Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.03.1965, Blaðsíða 12
Lögregluþjóninum, sem gekk inn á Hótel Sögu rétt fyrir kvöldmatinn, fannst undarlegt að koma á staðinn, svona rétt áður en hann var opnaður. Þessi staður, sem venjulega var fullur af fólki, úandi og grúandi af kjólum og dökkum fötum og gljáburstuðum skóm, var núna einmana í öllum sínum glæsileik. Barirnir voru glasalausir, og engar stúlkur prýddu stóla þeirra. Borðin voru þakin hvítum blettlausum dúkum og öskubakkarnir gljáandi af hreinleika. Lögregluþjónninn gekk fyrst að stúlkunni í fatageymslunni. Hann dró fram myndina af Grétu og hélt henni upp að aug- um stúlkunnar. „Minnist þér að hafa séð þessa stúlku hér á laugardags- kvöldið?” spurði hann. Stúlkan tók við myndinni og virti hana lengi og gaum- gæfilega fyrir sér. Svo hristi hún höfuðið. „Nei,“ sagði hún ákveðin. „Ég man ekki eftir henni. En það getur svo sem vel verið, að hún hafi komið hingað fyrir því, Hingað koma svo margir, og maður tekur ekki eftir fólki, nema maður kannist við það eða hafi séð það oft áður.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði lögregluþjónninn. „Hitti ég þjón- ana uppi á lofti?“ „Já.“ Hann gekk upp stigann og inn gólfið. Það var víst réttast að byrja fyrst á þjóninum í horninu. Ef Gréta hafði farið út með kvæntum manni, voru mestar likur fyrir því, að þau hefðu setið inni í horni, þar sem lítið bar á þeim. Hann gekk til þjónsins innst inni. „Hvað get ég gert fyrir yður?“ spurði þjónninn. „Ég ætla að biðja yður um að líta á Ijósmynd og segja mér, hvort þér minnist þess að hafa séð ungu stúlkuna, sem myndin er af, hér á laugardagskvöldið.“ Hann rétti fram ljósmyndina af Grétu, og þjónninn tók við henni. „Jæja?“ spurði lögregluþjónninn. „Nei,“ svaraði þjónninn og hristi höfuðið. „Hvernig ætti ég að þekkja hana. Vitið þér hvað er margt fólk hérna á laugardagskvöldum? Ég myndi ekki þekkja sjálfa Elizabeth Taylor, þó hún kæmi hingað inn, ef það væri á laugardags- kvöldi.“ Lögregluþjónninn stakk myndinni aftur niður í púss sitt. Þetta var áreiðanlega vonlaust verk. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann og bjó sig undir að ganga á brott, en þjónninn hélt aftur af honum. „Af hverju reynið þér ekki að hafa tal af ljósmyndaranum okkar?“ spurði hann. „Hann tekur fleiri tugi ljósmynda á hverju kvöldi, kannski hann geti hjálpað yður.“ Þetta var nokkuð, sem lögregluþjóninum hafði ekki komið- til hugar. Eiginlega gerði hann ekki frekar ráð fyrir, að það tækist heldur, en hann stormaði samt heim til ljós- myndarans og var svo heppinn, að hann hafði ekki enn sent myndirnar út. Ljósmyndarinn afhenti honum bunka af myndum. „Þetta eru myndirnar, sem ég tók á laugardagskvöldið," sagði hann. „Ég ætla að biðja yður um að hraða yður við að skoða þær, því ég þarf að senda þær út sem fyrst.“ Lögregluþjónninn fletti hratt í gegnum bunkann. Þetta vöru margar myndir, flash-myndir af fólki á ýmsum stigum áfengisnautnar. Flestir brostu, sumir voru súrir á svipinn. „Þarna er hún,“ hrópaði lögregluþjónninn. Ljósmyndarinn gekk til hans og leit á myndirnar, sem lágu nú hlið við hlið á borðinu. Myndin var af ungri stúlku og manni á fertugs- aldri. Stúlkan brosti feimnislega framan í Ijósmyndarann, en maðurinn hélt utan um mitti hennar. Hann var greinilega mikið drukkinn. „Já, þetta er sama stúlkan,“ sagði ljósmyndarinn hugsi. Hann virti myndirnar betur fyrir sér. „Er þetta ekki unga stúlkan, sem var myrt á sunnudagsnóttina?“ „Jú.“ Lögregluþjónninn var mjög ánægður, þegar hann hélt á brott frá Ijósmyndaranum. Hann hafði ekki einungis fengið nafn mannsins, sem var með Grétu á myndinni, heldur líka vinnustað hans. Það tók sakadómarann ekki langan tíma að hafa upp á heimilisfangi mannsins. Það tók aðeins stutt símaviðtal. Og innan skamms sat fyrir framan hann maðurinn, sem hafði litið drukknum augum á ljósmyndarann á Hótel Sögu laugardagskvöldið 16. desember. „Til hvers var ég sóttur hingað?“ spurði maðurinn æstur og ringlaður. „Hvað haldið þér að konan mín haldi, þegar tveir lögregluþjónar sækja mig heim til mín um kvöld?“ „Þetta var mjög áríðandi," svaraði sakadómarinn og hall- aði undir flatt. „Kannski þér hefðuð heldur kosið, að við ræddum við yður heima hjá yður?“ „Eins og það hefði verið eitthvað betra!“ svaraði maðurinn. „Satt að segja hélt ég, að svona Gestapoaðferð tíðkaðist ekki hérna á íslandi.“ Mennirnir tveir störðu um stund þegjandi hvor á annan. Sakadómarinn skildi vel, hve samtal þetta gat orðið örlaga- ríkt, og hve þýðingarmikið það var, að ekkert mistækist. Allt virtist benda til þess að þessi maður væri sá, sem síðast hefði séð Grétu Sigurðardóttur á lífi. Næstu mínúturnar myndu gera út um það, hvort sá grunur hans væri réttur. „Hvað heitið þér?“ spurði sakadómarinn. „Gunnar Hansson." „Og hve gamall eruð þér?“ „Þrjátíu og sex ára.“ „Hvað gerið þér?“ „Verzlunarmaður.“ „Mér skilst, að þér hafið verið úti með Grétu Sigurðardóttur á laugardagskvöldið?" „Ég,“ sagði Gunnar. „Hver segir það?“ Hann neri höndum sínum saman. „Það skiptir engu máli. Svarið spurningunni.“ „Jú — jú, ég hitti hana. Eiginlega fórum við út að borða.“ Sakadómara brá. Sennilega mundi maðurinn eftir því, að myndin hafði verið tekin af þeim á Hótel Sögu, þó drukkinn hefði verið, og skildi, að vissara var fyrir hann að játa allt. „Hvert fóruð þið?“ „Á Hótel Sögu.“ „Og hvað gerðuð þið eftir það.“ „Ég fylgdi henni heim um hálfeittleytið. Hún sagðist ekki mega koma seint heim. Mamma hennar vakir alltaf eftir henni. Vakti átti ég við.“ „Fylgduð þér henni alveg heim að dyrum.“ „Hér um bil.“ „Við hvað eigið þér?“ „Ég lét hana af við hornið á götunni, sem hún býr við.“ FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.