Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Qupperneq 22

Fálkinn - 12.07.1965, Qupperneq 22
Þórðúr. — Ég leiddi hlaupið fyrsta hring, sagði Þórður, en svo tók Halldór við og komst hann eina 10—20 m fram úr mér, en svo var hann skyndilega búinn. — Ég hljóp 1500 m fyrst í fyrra- sumar, og nú á Sveinameistara- mótinu hljóp ég 1500 m hlaup sem aukagrein og náði þá 4.09,00 og hafði þá bætt mig um 15 sek. á hálfum mánuði. Ég æfði samvizkusamlega í vetur undir handleiðslu Þorkels St. Ellertssonar og við gerðum ráð fyrir í æfingaprógramminu að ég myndi ná tiltölulega góðum tíma á landsmótinu. Þórður varð 3. í 5000 m hl. Þórður býr í Kópavogi, er 20 ára gamall og er að læra hús- gagnasmíði. Hann hefur í hyggju að halda áfram að æfa íþróttir. LAIXIGSTÖKK KARLA Það mátti heita óþekktur maður sem vann langstökkið á 6.73 m., Gestur Þorsteinsson frá Hofsósi. Gestur er aðeins 19 ára og varð stúdent frá MA í vor. Hann kvaðst ekki hafa búizt við svo góðum árangri, þar sem hann hefði lítið æft. Bezti ár- angur í langstökki hjá honum fram til þessa er 6.51, en þeim árangri náði hann á ungiinga- meistaramóti fyrir tveim árum. Gestur lék með Skagfirðingum í knattspyrnu og gat þar af leið- andi ekki mætt í úrslitakeppni langstökksins, en það kom ekki að sök, þar sem hann náði sínu lengsta stökki í annarri umferð undanrása. í sumar ætlar hann að vinna við múrverk á Hofsósi, en síðan er hugmyndin að hefja nám í lyfjafræði. Gestur er lík- lega mjög gott efni í frjáls- íþróttamann, en hann vildi ekki gefa neitt út á það hvort hann myndi æfa frjálsar íþróttir af kappi í framtíðinni, enda á knattspyrnan sterk ítök i hon- um. Gestur, lengst til vinstri. HÁSTÖKK KVEIMIMA í hástökki kvenna sett.u tvær ungar stúlkur landsmótsmet, stukku báðar 1,41 metra, en árangurinn í hástökkinu var mjög góður, keppni hörð og tvísýn. Sigríður Sæmundsdóttir var dæmdur sigurvegari, en hún fór hæðina í fyrstu tilraun. Sigríður er frá Fagrabæ í Höfðahverfi og keppir því fyrir héraðssamband Þingeyinga. Sigríður keppti í langstökki og kringlukasti, en var ekki meðal 6 fyrstu. Ragnheiður. Guðmundur. Guðmundur Jónsson, 18 ára trésmíðanemi á Selfossi, vann það afrek að sigra bæði í þrí- stökki og í 100 m hlaupi og ná 4. sæti í langstökki. Guðmund- 100 lil HLAUP KVEIMIMA í 100 m hlaupi kvenna sigr- aði Björk Ingimundardóttir UMBS á 12.9 sek., sem er nýtt landsmótsmet. Bj^rk er frá Hæl í Flókadal, nanandi í ís- lenzkum fræðum við Háskóla íslands. Björk æfði fyrir mótið í íþróttaskóla Höskuldar og Vil- hjálms að Varmalandi. Björk, sem þykir mjög efnileg íþrótta- kona, varð 2. í hástökki. Sigríður. Björk. KRIIMGLIJKAST KVEIMIMA í kringlukasti kvenna sigraði Ragnheiður Pálsdóttir HSK, kastaði 34,09 m, sem er nýtt landsmótsmet og bezti árangur hennar í sumar. Bezti árangur Ragnheiðar er 35,80 m, en þeim árangri náði hún á íþróttamóti í Vejle 1961. Ragnheiður varð 2. í kúluvarpi, 3ja í hástökki og hún tók einnig þátt í boð- hlaupssveit HSK, sem varð 4. í röðinni. Ragnheiður er 24 ára og á heima að Búrfelli í Gríms- nesi. Hún vinnur í Reykjavík á veturna og æfir þá með KR. Ragnheiður tók þátt í lands- mótinu á Laugum og vann þá kringlukastið. 400 metra frjáls aðferð kvenna. 1. Ingunn Guðmundsdóttir, HSK .................6:10.9 mín. 2. Auður Guðjónsdóttir, UMFK ................... 6:23.5 — 3. Andrea Jónsdóttir, HSK .................... 7:01.7 — 4. Solveig Guðmundsdóttir, HSK ................ 7:04.5 — 5. Ágústa Jónsdóttir, UMSS ................... 7:07.6 — 6. Anna Hjaltadóttir, UMSS ..................... 7:25.7 — 50 metra bringusund kvenna. 1. Ingunn Guðmundsdóttir, HSK ..................... 38.6 sek. 2. Auður Guðjónsdóttir, UMFK ...................... 38.8 — 3. Ingibjörg Harðardóttir, UMSS ................... 42.5 —• 4. Solveig Guðmundsdóttir, HSK .................... 44.6 — 5. Auður Ásgeir.sdóttir, UMFK ..................... 44.6 — 4X50 metra boðsund kvenna. 1. Sveit HSK Ingunn Guðmundsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Andrea Jónsdóttir .............. 2:20.0 mín. 2. Sveit UMFK ...................... 2:33.8 — 3. Sveit UMSS ...................... 2:38.5 — 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.