Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1965, Page 29

Fálkinn - 18.01.1965, Page 29
alla þá feður ógæfumenn, sem dætur ættu, .og það eins þó þeir ættu ekki nema eina dóttur barna. Tom Jones gerði samtal þeirra ekki lengra, en hraðaði sér til ungfrú Soffíu, sem lá á gólfinu í herbergi sínu, útgrát- in og alblóðug um munninn, því að sprungið hafði fyrir á vörum hennar, þegar hún skall gólfið. Hann reisti hana gæti- .Jega á fætur, tók hana í faðm jgér og spurði blíðlega hvað igerzt hefði, er hún var svo jjhörmulega útleikin. Hún leit á jhann andartak og ástúðin skein •HÚt úr augum hennar, en bað hann síðan í öllum guðanna ^bænum að fara á brott hið ^skjótasta og koma aldrei á sinn ff'und framar. Hann svaraði ^tyenni því einu, að svo harða vrefsingu mætti hún ekki á sig j^l'eggja; án hennar væri sér líf- fi einskis virði, og fúslega vildi ann fórna því hennar vegna ^f nauðsyn krefði. Að svo .rnæltu tók hann hana í faðm ^ér, þrýsti henni að sér og bæði ,sögðu þau eitthvað fleira í þeim dúr, sem þeim elskendum er jj^ítt er þeir vita að þeir mega „ekki njótast, en hún lét höfuð- ‘,ið hvíla við barm hans og _mundi hafa hnigið niður, ef 'hann hefði ekki haldið henni úppi, svo magnþrota varð hún VÍ örmum hans. ' „Ó, Tom Jones,“ hvíslaði hún, þegar þau höfðu staðið Íannig nokkra hríð og notið ess að finna að þau unnu hvort ðru heitara en orð fá lýst. „Ó, Tom Jones, ef þú gætir ein- , ungis gert þér í hugarlund hví- , lík þjáning er á mig lögð.“ 2, „Ég veit það,“ svaraði hann. I „Ég var að enda við að tala |við föður þinn, og hann sagði g mér frá öllu, sem ykkur fór á ^milli. Og það er einmitt hann, ;^em sendi mig hingað á þinn jjfund." .E: „Sendi hann þig á minn 8;fund?“ spurði hún. „Það getur ekki átt sér stað. Mig hlýtur að 2,yera að dreyma . ..“ r „Nei,“ svaraði Tom Jones ;|j,þig er ekki að dreyma. Hann ,sendi mig á þinn fund, að ég .r talaði máli hins óverðuga með- ;r þiðils míns við þig, sem ég þó ekki hét. Brýt ég því ekki nein 'vloforð, þó að ég noti tækifær- jjiið til að segja þér, að aldrei jjihefur maður konu unnað eins jnnilega og ástríðuheitt og ég :pnn þér. Þess vegna verður þú að heita mér því, og vinna þar að sáluhjálpareið að þú gangir aldrei í eina sæng með Blifil unga.“ Jómfrú Soffía þrýsti sér enn fastara að breiðum barmi Tom Jones. „Nefndu ekki það and- styggilega nafn í mín eyru,“ hvíslaði hún og fór hrollur um líkama hennar. „Því máttu treysta, að aldrei mun ég veita honum neitt það, sem í mínu valdi stendur að verja hon- um...“ „Þá kvíði ég engu,“ mælti Tom Jones. „Ég kvíði engu í þessu lífi öðru en að missa þig. Ég sleppi þér aldrei, Soffía, aldrei...“ Og þannig stóðu hinir ungu elskendur enn um hríð. Ungfrú Soffía titraði af óumræðilegri sælu, sem hún hafði aldrei áður fundið og fékk hana jafn- vel til að gleyma þjáningum sínum um hríð. Og það er óger- legt að vita hve lengi þau hefðu staðið þannig í faðmlögum, því að elskendum er tíminn afsætt hugtak, ef fundir þeirra hefðu ekki verið truflaðir á óvæntan hátt. Stundarkorni síðar en Tom Jones gekk á fund Soffíu sam- kvæmt tilmælum föður henn- ar, kom frænkan að máli við Western landeiganda, sem sagði henni allt það, er hann hafði áður hermt hinum unga vini sínum, auk þess sem hann á- taldi frænkuna harðlega fyrir glámskyggni hennar; væri að minnsta kosti, sagði hann, lítið mark takandi á þeirri fullyrð- ingu hennar að hún væri ver- aldarvön og þekkti heiminn öðrum betur. Þetta særði stolt frænkunn- ar á þann hátt, sem einungis stolt kvenna verður sært. Taldi hún þetta framferði ungfrúar- innar allt hið freklegasta brot á samningi þeim, er þær höfðu gert með sér og taldi sig þar með lausa allra mála, varðandi þau loforð, sem hún hafði gef- ið henni. Sagði hún því land- eigandanum formálalaust allt það, er ungfrúin hafði trúað henni fyrir um ást hennar á Tom Jones, og dró ekki úr neinu, því að henni fannst ung- frúin hafa svikið sig og hafði að minnsta kosti ekkert á móti því að nokkur hefnd kæmi fyr- ir. Og nú var það Western land- eigandi, sem þótti illa vegið að stolti sínu, því að aldrei hafði honum komið það til hugar, að um ást gæti orðið að ræða milli dóttur sinnar og Tom Jones, hins unga vinar síns, eða haft hinn minnsta grun um að hún liti unga manninn þegar hýru auga. Hann stóð því drykklanga stund eins og steini lostinn, glápti á frænkuna og mátti ekki mæla. En það stóð ekki lengi, því að skyndilega varð hann gripinn slíkrj ofsareiði, að jafn- vel frænkan, sem var þó ver- aldarvön, skelfdist þá sjón svo að hún iðraðist þess sárlega að hafa sagt honum eitt aukatekið orð af því, sem ungfrúin hafði trúað henni fyrir. En nú var það um seinan séð. Vesalings Soffía náfölnaði er hún heyrði föður sinn koma, öskrandi og bölvandi eins og mannýgt naut. Varð það eitt skilið af máli hans, að hann hugsaði Tom Jones þegjandi þörfina og það á stundinni. Western landeigandi hratt nú hurðinni frá stöfum. Nokkurt andartak nam hann staðar á þröskuldinum, kreppti hnefana svo að hnúarnir hvítnuðu og virti elskendurna fyrir sér, þar sem þau stóðu í faðmlögum á miðju gólfi. En frænkan stóð fyrir aftan hann, skjálfandi á beinunum. Þegar ungfrú Soffía leit föð- ur sinn í þessum ham, varð henni svo mikið um að stein- leið yfir hana, og mundi hún hafa hnigið niður á gólfið, ef Tom Jones hefði ekki lyft henni á arma sér. Og þar hvíldi hún eins og liðið lík. Þá var Western landeiganda öllum lokið. Á einu vetfangi rann honum öll reiði. Hann æddi um, skipaði frænkunni að ná tafarlaust í kalt vatn, en bað Tom Jones fyrir alla muni að fara sem gætilegast með þá dýrmætu byrði, er hann héldi í örmum sér — hvað varla þurfti þó að ámálga við hann. Andartaki síðar kom frænkan með kalda vatnið, en þó að hún og herbergisþernan gerðu allt til þess að vekja ungfrúna af öngvitinu, leið alllöng stund áður en viðleitni þeirra bar nokkurn árangur. Var annað- hvort, að öngvitið var óvenju- lega þungt, eða hinni dyggð- ugu ungfrú var ekki leitt að liggja þar, sem hún lá. Framhald í næsta blaði. Vas' það draumur « . . Framhald af bls. 15. „Þitt lof, ó Drottinn vor, hhnnarnir hljóma ...“ Ég gleymi öllu öðru en tón- listinni, er virtist fylla loftið í kringum mig með undursam- legum krafti. Og unga mannin- um, sem vissi ekki að hann var dáinn, og mér var falið að hjálpa. Ég fann ekki, að ég snerti hljóðfærið, en heyrði flygilstónana blandast söng- röddinni, sem var mín og þó ekki mín. Þegar lagið var á enda, gekk ég aftur að rúmi unga manns- ins og virti hann fyrir mér. Hjúkrunarliðið var horfið, og það var eins og djúpur friður hefði færzt yfir allt. „Já,“ sagði hann og horfði lengi á mig, og nú var hann orðinn fullkomlega rólegur. „Það er þá satt.“ Ég sá geislandi bros verunn- ar hvítu, er hún sneri sér að mér. „Jæja,“ sagði hún mildi- lega, „þér tókst að gera það sem þú þráðir.“ Á sama augnabliki vaknaöi ég í rúminu mínu. Svitinn Framhald á bls. 37. FÁLKINN ?9

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.