Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Blaðsíða 38

Fálkinn - 09.08.1965, Blaðsíða 38
KYENÞJOÐIN 1UTSTJÓK1: KIIISTJANA STEIAGRÍMSDÓTTIR VÖFFLUVEIZLA Fæstir geta staðizt nýbakaðar vöfflur með aldinmauki og þeyttum rjóma, og þá vill það gleymast, að sú máltíð er nokk- uð svo fitandi. Hér eru svo uppskriftir að ýmsum vöfflum: — eggjavöffl- um og rjómavöfflum — léttum vöfflum og mettandi — dýr- um vöfflum og ódýrum. Eggjavöfflur: 2 dl hveiti 1 tsk lyftiduft 2 egg 2V2 dl mjólk 50 brætt smjörlíki Hveiti og lyftidufti sáldrað í skál, eggjarauðunum þeytt saman við mjólkina, hrært út í hveitið. Hrært þar til deigið er jafnt og kekkja- laust. Brædda smjörlíkinu og stíf- þeyttum eggjahvítunum blandað varlega saman við. Bakað við frekar vægan hita. Dreift úr vöfflunum á grind, meðan þær kólna, svo að þær linist ekki upp. Kartöfluvöfflur: 250 g soðnar, kaldar kartöflur % 1 mjólk 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 60 g smjörlíki 2 dl kalt vatn Kartöflurnar marðar, mjólkinni og hveitinu hrært saman við. Geym- ið um V2 dl af hveiti. Deigið látið bíða um stund. Bræddu smjörlíki og lyftidufti, sem hrært er út í hveitið, blandað saman við. Deig- ið þeytt vel og ísköldu vatninu hrært saman við. Vöfflurnar bakaðar gulbrúnar. Bornar fram með sykri, sírópi eða aldinmauki. Vöfflur þessar eru bæði léttar og stökkar, sóma sér vel sem eftirréttur. EINFÖLD - E!V ÞÓ FALLEG Efni: 400 (450) 450 g meðalgróft ullargarn. Heklunál nr. 3y2 Stærð: 40 (42) 44. 30 1=10 mynstur og 14 raðir= 10X10 sm. Skammstöfun: 1 = lykkja; 11 = loftlykkja; stl = stuðullykkja! fp = fastapinni; byr. = byrjun; úrt. = úrtaka. Mynstrið: (gert ráð fyrir fit) 1. röð: Snúið með 2 11, heklið > 1 stl, 1 11, 1 stl < í 5. 11 frá nálinni ★ hlaupið yfir 2 11, heklið > 1 stl’ 1 11, 1 stl < í næstu 11 ★, endurtekið frá ★—★ út röðina. 2. röð: Snúið með 2 11 og heklið 3 fp í hverja 1 1 (á milli 2 stl) út umf. 3. röð: Snúið með 2 11 og heklið > 1 stl, 1 11, 1 stl < í miðl. af fp 3, sem heklaðar voru í hvert mynstur frá fyrri röð. Endurtakið 2. og 3. röð sem mynda mynstrið. Framstykkið: Fitjið upp 108 (114) 120 1. Heklið mynstrið, en aukið jafnframt út í byr. og enda 6. hverrar raðar um 1 1 3svar og í 4. hverri röð 4 sinnum, síðan heklað beint, þar til síddin er 36 (38) 40 cm. Fellt af fyrir handveg beggja vegna 3X1 1 og 2X1 1 x annarri hverri röð. 2 síðustu úrtökurnar eru þó aðeins á stærð 42 og 44. Þegar síddin er 45 (46) cm eru felldar af 14 miðl., þ. e. a. s. það er ekki heklað 1 þær, og hvor öxl síðan hekluð fyrir sig. Fellt af við hálsmál 3 1 og 5X1 1 í annarri hverri röð. Þegar hand- vegurinn er 17 (18) 19 cm, er fellt af fyrir öxl 2X1 1 (11) 12 1 í hverri röð. Garnið slitið frá. Bakið: Heklað eins og framstykkið án úrtöku vegna hálsmáls. Slitið frá, þegar fellt hefur verið af fyrir öxl beggja vegna. Ermar: Fitjið upp 54 (60) 64 11 og heklið mynstrið, en aukið út um 1 1 hvoru megin í 4. hverri röð 11 sinnum. Þegar ermin er 31 (32) 33 cm er fellt af beggja vegna 6 1, 4 (5) 6X2 1 og 2X3 1 í annarri hverri röð. Slitið frá. Frágangur: Allt pressað mjög lauslega á röngunni. Allir saumar saumaðir saman með aftursting á röngunni. Saumið ermarnar í á sama hátt. Hekluð röð af fp kringum hálsmálið, neðan á bolnum og erm- unum: ★ Heklið fp í kantinn, stingið nálinni hægra megin við þenn- an fp og heklið annan fp í kringum hann ★. endurtakið frá ★—★. Saumar og kantar pressaðir lauslega.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.