Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1965, Blaðsíða 32

Fálkinn - 29.03.1965, Blaðsíða 32
TL-il i&rr esu dönn GEFJUN KLV SEM DÚNN EN C.OUS BVOTT OO ÍCOSTAJ) MINM* og kunni bezt við sig heima i stofunni hjá konunni sinni. — Þú lítur eitthvað svo veiklulega út, sagði hann kvöld nokkurt er þau ætluðu í veizlu til Mþllers. — Það er kannski bezt að við séum bara heima. Ég hef lúmskan grun um að . .. Hún vafði örmum um háls hans. Bros hennar var þrungið ástúð. — Ég er ekki alveg viss, sagði hún, — en ég held að við verðum bráðum þrjú. Þegar Pálína kom í heiminn, varð gjörbreyting á öllu lífi þeirra. Það kom strax í ljós, að Mikael reyndist á allan hátt fyrirmyndar faðir, en það tók Maríönnu öllu meiri tíma að falla inn í hlutverk móðurinn- ar. Svo kom Sara litla inn í líf þeirra eins og heil náma af fjöri og lífsgleði. Hún passaði nákvæmlega í vögguna, sem Pálína hafði legið í, og Pálína fékk sitt eigið herbergi í hinu nýtízkulega húsi, sem hafði kostað Mikael allt sitt sparifé og gjörbreytt bankainnistæðu Maríönnu. Og Maríanna, sem aldrei hafði snert á nál og tvinna, keypti sér nú saumavél og saumaði gluggatjöld og barnafatnað. — Þú ert að verða hin full- komna húsmóðir, sagði Mikael dag nokkurn, — en þú mátt ekki útslíta þér alveg mín vegna, vina mín. Taktu þessu með meiri ró. Taka því með ró, einmitt það. Hún var þegar farin að sýsla við Róbert. Og þó að Mikael virtist ánægður, þá vaknaði hjá henni stöðugt vax- andi óyndi og þrá fyrri tíma, er hann tók hana í faðm sér og hvíslaði að henni, að hún væri það dásamlegasta á öllu jarð- ríki. AÉ því að hún hafði lofað Mikael að hringja til Mþllers, þá gerði hún það dag- inn eftir, meðan hún óskaði af ( heilum hug, að þau væru upp- tekin. Laugardaginn, nei, það er klúbb-ball á laugardaginn, sagði Mþller. Maríanna lagði símatólið á með innilegum feginleik og byrjaði á sinni eigin áætlun. Snemma á laugardagsmorg- uninn fór hún til hárgreiðslu- konunnar. f miðjum samræð- um um, hvers konar greiðslu hún skyldi hafa fékk hún skila- boð um, að Róbert hefði dottið niður af stól og fengið stóra kúlu á ennið. Hún þaut heim með handklæði vafið um hár- ið, lagði plástur á sárið og þurrkaði tárin úr augum drengsins. Hárgreiðslan varð ekki fullkomlega eins og hún hafði hugsað sér, en hún var ánægð með hana samt. Mikael fékk grillað ostabrauð í hádegisverð og var hálfleið- ur yfir slysni sonar síns. Þau ættu kannski heldur að vera heima? — Þú lofaðir, sagði Marí- anna. — Allt í lagi, en hvers vegna vilt þú ekki segja, hver verð- ur með okkur? sagði hann. — Hvar er afmælisgjöfin hennar Helenu? sagði Pálína og plokkaði flís af ostinum. — Afmæli? Er það í dag? hrópaði Maríanna óttaslegin. — Viltu passa þau minni, meðan ég skrepp með Pálínu, Mili;ael? — Hvað verður þú lengi burtu? Ég þarf að hitta við- skiptavin í eftirmiðdaginn, sagði hann ergilegur í bragði. — Jæja, þá það. Þá Skal ég sjá um þau. Maríanna lagði kjól Pálínu og fór að leita að minjagrip frá einhverri af leik- ferðunum sínum. — Heldur þú að Helenu þyki gaman að þessu? sagði hún og tók fram lítinn hníf frá Finnmörk. — Ég veit ekki, kannski svo- lítið, sagði Pálína kurteislega. Þá fór Sara að gráta, því að hana hafði alltaf langað í þennan hníf. Hvers vegna þurftu þau endilega að gefa hann? Maríanna pakkaði hnífnum inn og huggaði Söru með því að hún fengi að fara í bíó í staðinn. — í dag? Sara hætti að gráta og þurrkaði tárin úr augunum. — Nei, ekki í dag, — ein- hvern tíma seinna. Þá fóru tárin að streyma á nýjan leik, rétt eins og skrúf- að hefði verið frá krana. Og hún var svo ákaflega sorg- mædd á svip, og Maríanna sagði: — Bíddu róleg, elskan, kannski fáum við barnapíu strax og Pálína er farin. Þá getum við farið í dag. — Þú gerir mig hamingju- sama, sagði Sara hátíðlega. — Þar fór draumurinn um handsnyrtingu og andlitsgrímu 32 FÁLKINN og fegurðarblund, hugsaði Maríanna reiðilega. ÁPRÍKÓSULITI shantung- kjóllinn, sem verið hafði innan um mölkúlur í fataskáp reyndist vera of síður, svo hún varð að nota þann litla, svarta. Hún hafði fengið sér orkídeu í hann og var að lakka negl- urnar, þegar Mikael hringdi og sagði að hann hefði farið inn í bæinn með viðskiptavini. Gætu þau ekki hitzt á Bristol? Hún sat í fordyrinu og lét sér leiðast, þangað til Mikael stóð allt í einu við hliðina á henni. — Ertu búin að bíða lengi? Framh. á næstu síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.