Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1965, Side 31

Fálkinn - 18.01.1965, Side 31
;>• aí hartta.Allt- ,oS andekoti st<5] sniðum orðln Don Camillo . . . hlut að máli, að þú hafir þessa yfirlýsingu undir höndum, og að ég hafi í hyggju að koma heim. Comassi var orðinn mjög fölur á vangann, og rödd hans titraði. „Ego te absolvo ...“ sagði Don Camillo. Comassi virtist hafa náð hugarjafnvægi sínu aftur. Hann braut dagblaðið saman og rétti JDon Camillo það. — Þú mátt eiga það sem minjagrip, sagði hann. — Ég býst við, að þú hafir aldrei tekið mann til skrifta á kyn- legri stað en þessum... Gleymdu annars því, sem ég sagði um bréfið. Ég hefði ekki átt að segja það. Hér verður ekkert að gert. Ég er kominn svo langt, að ég get ekki snúið við. — Það er ekki víst, félagi, sagði Don Camillo. — Guð á enn fulltrúa jafnvel í Prag. Guðs ríki er stærra en þú held- ur. Og ég skal áreiðanlega sjá I um, að foreldrar þínir hlusti á rödd þína í útvarpinu, hlusti ekki á það sem þú segir, held- ur aðeins á röddina. Comassi reis á fætur. — Guð, sagði hann. — Aldrei hefði mér til hugar komið, að það ætti fyrir mér að liggja, að talað væri við mig um guð á þennan hátt á þessum stað. — Útverðir guðs eru víða, félagi, sagði Don Camillo, — jafnvel í Moskvu. Ríki guðs er mjög gamalt, en það er enn í fullu veldi. Ég er alveg á moti . . . Framhald af bls. 21. hægt,“ útskýrir hann. „Fólk er stundum að segja, að ég hafi ekkert elzt, en það er þá vegna þess að ég hef alltaf verið karl.“ „Þórunn, myndast Jón ekki vel í sjónvarpinu?" hrópa ég fram í eldhús. „Jú, það finnst mér,“ svarar hún. „Að minnsta kosti er ég harðánægð með hann. Og hann fær líka aðdáendabréf — fólk segir, að hann sé svo sjarmer- andi.“ „Kannski einhverjar geðbil- aðar manneskjur eins og konan, sem hringdi til stjórnanda þátt- ari.ns og bað hann að skila til min, að hana langaði þessi ósköp að hengja sig um háls- inn á mér,“ segir Jón. „Fólk er alltaf að svífa á mig á göt- unum og í sporvögnunum og úti um allt, síðan þátturinn byrjaði. Ég neyðist víst til að fara að þræða veg dygðanna í framtíðinni, því að nú kannast allir við mann, og þá er ekki lengur jafnauðvelt að hlaupa út undan sér.“ Bíddu nú við, ekki má ég gleyma að taka af ykkur myndir,“ segi ég og rýk upp til að ná í myndavélina. „Það líka?“ stynur Jón mæðu- lega. En hann stillir sér upp hinn auðsveipasti og leggur frá sér pípuna. „Þórunn vill ekki að ég sé með pípuna á mynd- um,“ lætur hann getið. Ég stilli ýmiss konar takka á myndavélinni og reyni eftir beztu get.u að líta út eins og ég hafi gífurlega reynslu í myndatökum. Fylgi dyggilega heilræði kollega míns á Fálkan- um, Jóns Ormars: „Taktu aldrei mynd nema krjúpandi á hnjánum og passaðu að gretta þig alla og geifla — þá dettur engum annað í hug en að þú sért þaulæfður atvinnuljós- myndari.“ Jón man skyndilega eftir sjónvarpsfréttunum klukkan 10 og flýtir sér að opna fyrir tækið. Öllu er óhætt, því að þátturinn góði tilheyrir fortíð- inni og það er ekki Jón, heldur Ma'tin Luther King, sem birt- ist á skerminum. Eftir fréttir heimta ég mynd af honum við skrifborðið. „Og láta allt draslið sjást?“ segir hann skelfingu lostinn. „Auðvitað. Það sýnir hvað þú ert duglegur að vinna. — Brostu nú til mín,“ skipa ég svo. „Hvernig á ég að geta bros- að til þín, þegar þú ert með þessa myndavél fyrir andlit- inu?“ kvartar hann. „Ég sé þig alls ekki.“ En eigi að síður hreyfast munnvikin agnarögn upp á við, og hann telur þetta eflaust til sinna ábyrgðarlausustu gleið- brosa. Hvaða álit hefurðu annars á sjónvarpinu?“ spyr ég, þegar myndatakan er afstaðin. „Timasóun — niaður eyðir alltof miklum tíma í þennnn skratta," svarar hann. „Að vísu á að vera hægt að skrúfa fyrir, ef manni lízt illa á efnið, en það er undarlega erfitt, og ég er alltaf það bjartsýnn að bú- ast við því í lengstu lög, að eitthvað betra sé í vændum, ef maður bíði bara nógu þolin- móður. Sú von vill bregðast, og þá er maður kannski búinn að eyða öllu kvöldinu í að horfa á tóma vitleysu.“ „Jæja. bað er nú reglulega Framb'3'^ á bls. 33.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.