Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Qupperneq 32

Fálkinn - 12.07.1965, Qupperneq 32
Handknattleikur kvenna dró að sér mikla athygli áhorfenda. í honum tóku þátt þrjú lið, úr Þingeyjarsýslu, Kópavogi og Keflavík. Fyrsti leikurinn var á milli Þingeyinga og Kópa- vogsbúa og lyktaði honum með jafntefli, 6 mörkum gegn 6, eft- ir mikinn baráttuleik. Rokið háði keppendum nokkuð, enda fór, svo, að Þingeyingar, sem léku undan vindi í fyrri hálf- leik höfðu þá 4—1 en Kópa- vogur réði hins vegar miklu í þeim seinni. Á stórum mannamótum sem þessu eiga sér oft stað sviplegir atburðir, og kom upp einn slík- ur í liði Kópavogsbúa. Arndís Sigurðardóttir, er átti að keppa með liðinu lenti með fingurinn í flökunarvél skömmu fyrir landsmótið, og gat af þeim sök- um ekki leikið með. En hún mætti á mótið, stóð fyrir aítan markið hjá liði sínu, og hvatti það. Hún kvað það vera miklu verra fyrir taugarnar að fylgj- ast með svona utan við völljnn heldur en að keppa sjálf með, og hvað eftir annað sagðist hún fá „tilfelli", þegar hurð skylli of nærri hælum. En það leyndi sér ekki, að hún var ánægð, þegar liðinu tókst að rétta af ófarirnar frá fyrri hálfleik. — Fínt, stelpur, hrópaði hún, — svona á þetta að vera. í næsta leik kepptu svo Kefl- víkingar og Þingeyingar, og sigruðu Þingeyingar með 10 gegn 2. í handknattleik er liðsmönnum venjulega skipt inn á völlinn, svo keppendur fái hvíld. Þegar Keflvíkingarn- ir, sem biðu eftir að fara inn á voru spurðir að því, hvort ekki væri sárt að horfa á liðið sitt tapa, svöruðu stúlkurnar því til, að þær hefðu ekki átt von á meiru, liðið væri samtín- ingur, og hefði ekki æft mikið fyrir mótið. Þingeysku stúlk- urnar voru ánægðar í leikslok, en sögðu þó að nú treystu þær Keflvíkingum til þess að standa betur í Kópavogsbúunum. En allt kom fyrir ekki, þegar Kópavogsbúarnir mættu Kefl- víkingum skoruðu þeir 17 mörk gegn 1 marki Keflvíkinga, og voru því sigurvegarar mótsins. Það var mikil gleði hjá liðs- konum í leikslok, svo og hjá Kjalnesingum þeim, sem mótið sóttu, og tóku þeir liðskonurn- ar og vörpuðu þeim hátt í Ioft upp. Þjálfari Kópavogsliðsins heitir Þórarinn Eyjólfsson, og sagðist hann hafa þjálfað liðið í mánuð fyrir mótið. Var hann að vonum ánægður með árang- urinn, — þær eru góðar, stelp- urnar, bætti hann við. Að lokum var rætt við Ester Jónsdóttur, eina úr liði Kópa- vogsbúa, og var hún spurð, hvað henni hefði fyrst dottið í hug, þegar hún var orðin sigur- vegari. — Ja, ég veit ekki vel, en þetta er náttúrlega agalega gaman, sagði hún, og var greini- lega öll í uppnámi. Jurtagreining LANDSMÓTSMET IJMFÍ í FRJÁLSÍÞRÓTTLM — Fullorðnir. — 1. Guðmundur Jónsson, HSK 39 stig 2. Viðar Vagnsson, HSÞ 38 — KARLAR: 3. Ari Teitsson, HSÞ 35 — 100 m 10.9 sek. Guðm. Vilhjálmsson UÍA 1952 4. Sturla Eiðsson, UMSE 32 — 400 — 53.3 — Rafn Sigurðsson UÍA 1955 5. Ágúst Eiríksson, HSK 28 — 1500 — 4:08.8 mín. Haukur Engilbertss. UMSB 1961 6. Guðmundur Benediktsson, UMSE .... 25 — 5000 — 15:30.3 — Haukur Engilbertss.UMSB 1961 32 fálkinn

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.