Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Qupperneq 23

Fálkinn - 12.07.1965, Qupperneq 23
ur stökk 13.88 m í þrístökki, en bezti árangur hans í þeirri grein er 14.39 m. Hann hljóp 100 m á 11,1 sek. en átti bezt áður 11,2. Hann æfir jöfnum hönd- um 100 m hlaup og þrístökk. Sigurður. Erlendur. Marinó. ST AIMG ARST ÖKK Ingólfur. HÁSTÖKK KARLA í hástökki sigraði Ingólfur Bárðarson HSK, stökk 1.79. Keppnin milli hans og Halldórs Jónassonar HSH var mjög skemmtileg. Þeir fóru báðir yf- ir 1.77 í fyrstu tilraun, Ingólf- ur fór 1.79 í fyrstu tilraun, en Halldór í þriðju. Halldór, sem hefur æft með ÍR, setti persónu- legt met (átti bezt áður 1.75). Ingólfur er gamalkunnur á landsmótum UMFÍ, því að þetta er fjórða landsmótið sem hann tekur þátt í. Hann stendur á þrítugu og hefur stokkið hæst 1.85 árið 1957, en frá þeim tíma hefur hann ekki æft mikið m. a. vegna anna við húsbyggingu, en hann býr á Selfossi. Ingólf- ur sagðist hafa æft körfu- knattleik að undanförnu og það héldi sér í þjálfun. Hann ætlar að æfa sem lengst til að forð- ast ellimörk, og svo kvaðst hann hafa mjög gaman af að taka þátt í landsmótunum og fá tækifæri til að kynnast í- þróttafólki víðsvegar að af landinu. Sigurvegari í stangarstökki varð Sigurður Friðriksson, frá Héraðssambandi Suður-Þing- eyinga, en hann stökk 3.60 metra. Sigurður er frá Halldórsstöð- um í Reykjadal, og er þetta annað landsmótið sem hann tek- ur þátt í, hitt var að Laugum. Sigurður er mjög léttur stökkvari, hefur góðan stíl og er full ástæða til að búast við meiru af honum í þessari í- þróttagrein í framtíðinni. Sigurður fór allar þær fcæðir er hann reyndi við í fyrstu til- raun, nema þá síðustu að sjálf- sögðu, en hún var 3,65 metrar, en hann reyndi aðeins einu sinni við þá hæð. Mótsstjórinn rak mjög á eft- ir keppendum í stangarstökk- inu og sagði ástæðuna vera þá, að næsti dagskrárliður væri um það bil að hefjast og mátti heyra óánægjuraddir vegna þessa eftirrekstrar, og sögðu sumir, að árangurinn hefði orð- ið enn betri í greininni, ef eftir- rekstrar mótsstjórans hefðu ekki komið til, enda höfðu keppendur vart tíma til að jafna sig milli tilrauna. Ungmennafélagið Víkverji í Reykjavík sendi einn keppanda í frjálsar íþróttir, Erlend Sigur- þórsson að nafni. Erlendur varð 5. í stangarstökki, stökk 3.20 og er það persónulegt met hjá honum. Víkverjar æfa að- allega glímu, en í vetur er ráð- gert að efla félagslífið og ná í fleiri félagsmenn, en það er að sjálfsögðu við raman reip að draga að keppa við stóru í- þróttafélögin um meðlimi. Von- andi verða Reykvíkingar fjöl- mennari á næsta landsmóti. Margrét Hjaltadóttir íþrótta- kennari hjá Skarphéðni dró bláhvíta fánann að hún við vígslu nýja íþróttavallarins. 5000 III HLAUP KARLA í 5000 m hlaupinu var talið mjög sennilegt að Halldór Jó- hannesson myndi sigra, en það sama gerðist og í 1500 m hlaup- inu, að Halldór varð að hætta er langt var liðið á hlaupið, enda þótt hann væri vel á und- an fyrsta manni og hlypi létti- lega. Sigurvegari varð Marinó Eggertsson á 16.26,0 mín., en hann var eini keppandinn frá UNÞ (Ungmennasambandi N- Þingeyinga). Þetta var í fyrsta skipti sem Marinó hleypur 5000 m, en hann hefur keppt á vegalengdum frá 800 m til 3000 m. Marinó varð 2. í 1500 m hlaupinu og færði UNÞ sam- tals 11 stig. Marinó er 19 ára húsasmíðanemi, ættaður úr Laxárdal, en er nú búsettur í Reykjavík. Hann byrjaði að æfa hlaup í hitteðfyrra og æfði vel í fimm vikur fyrir þetta mót. Þrístökk. 100 metra hlaup karla. 3. Höskuldur Þráinsson, HSÞ tvisvar of fljótt af stað. 13.88 m 1. 13.78 - 2. 13.77 - 3. 13.45 - 4. 13.19 - 5. 13.00 - 6. 11.1 sek. 1. 11.2 — 2. 11.2 — 3. 11.2 — 4. 11.4 — 5. • að fara 6,- 6,- Langstökk karla. Magnús H. Ólafsson, USVH......................... 6.38 - Ólafur Unnsteinsson, HSK ........................ 6.30 - Hástökk karla. FALKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.