Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 29.03.1965, Blaðsíða 27
karakterstyrkleik, en hinir al- heilbrigðu. Sem dæmi má nefna Önnu Pavlovu, sem var svo heilsulaus í æsku, að henni var vart hugað líf. Rétt og rangt Það sem er í rauninni undir- staða allra hreyfinga í ballett, er staðan, eðlileg staða í ein- hverri af hinum fimm „positi- onum“. Þetta verður bezt sýnt með dæmum á meðfylgjandi myndum, (bls. 10) og skal þá tekið fram fyrst, að staðan á mynd A er röng, en rétt á mynd B. Kennari stúlku A hefur greinilega sagt við hana: „Réttu vel úr öxlun- um, horfðu hátt, hafðu það á tilfinningunni, að hálsinn sé langur, teygðu úr þér eins og þú getur, reyndu að láta herðablöðin mætast, inn með rassinn og snúðu fótunum út á við.“ Árangurinn: flatur brjóstkassi, sem stafar af óeðli- legri þenslu á brjóstvöðvunum; veik rifbein og þar af leiðandi röng öndun; útstæð þind, sem eykur bakfettuna og gerir ennþá meira áberandi útstæð- an afturendann. Lærin og fót- leggirnir vilja gjarnan gildna og verða hnökrótt. Öklinn verð- ur veikur, og nemandinn stend- ur aðeins í innanverðan fótinn, vega þess að hann berst við að snúa fótunum út, en veit ekki, að hreyfingin byrjar í mjöðmunum, en ekki neðan við hnén. Hreyfingar verða áreynslukenndar, og jafnvæg- ið lélegt. Hér hefur átt í hlut fávís kennari, og á hann bein- línis sök ,á því, að þessi nem- andi, sem ella var gott efni, verður aldrei dansari að gagni, en á eftir að kenna sér meins, bæði í baki og fótum, það sem eftir er ævinnar. Allt öðru máli gegnir svo um stúlkuna á mynd B. Hún er hvorki stíf né slök um axl- irnar, vegna þess að hún rétt- ir eðlilega úr þeim. Hún þrýst- ir mjaðmagrindinni fram og heldur inn maganum, og er þá óþarfi að hafa áhyggjur af afturendanum. Höfuðið situr beint og eðlilega á hálsinum, vegna þess að hún hefur það á tilfinningunni, að hún þrýsti hálsinum aftur á bak, í staðinn fyrir að lyfta hökunni. Hún stendur jafnt og eðlilega í báða fætur, og þeir snúast af sjálfu sér út á við, vegna þess að snúningurinn byrjar í mjöðm- unum. Jafnvægið er í full- komnu lagi bæði til líkama og sálar, og með svona góða undir- stöðu til að byggja á eru í rauninni allar leiðir færar. Við erum enn á byrjunarstigi En þessum árangri er ekki náð á einum degi; það kostar mikið erfiði að verða nýtur dansari, og þetta er aðeins byrjunin. Hér á íslandi erum við enn á byrjunarstigi, og það munu líða mörg ár, þar til hægt verður að mynda sóma- samlegan „Corp de ballett", sem getur tekið til meðferðar eitthvert hinna klassísku verk- efna. Öðru hvoru stingur upp kollinum hæfileikafólk, sem leitar sér menntunar erlendis, en þar sem ríkið hefur enn ekki skapað þessu fólki neina atvinnnmnpu'eika eftir 13 ára rekst'ir bp,1eC ’^óla, ilendist það erlendis og er sjálfsagt okkur glatað að eilífu. Sumt hefur þó snúið aftur, stúlkur með fullgild kennarapróf frá viðurkenndum skólum. Ríkið styrkir þær til náms, en hvað tekur svo við? Þegar heim kemur eru þær algerlega hundsaðar, og erlendar mann- eskjur ráðnar í það starf, sem þær voru fullfærar um að ann- ast og hafa einmitt menntun til, þ. e. a. s. kenna byrjend- um og undirbúa þá, sem ganga undir próf, Síðan væri tilvalið að ráða hingað erlendan „kóreó- graf“, skapandi mann, sem gæti blásið eldi í hinn listræna neista, sem æfingar og pína, próf og aftur próf, sem hafa gert sitt bezta til að slökkva. Hann gæti ef til vill lyft dans- inum upp í æðra veldi, skapað listræna heild og á þann hátt örvað íslenzka dansara til frek- ari átaka og aukið virðingu hins almenna áhorfanda fyrir dansinum sem sérstakri list- grein. Hann mundi þá kannski hætta að líta á ,,ballett“ sem einhvers konar hopp og híum hæ aldamótaóperettu. Bryndís Schram. 27 FALMNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.