Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 09.08.1965, Blaðsíða 37
ann, tók lækniáhöldin og fór til húss gamla mannsins. Ég hafði létzt um 40 pund síðan ég settist að í þorpinu. Fæða villimannanna er skelfi- lega slæm; og þeir gáfu okkur venjulega það sem þá langaði ekki í sjálfa. En fyrsta raunhæfa taqkifær- ið kom svo, þegar ég var kölluð til ungs manns, sem hafði 41 stigs hita og þjáðist af hitasótt. Allt, sem ég hefði getað gert fyrir manninn var að lengja líf hans um nokkra sólarhringa með töflum. Ég sagði föður hans hvernig ástatt væri, og að eina leiðin honum til bjargar væri að koma piltinum á sjúkra- hús, sem var inni í menning- unni, geysilega vegalengd frá þorpinu. Um sama leyti var ég kölluð til gamals manns, sem hafði fengið graftarígerð í bakið. Ég sagði sem var, að þetta gæti ég ekki átt við. Morguninn eftir stóð kona hans utan við dyrnar hjá mér, og bað mig að reyna, því maðurinn liði svo miklar kvalir. Ég fór inn til hans, og reyndi að skera sárið burtu með veiðihnífnum. Ég risti dýpra og dýpra unz ég þoldi sjálf ekki meira. Þegar ég hafði gengið frá sárinu fór ég til Anchu, og sagði honum, að ef þessir tveir sjúklingar kæmust ekki á spít- alann biði þeirra ekkert nema dauðinn. Meðferð skottulæknisins. í fyrstu hikaði Anchu. Síðan sagði hann, að við yrðum að bíða, þar til hann hefði smíðað nýja báta. Ég sagði honum að flýta sér. Þá nótt heyrðum við furðu- legan söng úr næsta kofa. Þeg- ar við gáðum betur að, þá var þetta Anchu, sem var búinn að mála sig allan, og sett blá og hvít bönd utan um hálsinn. Síðan var straumurinn til hans, en hann tók aftur til við fyrri iðju sína, — skottulækningar. Þetta hélt áfram, dag og nótt, í heila viku. Þegar Anchu sofn- aði, þá tóku aðrir við, en síð- an var hann settur aftur inn í embætti, þegar hann vaknaði. Við André biðum með öndina í hálsinum eftir útkomunni. Ef sjúklingarnir dæu, þá væri eng- in leið til undankomu. Eins ef þeim batnaði, þá værum við föst í gildrunni. Eina von okkar var sú, að þeir stæðu í stað. Og það var það sem gerðist. Nákvæmlega fjórum mánuðum eftir að við höfðum lent þarna í þorpinu, tilkynnti Anchu okk- ur, að við yrðum að fara með sjúklingana. Morguninn eftir kvaddi ég LILJU LILfJU LILJU Lilju dömubindi fást með og án lykkju. 1 þeim er bæði vatt og bómull og silkimjúk voð. Lilju bindi eru þvi sérstaklega þægileg. Biðjið unt pakka af Lilju bindum næst, þegar þér þurfið að kaupa þessa vöru. Lilju bindi eiga að fást í næstu búð. MIJIALIJXDUR Árniiila 16 — Sími 38-400 Anchu á fljótsbakkanum. Hann starði á mig með sínu eina auga og benti á mig. — Þú Shiris- hana, sagði hann. Það var það síðasta sem ég heyrði frá An- chu. Shirishana er Yeykwanst orð, sem þeir nota um ættflokk, sem býr annars staðar í skóg- inum og þýðir villimaður. Hafði hann gefið upp vonina um að við kæmum aftur? Og bátur- inn lagði af stað með okkur niður fljótið. Á tólfta degi komum víð til lítils þórps, þar sem íbúarnir vöfðu tuskum utan um sig og kona höfðingjans átti sauma- vél. Það var eins og að koma til Parísar. Sama kvöld heyrði ég hljóð í utanborðsmótor, og þegar bet- ur var að gáð, þá var þetta Ernest Nukanen. Ég gat varla talað við hann á ensku, sem ég hafði ekki heyrt síðan hann veiktist. Hann sagði mér að vinir mínir í New York hefðu verið með samskot til þess að geta gert út leiðangiy til þess að leita að mér. Nú var allt auð- velt. Fjórum dögum síðar kom- um við til borgarinnar, og það fyrsta sem ég gerði var að senda sjúklingana í leigubíl á spítal- ann. Og nú fékk ég mat að borða. Það var engan veginn auðvelt að kveðja André. Á flugvellin- um, þaðan sem ég flaug heim gat hvorugt okkar litið upp. Hugsunin um það, að við ætt- um ekki eftir að sjá hvorj: ann- að hvíldi þung á okkur báðum. Þegar ég svo kom heim hafði ég verið 13 mánuði í burtu, þar af 8 í frumskóginum. Ég held, að mig langi aftur í frumskóg- ana. Og ég held, að frumskógar Venezuela séu einhverjir falleg- ustu staðir í heiminum. Mér líkar vel, hversú villimennirnir eru blátt áfram, þótt hlutur, sem var gerður á móti vilja mínum spillti fyrir mér sein- ustu tímunum þarna. Kannski hef ég fengið nóg af skógunum nú. En samt er ég nú þegar byrjuð að sakna þeirra. Og einmitt í þessu var ég að fá bréf frá André, þar sem hann segir, að hann hafi fundið 22 karata gull. Það er að vísu ekkert mjög mikið, en hann er sinn eiginn húsbóndi, hann rík- ir í skóginum, hann ríkir yfir fljótinu og hann ríkir yfir himn- inum fyrir ofan. Og hann ríkir yfir hugsun sinni og gerðum. Er það ekki meira virði en allir gimsteinar veraldar? I Tll WaiMiM&DU - ÞER EfZue> r-ozsn iuawitiww SEN á& 5ICER UPP SONi/ff hÓFOinJ&jaws, ER íaizia I c**e, — FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.