Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1965, Page 49

Fálkinn - 12.07.1965, Page 49
DRENGJAPEYSA FLÉTTUMYNSTRI Stærð: 48 (50) 52. Efni: 800 (850) 900 g gróft ullargarn. Prjónar nr. 5 og 6. Fléttan: 10 lykkjur: 1. innf.: 2 br., 6 sl., 2 br. 2.-4. umf.: Sl. yfir sl. og br. yfir br. 5. umf.: 2 br., setjið næstu 3 1. á aukaprjón og hald- ið honum á réttunni, meðan næstu 3 1. eru prjónaðar sl. Prjónið því næst 1. á auka- prjóni sl., 2 br. 6.-12. umf.: Sl. yfir sl. og br. yfir br. Endurtakið 5.-12. umf. Bakið: Fitjið upp 86 (89) 92. 1. á prj. nr. 5 og prjónið 6 cm brugðningu. Sett á prjón nr. 6. og prjónað slétt, þar til síddin er 48 (50) 52 cm. Takið úr 5 1. hvorum megin fyrir handveg, því næst 1 1. hvorum megin í hverri sléttri umf. 4 sinnum. Þegar síddin er 70 (73) 76 cm er fellt af fyrir öxl 3, 4, 5 1. og í þeirri sömu umf. felldar af 17 miðl. fyrir hálsmál. Geymið 1. á vinstri prjóni og prjónið hægri öxl fyrst. Takið úr við hálsmál- ið (á röngu) 3 1. þrisvar sinnum en fyrir öxl eru teknar úr 5 1. þrisvar sinnum á réttunni. Hin öxlin prjónuð andstætt. Framstykkið: Prjónað eins og bakið með fléttu hvor- um megin, 10 1. frá hlið og byrjar í 1. umf eftir brugðn- ingu. Ermar: Fitjið upp 40 (42) 44 1. á prj. nr. 5 og prjónið 6 cm brugðningu. Sett á prjóna nr. 6 og prjónað slétt, aukið jafnt út í 1. umf., svo 45 (47) 49 1. séu á. Aukið út um 1 1. hvorum megin í 8. hverri umf. Þegar ermin er 46 (48) 50 cm eru felldar af 3 1. hvorum megin, síðan 1 1. hvorum megin í hverri sléttri umf. þar til ermin er 58 (60) 62 cm. Þá eru felldar af 2 1. í byrjun hverrar umf. 3 cm til viðbótar. Fellt af. Frágangur: Pressið allt lauslega eða spennið það út á milli rakra klúta, látið þorna. Saumarnir saumaðir frá röngu með aftursting. Takið upp nál. 52 (54) 56 1. kringum hálsmálið og prjónið 8 cm brugðningu á prj. nr. 5. Fellið laust af. Brjótið hálsmálið inn og saumið það niður á röngurini. Allir saumar pressaðir. Tómatarnir þvegnir og skornir í tvennt, ýtið eftir helmingnum af hverj- um tómat ofan í buffkökurnar, leggið nokkra laukhringi yfir, dálitlu bræddu smjöri hellt yfir. Raðið hinum helmingunum í kring, sárið upp, stráið salti og pipar á og fínt söxuðum grænum pipar, ef til er. Setjið nokkrar msk. af sjóðandi soði eða vatni í fatið, sem sett er inn í vel heitan ofn. Minnkið hitann eftir 10 mínútur. En þetta þarf að vera um Vz klst. í ofninum. Borið fram með soðnum kartöflum, sem saxaðri steinselju hefur verið stráð á. VEKJARAKLUKKAIM íiafið þið nokkurn tíma hugleitt að vekjaraklukkan getur komið að öðrum notum en að vekja okkur á þeim tíma sem við sofum bezt. Það er hægt að nota hana sem tímamæli yfir daginn, t. d. er hægt að láta hana hringja í tæka tíð áður en gestur er væntanlegur svo hann komi ekki að manni í baðinu! Húsmóðirin getur starfað í stofunni i ró og næði meðan maturinn er að sjóða í eldhúsinu. ef hún lætur vekjaraklukk- una minna sig á. (Við látum þessi dæmi næsja en það er ljóst að vekjaraklukkan er til margra hluta nytsamleg ef hug- myndaflug er fyrir hendi.)

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.