Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1965, Side 28

Fálkinn - 18.01.1965, Side 28
Tom Jones ... sem faðirinn ætlar að sýna þá rausn að gefa honum dóttur sína . ..“ „Ég get ekki einu sinni tekið nafn hans mér á varir,“ svar- aði ungfrú Soffía og herti grát- inn. „Það líður ekki heldur á löngu að þú veizt það eins og aðrir.. .“ Satt bezt að segja, þá vissi herbergisþernan það ofurvel, þó að henni þætti það við- kunnanlegra að spyrja. Grét hún svo um hríð, húsmóður sinni til samlætis og aumkaði hverja þá dóttur, sem ætti svo harðbrjósta skilningssnauðan föður og þar fram eftir götun- um. Þegar henni fannst svo nóg komið af slíku, setti hún u.pp óræðan svip og mælti lágt, nánast við sjálfa sig: „Ég ætla bara að vona, að vesalings mað- urinn taki ekki upp á því að granda sjálfum sér, eða ein- hverju þessháttar ... en líkleg- ur var hann til þess, svo mikið er víst.“ „Hvað segirðu?“ spurði Soffía. „Um hvaða unga mann ertu eiginlega að tala?“ „Hann var svo sorgmæddur á svipinn, að það lá við sjálft að ég færi að gráta, einungis af því að sjá hann ...“ mælti herbergisþernan enn, og skaut sér undan svarinu. Ungfrú Soffía reis upp við dogg í hægindinu og ekki henn- ar hljóðnaði. „Sjá hvern?“ spurði hún enn. „Æ,“ svaraði þernan og snökti. „Vesalinginn hann Tom Jones. Hafi nokkurn tíma legið illa á ungum manni ...“ „Hvað ertu að segja?“ hróp- aði ungfrú Soffía. „Hvar sástu hann?“ „Á fljótsbakkanum, ung- frú,“ svaraði h-x'bergisþernan. „Hann hefur reikað þar um fram og aftur allan liðlangan morguninn og loks lagðist hann þar í grasið; mætti segja mér, að hann lægi þar enn. Það lá svo illa á honum, að það var eingöngu fyrir kvenlega feimni mína, að ég gekk ekki til hans og spurði hann hvað að honum amaði. Viljið þér nú ekki leyfa mér að skreppa þangað aftur, ungfrú góð, mig langar svo til að vita hvort hann liggur enn- þá í grasinu, vesalingurinn ...“ „Nei, það kemur ekki til mála,“ svaraði ungfrú Soffía og var fljótmælt. „Auðvitað er hann farinn, og auk þess bíða þín aðkallandi störf .. . Fljót nú, náðu í hattinn minn og hanzkana; ég þarf að skreppa 28 FÁLKINN með frænku út í lundinn fyrir morgunverð." Herbergisþernan náði sam- stundis í hattinn og hanzkana. Ungfrúin setti upp hattinn, skoðaði sig í speglinum; fannst borðinn á honum ekki nógu fallegur og sendi herbergis- þernuna eftir öðrum. Þegar frá honum var gengið, dró hún hanzkana á hendur sér og lagði ríkt á við herbergisþernuna, að fara ekki út fyrir hússins dyr, en halda sér að störfum þang- að til hún kæmi aftur. En þegar út kom, gekk ung- frú Soffía í allt aðra átt en að lundinum og ekki var frænkan heldur í för með henni. Gekk hún ein síns liðs og eins hratt og fætur báru ofan á fljóts- bakkann. En hafi ungfrú Soffía ætlað að hitta Tom Jones þar að máli, greip hún í tómt, því að hann var þá farinn fyrir andartaki síðan. Seinna um daginn kom land- eigandinn að máli við dóttur sína og skýrði henni frá heim- sókn, sem hún ætti í vændum og þeim ráðahag, sem hann ætlaði henni. Kvaðst hann hafa veitt svip hennar, augnaráði og allri framkomu við kvöld- verðinn svo nána athygli, að hann væri ekki í neinum vafa um að henni væri ráðahagur þessi meir en að skapi, og bað hana fyrir alla muni að vera ekki með nein ólíkindalæti, eins og sumar stúlkur temdu sér og héldu að talin yrðu þeim til dyggðar. „Ég er líka viss um að Blifil verður maður til að venja þig af öllum keipum, telpa mín; það er áreiðanlega piltur, sem veit hvað hann vill." Blifil ungi kom um kvöldið, eins og ákveðið hafði verið. Western landeigandi dró sig þá brátt í hlé, svo að þau gætu verið út af fyrir sig, ungfrú Soffía og unnustinn tilvonandi. Og ungfrú Soffía bjó sig undir að auðsýna unga manninum eins takmarkaða ástúð og hún kæmist af með, án þess að vekja tortryggni eða gremju hjá föður sínum. Því var það, að þegar ung- frú Soffía og Blifil ungi voru ein orðin, sátu þau lengi þegj- andi; ungfrúin vildi ekki verða til að vekja máls á neinu; ungi maðurinn þóttist ekki þurfa að vekja máls á neinu, því að frá hans sjónarmiði var allt það klappað og klárt, sem skipti hann máli — ungfrú Soffía var einkabarn Western landeiganda og hlaut því að taka allan arf eftir hann, eink- um þó þegar hún giftist þeim manni, sem hann hafði sjálfur valið henni. Sjálf mundi hún svo fylgja eignunum eða verða með öðrum orðum, hans lög- mæt eign, Þetta með ástina og allt það, annaðhvort kom það í hendi með hjónabandinu eða það kom ekki, hvað var kannski lakara, en gerði þó ekki neinn mun að heitið gæti. Þannig leið að minnsta kosti stundarfjórðungur, áður en Blifil ungi fann þörf hjá sér að hefja samræður. En þegar hann fór að hugleiða einhver tiltæk samræðuefni, fann hann ekkert það, sem honum hæfði en væri þó líklegt til að vekja áhuga hennar. Hann þagði því enn og þau bæði og þannig leið kvöldið. Ekki furðaði hann sig hið minnsta á þögn ungfrú Soffíu; þannig höguðu ungar stúlkur sér víst yfirleitt- á fyrstu fundum við unnusta sína. Hann var því harla ánægður með viðtökurnar, er hann að lokum reis úr sæti sínu, þakkaði ungfrú Soffíu ánægjulega samverustund og kvaddi hana hæversklega. Og svo ánægður var Blifil ungi þegar Western landeig- andi fylgdi honum til dyra, að landeigandinn var ekki í nokkr- um vafa um að dóttur sín hefði auðsýnt honum alla þá ástúð, sem ungri stúlku bar að sýna, þegar þannig stóð á. Og svo kátur var hann, að hann kunni sér ekki læti, enda ör í skapi og tilfinninganæmur á hvorn bóginn sem var. Faðmaði hann og kyssti tengdason sinn til- vonandi af mikilli blíðu, er þeir kvöddust og bað hann sem fyrst aftur koma. Fór því Blifil ungi hvorki ókysstur né ófaðm- aður af þessum fundi, en West- ern hraðaði sér á fund dóttur sinnar og bað hana að velja sem fyrst þá skartgripi og klæði, sem hún vildi bera í brúðkaupinu. Soffía hafði aldrei séð föður sinn glaðari eða ástúðlegri. Og nú hugsaði hún sem svo, að aldrei byðist ákjósanlegra tæki- færi til að ræða við hann í einlægni og segja honum hið sanna í málinu. Þakkaði hún föður sínum því fyrst alla um- hyggju hans og ást; leit á hann sínu blíðasta augnaráði og spurði lágri röddu: „Má ég treysta því, faðir minn, að þú setjir hamingju mína öllu of- ar?“ Þessu svaraði Western eins og skapferli hans bauð; bölvaði sér hressilega upp á að svo væri og staðfesti það síðan með því að faðma dóttur sína að sér og kyssa hana. Þá féll ungfrú Soffía á kné frammi fyrir hon- um og tók til máls; kvað alla hamingju sína, allt sitt líf vera undir því komið, að hann færi að orðum hennar og virti ekki að vettugi vilja hennar og til- finningar. „Ég má ekki til þess hugsa að verða eiginkona Blifils unga,“ sagði hún. „Ef þú neyð- ir mig til þess, er það hálfu verra en þú sviptir mig lífinu. „Hvers konar móðursýkís- þvaður er þetta,“ æpti Westerh landeigandi. „Ef maður tæki nokkurt mark á því, sem þið segið þegar þessi gállinn er á ykkur — það væri þokkalegt eða hitt og heldur.“ Ungfrú Soffía greip báðum höndum um fætur föður síns og grátbað hann að vera ekki svona harðbrjósta. „Enginn fað- ir, sem ann dóttur sinni, og enn síður ef hann ann henni eins innilega og þú hefur þrá- faldlega sýnt að þú annt mér, getur hrundið henni út í svo botnlaust foraði sorgar og smánar. Ég hata Blifil unga, hata hann og hef slíka andúð á honum, að ég get ekki litið hann augum. Hjónaband við hann yrði mér margfalt sárari ógæfa en sjálfur dauðinn . . .“ En nú var faðir hennar orð- inn reiður svo um munaði. „Mig gildir einu þó að þú hatir hann meira en fjandann sjálf- an, þú skalt giftast honum samt,“ öskraði hann, saman- tvinnaði hroðalegustu blóts- yrði, sem hann mundi eftir þá í svipinn og mælti svo enn: „Ef þú ert með einhvern upp- steit, skal ég reka þig pð heiman tötrum klædda, út á strætin og ekki þekkja þig framar. Og þó að ég sæi þig þar að dauða komna af hungri, kæmi mér ekki til hugar að rétta að þér svo mikið sém bita af brauðskorpu, og þar héf- urðu það.. .“ Þvínæst hráti hann henni frá sér, svo hrana- lega að hún skall með andlitið í gólfið, og rauk á dyr. Svo vildi til að Tom Jories kom inn í anddyrið í sama mund og Western landeigandi kom æðandi niður stigann af fundinum við dóttur sína. Tóm Jones sá þegar hvernig honúm var irinanbrjósts og spufði hann hvað gerzt hefði og því hann væri í slíku uppnámi. Og þar sem landeigandinn vissi Tom Jones sinn einlægasta vin, sagði hann honum alla söguria með viðeigandi innskotssetn- ingum og athugasemdum um kvenlega duttlunga, heimsku * og vanþakklæti. Kvað hann Framhald á næstu síðu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.