Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1965, Blaðsíða 25

Fálkinn - 29.03.1965, Blaðsíða 25
Kólesterolið sem grunað er um að eiga meginþátt í æðakölkun og þar af leið- andi í hinni skæðu krans- æðastíflu telst fita, vegna þess að það blandast ekki vatni. Efnafræðilega er það skylt alkóhóli. Það berst um blóðið í tengslum við fitu- og eggjahvítumólikúl. Eng- inn getur án þess verið. Það er ómissandi við myndun D-vítamíns og hormóna m. a. kynhormónanna, og lifrin notar það einnig vað að framleiða gallsýrurnar. Lík- aminn býr því til allt það kólesterol sem hann hefur svo margþætta þörf fyrir, en það eru aðeins einbeitt- ustu grænmetisætur sem komast hjá að bæta við sig kólesteroli. Það er sérstak- lega mikið af því í eggja- rauðu, en líka talsvert í öllum mjólkurafurðum og kjöti. Það var ekki fyrr en upp úr síðari heimsstyrjöldinni sem menn tóku að rannsaka samhengið milli hjartasjúk- dóma og mataræðis, eða öllu heldur dýrafeitinnar. Því hafði verið veitt athygli í Hollandi og Noregi að mann- dauði af völdum kransæða- stíflu minnkaði stórum á stríðsárunum, þegar skortur var á þeim matvælum sem áður voru nefnd. Þessar at- huganir á samhengi milli mataræðis, manndauða og kólesterolsmagns í blóðinu sem gerðar hafa verið í ýms- um löndum, í Bandaríkjun- um, Japan, ísrael, á Krít, Hawaii og meðal Batúnegra í Suður-Afríku, hafa leitt í ljós að fólk sem neytir til- tölulega lítillar fitu hefur í senn lítið kólesterolmagn í blóðinu og er síður hætt við hjartasjúkdómum. Hvergi er hvers konar fita jafn mikill þáttur í almennu mataræði og í Bandaríkjun- um, þar sem menn eru að jafnaði taldir fá um og rúmlega 40 prósent af hita- einingum fæðunnar úr fitu, og kransæðastíflan er held- ur hvergi algengari en þar. Samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum er manni sem hefur kólesterolmagn- ið 240 (milligrömm í hundr- að teningssentimetrum af blóði) þrisvar sinnum hætt- ara við kransæðastíflu en þeim sem hefur undir 200. Reyki hann líka einn pakka af sígarettum á dag og hafi þar að auki háan blóðþrýst- ing er honum tíu sinnum hættara en hinum. Þetta sýnir að kólesterolmagnið er ekki eina atriðið sem til greina kemur við kransæða- stíflu, og var það reyndar vitað áður. En hvað sem því líður eru vísindamenn flestir á eitt sáttir um það að draga mætti úr kransæðastíflu með því að minnka kóle- sterolmagnið í blóðinu, það er með breyttu mataræði Og svo vel vill til að það er hægðarleikur að minnka kólesterolið með því að breyta um mataræði, ef menn hafa aðeins viljastyrk. Mettaðar fitusýrur sem er að finna í kjöti, mjólk og mjólkurafurðum auka kóle- sterolmagnið, en ómettaðar, sem eru í fiski og jurtafeiti, minnka það. Menn eiga sem sagt að eta fisk en ekki kjöt, jurtafeiti í stað smjörs. Það er þó hætt við að mörg- um, já flestum, muni reynast erfitt að breyta mataræðinu, og miklum matmönnum má segja það til huggunar, að ekki eru allir vísindamenn sammála um að mataræðið skipti höfuðmáli varðandi kransæðastíflu. Athugun sem gerð var í bæ einum í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum bendir ekki til þess. Því var veitt athygli að í bæ þessum, Roseto, var óvenjulega mikið af öldruð- um karlmönnum. Það kom í ljós að manndauði af völd- um hjartalömunar varþarna aðeins helmingur meðaltals- ins í öllum Bandaríkjunum og minna en helmingur þess sem var í næstu bæjum. Bæjarbúar, af ítölsku bergi brotnir, voru þó gildvaxnari en gengur og gerist, flestir sílspikaðir, miklir matmenn sem ekki fúlsuðu við neinu feitmeti. SPAIR i stjornurnar Kæri Astró, Ég hef mikinn áhuga á framtíðinni. Hvernig er með skóla- mál og fleira? Ég hef ferðazt víða erlendis. Á það eftir að liggja fyrir mér að ferðast meira erlendis? Hvernig er með ástamálin? Ég er fædd kl. 10.45 að morgni. Rabbý G. Svar til Rabbýar G.: Þú hefur ágætar námsgáfur, en þér mun hætta nokkuð til að fara úr einu í annað, bæði hvað nám og starf áhrærir. Þú ert mikið fyrir tilbreytni, en þú ættir að tileinka þér meiri .staðfestu í hugsun og athöfn og ekki breyta um markmið án þess að hafa til þess gilda ástæðu. Þú býrð yfir mikilli getu til að hugsa og skilja hlut- ina, og með réttri þjálfun gæt- irðu tjáð hugmyndir þínar í ræðu og riti. Síðastliðin tvö ár hafa verið mjög hagstæð, hvað utanlanda- ferðir áhrærir, einnig nám, og næstu tvö ár ættir þú að nota til að skapa þér framtíðarstarf, því þó að þú gerir þér nokkuð háar hugmyndir um ágæti hjónabands, þá hefur þú meiri löngun til að starfa við annað en heimilisstörf, jafnvel eftir að þú hefur gift þig. Það væri mjög ákjósanlegt, að þú þjálf- aðir þig í starfi, sem gæfi þér einnig möguleika til að vinna að eftir að þú hefur gifzt. Árið 1965 er sérstaklega hagstætt í þessu tilliti. Flest störf varð- andi skriftir, blaðamennsku og fleira þess háttar ætti vel við þig, og ef þú færð rétta þjálfun, þá ættir þú að geta haft með höndum mörg þau störf, sem ekki er á allra færi að leysa. Þú ert nógu skapmikil til að drífa þig áfram, bara ef þú ert ekki alltaf að breyta um held- ur einbeitir þér af alefli að einhverju vissu verkefni. Þú munt að öllum líkindum giftast fremur seint, og ásta- málin ganga fremur tregt, þó þig skorti ekki ástarævintýri, en það mun verða fremur stutt í þeim sumum. Þú munt einna helzt lenda í slíkum ævintýr- um á ferðalögum. Það er vel líklegt að þú eigir eftir að vera búsett erlendis að meira eða minna leyti, og hvar sem heimili þitt verður, má búast við, að heimilslífið verði ánægjulegt. Þú verður fær um að berj- ast á móti þeim erfiðleikum, sem kunna að mæta þér á lífs- leiðinni, svo framarlega sem þú ert laus við alla hleypidóma og takmarkanir, því að þú hefur til að bera mikinn dugn- að og góða hæíileika. Þér hætt- ir nokkuð mikið til að gagn- rýna gerðir annarra og ættir því að temja þér að fara var- lega í sakirnar, hvað það snert- ir, því það mun síður en svo auka vinsældir þínar. Eins og flestir þeir, sem hafa Mánann í Sporðdrekamerkinu, hefur þú mikið aðdráttarafl fyrir hitt kyniö, og er aðallega um kynferðislegt aðdráttarafl að ræða. Þú ættir að forðast allar blekkingar á sviði ásta- málanna og taka ástasambönd- in ekki of alvarlega og gæta þess ennfremur að leika þér ekki með tilfinningar annarra. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.