Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1965, Blaðsíða 32

Fálkinn - 09.08.1965, Blaðsíða 32
Tvikn. Míeir. (*ur)hrrt/ssnn Kæri Astró. Mér leikur mikil forvitni á að vita hvað bíður mín í fram- tíðinni. Ég er fædd 1946. Ég hef mjög mikinn áhuga á að koma mér áfram í lífinu, en ég get ómögulega ráðið við mig hvað ég á að taka fyrir. Ég hef áhuga fyrir ýmsu, en það versta er að ég verð svo fljótt leið á öllu sem ég byrja á og á þar af leiðandi erfitt með að ná árangri. Ég hef mikinn hug á að komast til annarra landa, því mér þykir mjög gaman að ferðast og kynnast nýju fólki og sjá eitthvað nýtt. Ég á ekki marga vini, því ég verð svo fljótt leið á fólki. Hvernig verð- ur með hjónabandið, giftist ég seint eða snemma. Eins og er hef ég ekki áhuga á hjónabandi. Hvernig verða fjármálin? Ég þckki ungan mann sem er dálítið eldri en ég, verður eitt- hvað meira með hann? Með fyrirfram þakklæti, Dagga. Svar til Döggu: Flest fólk fætt í Steingeitar- merkinu hefur hug á að koma sér áfram í heiminum, og þar ert þú engin undantekning. Það eru ýmis störf sem þú getur tek- ið þér fyrir hendur með góðum árangri, en það er ávallt hætta á að þú farir úr einu í annað á meðan þú hefur ekki fundið það starf, sem tekur hug þinn all- an. Það starf sem þú velur þér verður einnig að vera sérstak- lega tilbreytingarríkt og vera að einhverju leyti sjálfstætt. Þú ert mikið betur til þess fall- in að stjórna öðrum heldur en láta stjórna þér. Þú munt aldr- ei eira lengi á sama stað. Þeg- ar Úranus er í fjórða húsi bendir hann til skyndilegra og óvæntra breytinga á heimilinu og í fjölskyldunni. Mjög erfitt verður að skapa öi’yggi í heim- ilislífinu vegna tíðra aðseturs- skipta, sem stundum eru nauð- synleg í sambandi við atvinnu og ferðalög í sambandi við það. Þó má búast við að fjölskyldu- líf þitt verði fjölbreytt og líf- legt og laust við alla þvingun og formfestu. Það væri vel til fallið hjá þér að reyna að skrifa eitthvað , þú hefur auðugt ímyndunarafl. Ýmis ritstörf og önnur störf í sambandi við út- gáfustarfsemi, fréttasöfnun og jafnvel fréttaljósmyndun mundi vera heppilegt starf fyr- ir þig en þú ættir umfram allt að reyna að velja þér starf, þar sem þú gætir unnið sjálfstætt eða sem einhvers konar yfir- maður. Ég er anzi hræddur um að þú hafir aðeins áhuga á að kynnast fólki með það fvrir augum að hafa eitthvað gagn af því og það er nú aldrei vin- sælt. Á meðan það hefur áhuga á að tala um þau málefni sem þú hefur áhuga á, gengur allt vel, en ætli það að koma áhuga- málum sínum á framfæri hefur þú ekki tíma til að sinna því meira. Ef þú ætlar þér að auka vinsældir þínar hjá hinu kyn- inu, þá er ég hræddur um að þú verðir að læra að hlusta, því flestir karlmenn eru nú þann- ig að þeir vilja að á sig sé hlust- að. Þú munt giftast fremur seint og þá sennilega af hag- sýni fremur en af ást. Fjármál- in verða góð því þú munt senni- lega alltaf vinna utan heimilis og það er sjálfsagt heppilegast fyrir þig því þú hefur ekki á- huga á heimilisstörfum. Mað- urinn sem þú giftist verður sennilega töluvert eldri en þú.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.