Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Qupperneq 42

Fálkinn - 12.07.1965, Qupperneq 42
n HVAD GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. apríl: Gakktu úr skugga um það að þau málefni sem þú hefur verið að vinna að séu vel á veg komin áður en þú ferð að hugsa um að taka þér frí eða snýrð þér að öðrum verk- efnum. Reyndu að komast hjá árekstrum í heimilislífinu. NautiS, 21. apríl—21. maí: Pylgdu þinni eigin sannfæringu fremur en ráðleggingrm frá öðrum. Láttu ekki deilur við ættingja eða nágranna verða til þess að spilla þeirri ánægju, sem þessi vika hefur upp á að bjóða. Farðu gætilega ef þú verður á ferða- lagi. Tvíburarnir, 22, maí—21. júní: Þú hefur tilhneigingu til að lifa um efni frf i þessa viku, og er því viturlegt að leggja ek. . upp með alla handbæra peninga þegar þú ferð í sumarfrí eða ferð eitthvað að skemmta þér. Það er ástæða til að þú gætir heilsunnar sérstklega. Krabbinn, 22. júni—23. júlí: Þú munt þurfa á allri samningalipurð þinni að halda gagnvart maka þínum eða félaga ef til umræðu verður væntanlegt sumarfrí eða aðrar skemmtanir. Það er heppilegra fyrir þig að láta undan, jafnvel þó það stangist á við skoðanir þínar. LjóniS, 2i. júlí—23. áaúst: Straic fyrsta dag vikunnar ættir þú að reyna að ljúka sem mest.u af því sem aðkallandi er því búast má við að þú verðir ekki sem bezt fyrirkallaður er á vikuna líður. Allar breyt- ingar varðandi starf skaltu Iáta bíða betri tíma. Meyjan, 2i. ánúst—23. sept.: Þú hefur nokkrar áhyggjur út af þínum nánustu, gakktu úr skugga um hvort þú hef- ur ástæðu til þeti í stað þess að láta áhyggj- urnar halda fyrir þér vöku. Þér er nauðsyn- legt að hvílast eins vel og hægt er. Voj/in, 2i. sept.—23. olct.: I ákafa þínum við að auka vinsældir þínar og álit út á við er hætt við að fjölskylda þín sitji eitthvað á hakanum hjá þér. Stærilæti þit.t gæti komið í veg fyrir að þeir sem raun- verulega geta hjálpað þér vildu gera það. Drcldnn, 2U. okt.—22. nóv.: Varastu að láta draga big inn í deilur ann- arra, sem þér eru óviðkomandi. Þeir sem enn hafa el:ki tekið sér frí ættu að vinna að kappi að skipulagningu sumarferðalagsins svo það megi verða þeim öðrum til ánægju. Bofjmaöurinn, 23. nóv.—21. des.: Með framtaksemi þinni kann bér að hafa tekizt að ná því markmiði sem bú hefur verið að Leppa að. Þú ættir því að gefa þér tíma til að njóta árangursins. Þú fyndir sérstaka ánægju í að ferðast eitthvað um helgina. Steinffcitin, 22. des.—20. janúar: Það mun gæta einhvers misskilnings milli maka þíns eða félaga og þín fyrri hluta vik- unnar vegna undirferils utanaðkomandi mann- eskju. Þú ættir að leggja sérstaka áherzlu á að leiðrétta þann misskilning sem gæti haft mikil leiðindi í för með sér. Vatnsberinn, 21. janúar—19. febrúar: Jaír.vel þótt vikan byrji ekki að öllu Þyti vel hvað heilsufarið og fleira snertir, verður hún að mörgu leyti til skemmtunar og gleði. Róman- tíkin kann að spila nokkuð stórt hlutverk hjá sumum. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Þú hefur látið þig dreyma ýmsa rómantíska dagdrauma að undanförnu, en búast má við að þessi vika verði til þess að koma þér niður á jörðina aftur. Vonbrigðin valda þér töluverð- um sársauka. FALKINN BEZTA SÚKKULAÐIKEXIÐ HEILDSÖLUBIRGÐIR: PÓLARIS H.F. HAFNARSTRÆTI 8. - SÍMI 21085

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.