Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Page 9

Fálkinn - 12.07.1965, Page 9
JF'ram/m Mssaga eitir LEIGll BRACKETT Niðamyrkur var í húsinu eins og gefur að skilja. Sömuleiðis ó akbrautinni, í bílskúrnum, í skuggaþykkninu undir trjánum, undir limgerð- inu og runnunm. Ég óskaði þess, að ég hefði leitarljós á bílnum. — Ég óskaði að ég hefði byssu .... „Langi, horaði strákurinn," sagði Page, „sá sem tók fyrstur til fótanna. Hann reyndi að fá hina til að þegja.“ „Mér virtust þeir allir sami óþverrinn," sagði Miller. „Hefði ég náð þeim, þá hefði ég húð- flett þá aiia.“ „Ég hafði nærri náð einum," sagði Orris og hló aftur. „Hon- um skrikaði fótur, en hann hélt áfram á fjórum, hoppandi eins og kanína. Mér tókst ekki að góma hann, og hann náði sprett- inum aftur.“ „Bíddu augnablik," sagði Page. „Þú minntir mig á dálitið." „Hvað var það?“ „Já, þegar þessi var í kanínu- hlaupinu, sneri ekki einni hinna sér við og kallaði til hans?" „Jú,“ sagði Orris. „Svei mér þá.“ Þeir litu allir á mig. Ég þorði ekkert að segja. Ég þorði ekki einu sinni að vona. Ég var með gaffalinn á lofti fullan af spag- hetti og hélt honum þar, stirðn- aður. „Bush,“ sagði Page sigri hrós- andi. „Það var það, sem hann sagði. Flýttu þér Bush!“ „Bush,“ sagði ég. Ég lagði spaghetti gaffalinn frá mér. Ég var ekki svangur lengur. „Þú ert vjss um það? Bush?“ Page sagðist vera viss, og Orris tók í sama streng. • i „Mundir þú þekkja piltinn aftur, ef þú sæir hann?“ „Ég myndi þekkja stóra strák- inn,“ sagði Orris. „En hina ...“ Hann yppti öxlum. „Kvöldtimi, slæm lýsing, atburðirnir gerast fljótt — og svo líkjast þessir drengir svo margir hver öðrum eins og þú veizt. Og þetta var fyrir fjórum mánuðum." Miller og Page voru á sama máli. Ég spurði þá, hvort þetta væri allt, sem þeir gætu munað, og þeir kváðu já við því. „Þið hafið verið mér mjög hjálplegir," sagði ég. „Ég kvaddi þá alla með handabandi og stóð upp. Noddy var við barinn. Ég sagði honum, hvað þeir hefðu sagt. „Ef okkur tækist að finna þennan Bush, myndir þú þekkja hann?“ Hann hugsaði sig lengi um. Siðan sagði hann: „Mig langar tii að hjálpa þér. Stóra strákinn myndi ég þekkja, já. Ef til vill einnig þann stutta, með hlátur- inn. En hinir, þeir voru bara — þú veizt, drengir. Ekkert sérstakt við þá. Ég þyrði ekki að vinna eið að því, að ég þekkti þá eftir fjóra mánuði." „En þú myndir þekkja hina tvo?“ „Vissulega." „Jæja, ef við náum einum, þá finnum við hina. Þakka þér inni- lega fyrir.“ Ég lagði seðil á bar- diskinn, fyrir kvöldverðinum og öllum bjórnum, sem þeir í básn- um gætu ráðið við. Siðan snar- aðist ég inn í bilinn og ók til aðalstöðva lögreglunnar. Alla leiðina ómaði nafnið í höfðinu á mér. Bush. Busch. Buesch. Bushe. Hvernig sem það væri stafað, þá var það spor. Fyrsta raunveru- lega ljósglætan. Skírnarnöfn eða gælunöfn gera litið gagn. Um ættarnöfn gegnir öðru máli, þau fyrirfinnast á skýrslum, þau verða rakin. Koleski var auðvitað ekki við. Hann var á dagvaktinni, og ég geri ráð fyrir, að jafnvel samvizkusamasti lögreglumaður verði að taka sér frí, þvo af sér skarnið og tárin, anda að sér munnfylli af lofti, sem ekki er mettað sóun — sóun mannslífa, æsku, vona og glæstra loforða. Ég vonaði, að hann væri ein- hvers staðar úti að skemmta sér með góðri stúlku. Ég skildi eftir nafn mitt og símanúmer hjá varðstjóranum og bað um, að Koleski yrði lát- inn hringja til mín strax og hann gæti um morguninn, vegna þess að ég hefði upplýsingar handa honum. Ég hefði helzt viljað, að allt yrði sett af stað strax á stundinni, en það var ógerningur og svo voru hvort sem er aðeins fáeinar stundir til morguns. Ég hafði beðið fjóra mánuði. Ég gæti beðið ofurlítið lengur. Ég var enn í ákafri geðshrær- ingu, leitaði uppi vinstofu og fékk mér annað glas. Þegar ég hafði lokið úr því, var þó farið að sljákka í mér og mér farið að skiljast, hve mjór og veikbyggð- ur þráður þetta nafn var og hve geysilegum erfiðleikum bundið að finna eiganda þess. Ég vék þeirri hugsun til hliðar og fór aftur út á götuna. Klukkan var nú nálega tíu, en ég var eirðarlaus, og heima beið min enginn. Mér hugkvæmdist að fara í kvikmyndahús. Nætur- loftið var svalt og hressandi eftir svækjuhitann inni hjá Noddy. Ég gekk hægt uppeftir aðalgötunni og virti fyrir mér bíóauglýsingarnar. Eftir nokkra stund varð mér ljóst, að ég hefði enga löngun til að horfa á kvikmynd. Mig lang- aði heiin- og í bólið. Og þá gerði ég mér grein fyrir öðru um leið. Ég var hræddur við að fara heim. Það hvarflaði að mér aftur og aftur, hve dimmt myndi vera þar í mannlausu húsinu, hve dimmt myndi vera undir trján- um og milli runnanna og auð- velt að leynast þar og veita manni fyrirsát. Ég hugsaði i sifellu um frá- sögnina í blaðinu, af því, hvern- ig ég hafði elt rangan bíl og um hvað Traeey hafði sagt: ÞEIR VITA, AÐ ÞIÍ ERT AÐ LEITA ÞEIRRA OG ERU LlKLEGIR TIL ALLS. Og þeir voru það. Hvort sem þeir höfðu sent Tracey hótunar- bréf eða ekki, þá gæti þeim dott- ið í hug að ráðast aftur á mig til þess að fæla mig frá að elta fleiri bíla. Ég var óttasleginn. Ég gæti farið á gistihús, hugs- aði ég. En ég hef engan farang- ur. Þeir mundu halda, að ég væri drukkinn eða brjálaður, ef ég segði þeim, að einhver væri að elta mig og ég væri hrædd- ur við að fara heim. Þeir myndu kalla á lögregluna og þar með væri ég kominn í blöðin aftur. Ég gæti sofið hjá Mae og Vince. Þau myndu hýsa mig með glöðu geði. Eða ég gæti ekið aftur upp að vatninu ... Nei. Auðvitað myndi fólk hýsa mig og skilja, hvers vegna ég væri hræddur og ekki áfellast mig fyrir það. Það myndi jafnvel lofa skynsemi mina. En hve lengi gæti þessu farið fram? Hvenær myndi öruggt að snúa aftur heim, flytja undir eigið þak, sem maður hefur eignazt fyrir ærið erfiði til að geta búið þar um fjölskyldu sina? Það er gott og blessað að senda hina ungu og veikburða burt um tima, en hve lengi get ég sjálfur verið á flótta? Hve lengi er hægt að láta hóp vanþroskaðra ofbeldis- manna hrekja sig út af heimili sínu? Ég sneri aftur til bilsins, sett- ist inn í hann og ók af stað heim- leiðis, þurrkandi mér í sífellu um lófana á buxunum, þegar þeir urðu sleipir af svita á stýr- inu. Ég var enn hræddur. Niðamyrkur var í húsinu eins og gefur að skilja. Sömuleiðis á akbrautinni, í bílskúrnum, í skuggaþykkninu undir trjánum, undir limgerðinu og runnunum. Ég óskaði þess, að ég hefði leitar- ljós á bílnum. Ég óskaði, að ég hefði byssu. Ég hafði hvorugt. Skærir geisl- ar framljósanna svifu um þegar ég ók bugðótta akbrautina, en ég gat ekkert séð, nema bol af tré eða gljáandi laufskrúð, snögg- lega upplýst og siðan týnt aftur í skuggann. Bilskúrinn virtist einnig tómur. Ég drap á vélinni og sat og hlustaði með stafinn eins og kylfu í hendinni, en ég heyrði ekkert. Ég fór út og gekk að húsinu. Laufið bærði ekki hinn minnsti blær. Ég fór inn og læsti hurð- inni og kveikti öll ljós. Þar var enginn, og ekkert skeði. Ég hallaði mér að hurðinni, móður eins og ég hefði hlaupið Framh. á bls. 18. FALKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.