Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1965, Blaðsíða 39

Fálkinn - 29.03.1965, Blaðsíða 39
 ..••V-.v-v.-í. '• •' "• ■ íssvBvftí'SP P»SsS:Ss«v Illll mrh 'l ''vv^3 ■ ■ . . ■■• •wanwMMWMMA 11111 8111«® ■ SAMLOKA MEÐ EGGJUM, TUNFISKI OG SKINKU Notið dagsgamalt franskbrauð, sem skorið er í 4 hluta langsum. takið allar skorpur af (notaðar í brauðmylsnu). Brauðlengjurnar eru ekki smurðar með smjöri en lagðar þannig saman: Leggið ofan á fyrstu lengjuna 3 söxuð, harðsoðin egg og um 100 g af hráum, söxuðum sveppum, sem hefur verið velt upp úr 1—2 tsk. af sítrónusafa, áður en þeim er bland- að ásamt eggjunum samanvið mikið kryddaðan og þykkan majonnes. Ef karsi eða söxuð steinselpa er til er henni stráð ofan á. Önnur brau’ðlengjan lögð ofan á og síðan smurð með þunnu lagi af majonnes, þar ofan á er lagt lag af túnfiski (úr dós), einnig gott að nota soðna rauðsprettu eða rækj- ur og rækjur og humar. Smyrjið þunnu lagi af majonnes ofan á. Þriðja brauðlengjan lögð ofan á, á hana er smurt smur- osti, sem hefur verið hrærður sundur með rjóma og saxaðri skinku (nál. 3 vænar sneiðar) blandað saman við, smátt söxuðum lauk eða klipptum graslauk stráð yfir. Fjórða brauðlengjan lögð ofan á. Nú er smjörpappír vætt- ur í ísköldu vatni þerraður og síðan vafinn þétt utan um brauðið, leirþurrka vafin utan um og brauðið geymt á köldum stað með léttu fargi. Þegar brauðið er orðið samfellt er það þakið með osta- kremi þ. e. s. smurosti, sem hrærður hefur verið sundur með rjóma og kryddaður með pipar og sellerisalti. Rifflið hliðarnar með gaffli, sem vættur er í heitu vatni. Skreytt með agúrkusneiðum. tómatsneiðum og steinselju eða karsa. Ef nýtt grænmeti er ekki fyrir hendi má t. d. notast við sýrðar agúrkur eða olivur. Nú er eplatími. Sumir láta sér nægja að þurrka eplin með þurrum klút, en eplin verða fallegri og girnilegri, sé dropi af salatolíu látinn á hvert epli, áður en það er þurrkað. Þegar vaðstígvélin blotna að innanverðu er hægt að þurrka þau fljótlega með hjálp ryksugu. Setjið slöng- una á útblástursgatið og stingið henni svo ofan í stíg- vélið, sem skorðað er við þröskuld eða vegg. Séu stígvélin orðin grá og mött, þá bætir það nokkuð að bera á þau fljótandi bón. FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.