Fálkinn


Fálkinn - 18.01.1965, Side 37

Fálkinn - 18.01.1965, Side 37
Ástin sigrar . . . Framh. af bls. 35. eftir, þar sem stóð, að hún hefði tekið bílinn að láni, þar sem hún gat ekki fengið leigubíl með svo stuttum fyrirvara. Frú Stone kom inn í því, að hann Jas bréfið. Hann spurði hana Ineð ákefð, hvenær Kirstie iefði lagt af stað. : — Hún ætlaði að taka lest- na klukkan fimm mínútur yfir ijö. Frú Stone snei'i sér við >g leit á klukkuna yfir arin- hillunni. — Þessi lest bíður Jalltaf í tíu mínútur á Green- Sgtöðinni eftir lestinni, sem kem- ur á móti henni, — frá tíu ímínútum yfir hálf til tíu mín- Útur fyrir átta. Þér getið náð henni þess vegna. | Hinn bíllinn stóð við útidyrn- jar. Frú Stone fylgdi honum til dyra. — Hún ætlaði að taka sfóra bílinn, — en ég hélt, að þér hefðuð ef til vill meiri not ifyrir hann, sagði hún. í [ Hann kom að stöðinni tæpri ’mínútu á undan lestinni og v'arð gripinn skelfingu, þegar hun kom án þess, að hann kæmi auga á Kirstie. Loks fann hann hana eina í klefa í fjórða vagninum. Hann lauk dyrunum hratt upp og gekk inn. — Kirstie! Hún hrökk við og opnaði augun. Hún var lágrómá, og röddin skalf. — Þú hefðir ekki átt að fylgja mér eftir. — Ég varð! Hann minntist þess, er hún hafði látið sér um munn fara kvöldið áður. Hún hafði talað um Klöru. — „Skilurðu ekki, ■— hún hefði annað hvort kom- ið aftur, eða þú hefðir farið til hennar. Það kemur alltaf einhvern tíma að því, að mað- ur gleymir því liðna og byrj- ar upp á nýtt.“ ú 1 Klara — og núna Kirstie. ; — Mark, sagði hún. — Ég get ekki verið áfram eftir það, sem gerðist í gær. Hann greip þétt í hönd henni. — Allt, sem var sagt í gær- kvöldi, var hreinn sannleikur. — Mark, bað hún. — Viltu ýera svo góður! Hann vissi ekki, hvort hún bað hann að fara eða segja það, sem honum bjó í brjósti og hann átti erfitt með að tjá. Hann dró hana að sér, eins og hann væri að safna kröftum. Síðan hóf hann að tala, lágt og sannfærandi. — Ég hef bar- izt gegn því að elska nokkra konu, — eftir Klöru — sem nokkurs konar refsingu fyrir það, sem gerðist þarna um kvöldið. Og mér veittist ekki svo erfitt að halda öllum kon- um utan við líf mitt, — alveg þangað til þú komst. En nú veit ég, að ég og þú erum sköp- uð hvort fyrir annað. Og þú veizt það, þú líka, er það ekki Kirstie? Rödd hans var blíðleg og ljúf, en um leið ákveðin. Lest- in fer eftir andartak. Kemurðu með mér, eða á ég að vera hér og reyna að telja þér hughvarf það, sem eftir er leiðarinnar? Hún hugsaði sig um, síðan brosti hún við og seildist' eftir töskunni. Hann tók við henni. Honum létti ósjálfrátt. Lestin var rétt að leggja af stað, er hann hjálþáði henni niður þrep- in. Þau stöðu kyrr og horfðu á lestina fjarlægjast. Þá vatt hann sér að henni og kyssti hana, en skeytti því ekki hót, þótt elnhver sæi til. >— Þakka þér, Kirstie, hvíslaði hann. — Þakka þér fyrir, að þú fórst ekki frá mér. ENDIR. Var það draumur ... Framhald af bls. 29. rann af mér, og ég skalf eins og hrísla, það var eins og ég þyrfti að jafna mig eftir gífur- lega áreynslu. En draumurinn var sem meitlaður í huga minn í hverju smáatriði. Ég sagði Eiríki, manninum mínum, hann undir eins og síðan fleirum; mér fannst ég verða að segja frá þessari reynslu minni, þó að ég vissi ekki, hvað hún táknaði. Daginn eftir var hringt til mín, og vinkona mín ein bið- ur mig að gera sér þann greiða að syngja við jarðarför ungs manns, sem hafi farið mjög snögglega. Ég tók vel í það og spurði, hvort hún óskaði eftir nokkru sérstöku lagi. „Já,“ svaraði hún. „Mig langar að biðja þig að syngja Lofsöng Beethovens.“ Ég skal játa, rð mér fannst þetta undarleg tilviljun, og ég spurði sjálfa mig hálfvonsvik- in, hvort það gæti verið, að þessi stóri draumur væri þá ekki fyrir öðru en því, að ég syngi eitt lag við jarðarför. Að vísu hafði mig oft dreymt fyrir daglátum, en aldrei neitt í lík- ingu við þennan draum. Kirkjan var full, þegar jaið arförin fór fram, dr. Victor Urbancic var við orgelið, og kórinn söng fagurlega -undir stjórn hans. Meðan ég beið þess, að röðin kæmi að mér, varð mér ósjálfrátt hugsað til unga mannsins í draumnum. Óneitanlega þótti mér skrítið, að ég skyldi einmitt hafa verið beðin um að syngja þetta sama lag í bæði skiptin, en að öðru leyti setti ég það ekkert sér- staklega í samband hvað við annað. Ég stóð upp úr sæti minu og byrjaði að syngja, en mér til undrunar heyrði ég ekkert undirspil. Ég leit á dr. Urban- cic og sá, að hann hreyfði hvern takkann af öðrum í of- boði, en það stoðaði ekki neitt, og hann studdi árangurslaust á nóturnar. - Það var ekki um annað að gera en halda áfram undir- leikslaust. Ég hafði lofað að syngja, og syngja skyldi ég, hvað sem það kostaði. Dr Ur- bancic hélt áfram að reyna við orgelið, sem svaraði me? þrjózkufullri þögn, rafmagnið var athugað, en það var í bezta lagi, og vesalings söngfólkið var orðið dauðskelkað og kveið fyrir, að allt færi í vitleysu, þegar þar að kæmi, að kórinn tæki við án þess að hljóta stuðning orgelsins. i» -ioa. En jafnskjótt sem ég hafði lokið söng mínum, brá svo kyn- lega við, að hljóðfærið fór aftur af stað, eins og ekkert hefði ískorizt. Enginn hefur nokkurn tíma uppgötvað, hvað gerðist og hvernig stóð á þessari tíma- bundnu bilun, en ég varð. þess síðar vör, að kirkjugestirnir höfðu álitið, að þetta ætti að vera svona, og sumir þeirra minntust jafnvel á það við mig, hversu áhrifaríkt hefði verið að hlýða á Lofsöng Beethovens án undirleiks. Sjálf var ég ekki lengur í vafa um, að draumurinn minn hefði verið raunveruleg reynsla, og að mér hefði verið veitt sú sjaldgæfa náð að fá að líta með eigin augum eitt þeirra sviða, sem okkur eru venjulega lokuð, meðan við lifum í jarðneskum líkama.------- Björg þagnar og situr lengi hljóð. Hugblær draumsins hvíl- ir enn yfir henni. Loks strýk- ur hún hendi yfir ennið, og augnaráð hennar missir fjar- rænan bjarma sinn. „Þó að mér nægði þet' svar, átti ég eftir að fá það enn betur staðfest. Ekki alls fyrir löngu sagði ég frá þessu-n draumi í vinahópi, þ-,r sem ýmsir guðspekifélagar voru við- staddir. Þegar frásögn mín var á enda, tók til máls Zóphón- ías Pétursson og kvaðst fús til að votta, að þarna væri rétt með farið. Hann hafði þá sjálfur verið einn af aðstoðarmönnun- um á skipinu og minntist þess glögglega að hafa oftar en einu sinni komið að þessari strönd í draumi. Kirkjuna kannaðist hann við af lýsingu minni og einnig sjúkrahúsið, og hann spurði, hvort ekki hefði verið gengið inn í stóran forsal um dyr sem sneru í norðvestur, áður en komið hefði verið í sjúkrastofuna. Það rifje“ist upp fyrir mér, að svo hafði verið, og þegar við tókum að bera saman reynslu okkar í smáatriðum, kom í ljós, aó frá- sagnir okkar voru fyllilega samhljóða. „Ég veit, að í þessum efnum er persónuleg sönnun einstakl- ingsins aldrei algild, en ég get ekki varizt þeirri hugsun, að reynsla eins geti stundum kom- ið öðrum að gagni, og því hef ég aldrei hikað við að segja frá draumnum mínum, ef hann mætti verða til þess að styrkja einhvern í þeirri trú, að ekki sé öllu lokið, þó að jarðneskir líkamir okkar hljóti hvíld í dauðanum.“ ★ ★ FALKINN 37

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.