Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Blaðsíða 39

Fálkinn - 09.08.1965, Blaðsíða 39
Sunnudagsvöfflur: 250 g hveiti 2 tsk sykur % tsk salt 1 dl vatn 1 dl maltöl 4 egg 250 g brætt smjörlíki ■ 2 dl rjómi Súrmjólkurvöfflur: 5 dl súrmjólk eða áfir 1 msk sykur ' 7% dl hveiti 21/2 dl vatn 150 g smjörlíki 1 egg Haframjölsvöfflur: 8 dl hafragrjón 2 egg 8 dl mjólk 3 msk kartöflumjöl 1 msk sykur V2 tsk salt 1 tsk lyftiduft 2 msk brætt smjörlíki Öllu þurru blandað saman, vatni og öli hrært saman við . Eggja- rauðum og smjörlíki þeytt saman við. Eggjahvíturnar stífþeyttar, líka rjóminn. Blandið fyrst rjóm- anum og síðan hvítunum saman við deigið. Bakað strax. Egg, mjólk og sykur þeytt, hveiti og vatni hrært smátt og smátt saman við. Síðast er bræddu smjör- líki hrært saman við. Vöfflurnar bakaðar við mikinn hita. Hafragrjónin látin í skál, egg og mjólk þeytt saman, hellt yfir grjónin. Látið standa um stund. Kartöflumjöli, sykri, salti og lyfti- dufti þeytt saman við. Að síðustu er bræddu smjörlíki hrært sam- an við. Vöflurnar bakaðar við nægan hita. • Hún sér Framh. af bls. 5. þetta kemur ekki til mála. Ég var sendiráðherra í Rússlandi, og ég veit ósköp vel, að þar er ekki verið að gera neinar til- raunir með geimskot.11 Þegar Jeane rifjar upp þenn- an dramatíska sjónvarpsþátt segir hún með andvarpi: „Það var miklu meira á leiðinni, en hr. Davies truflaði allt saman með því að grípa um handlegg- inn á mér og hrista mig. Hann sagði, að ég ætti heldur að lesa bókiná hans og læra þann- ig eitthvað um Sovétríkin. Ég var svo niðursokkin að skoða kúluna, að ég var búin að stein- gleyma, að þessu var sjón- varpað. Annars hefði ég ekki svarað sendiráðherranum eins og ég gerði.“ Áhorfendurnir heyrðu hana hrópa upp: „Ó, hr. sendiráðherra, þér eruð búinn að eyðileggja allt sambandið fyrir mér!“ Davies var enn að gera gys að Jeane þegar þættinum lauk. En einu ári og níu mánuðum seinna tók Bulganin marskálk- ur við af Malenkov sem forsæt- isráðherra og það án nokkurra óeirða. Hinn gráhærði græn- eygi Bulganin samsvaraði lýs- ingu Jeane fullkomlega, og §> OSTALIWSUR • Deigið: 200 g hveiti 100 g smjör 100 g 40% ostur rifinn V2 tsk salt 1 eggjarauða 1-2 msk kalt vatn Innan í: 30 g smjör 30 g hveiti 4V2dl mjólk 4 msk rjómi 1 msk rifinn ostur 2 egg salt, muskat. Deigið hnoðað með léttum handtökum; deigið geymt nokkrar klst., áður en það er flatt þunnt út Smyrjið nokkur linsumót, rað- ið þeim þétt á eldhúsborðið, leggið útflatta deigið yfir og þrýstið deiginu ofan í mótið með fingurgómunum. Dragið deigið með fingrunum upp eftir börmunum. Gatið botn- ana með gaffli. Búið til venjylega hvíta sósu úr smjöri, hveiti og mjólk, kryddið og þeytið eggin vel saman við. Potturinn tekinn af eldinum og osturinn og rjóminn látinn út í. Kælt að mestu, áður en kremið er látið í mótin, sem á að fylla alveg. Dreiíið dálitlu af rifnum osti yfir. Bakið ostalinsurnar við 200—225° í nál. 25 mínútur. Látnar vera í mótunum, meðan þær kólna, takið þær þá úr, velgið þær dálítið, áður en þær eru bornar fram.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.