm kílómetrar. Hann hafði þetta úr fræðslu- sjóði félaga Nadíu Petrovnu, en sagði það með svo mikilli hreykni í röddinni, að ætla mátti, að hann hefði byggt alla Moskvuborg með eigin hönd- um. Hann var hreykinn af sjálf- um sér við þá tilhugsun að Hún varð sem snöggvast undrandi og ráðvillt við slíkt ávarp en náði sér furðu fljótt og svaraði: — Félagi, sigrar sovézkrar listar og tækni gefa ekki tilefni til gamanmála. — En ég er ekki að gera að gamni mínu, félagi, sagði Sca- moggia ákafur. Einlægni hans var svo auð- sæ, að félagi Petrovna gleymdi sem snöggvast flokksvirðingu sinni og sendi honum ofurlítið auðvaldsbros. Peppone sneri sér hins vegar að Don Camillo. — Jæja, félagi, sagði hann með sigurglotti á vör. — Get- urðu gert þér í hugarlund, hvað prestur sá, sem við þekkj- um báðir, mundi segja núna? 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.