Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 20

Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 20
r XJTI VÖRN GEGR VEGRUN INNI VERND GEGN SLAGA HVERS VEGHA TVÆR TEGUNDIR? IbúðarLiús hér ö landi eru yfirleitt byggð úr steinsteypu eða öðru álíka opnu efni og upphituð flesta tlma ársins. Stofuhitinn er þvi hœrri en í loftinu úti og getur borið miklu meiri raka í formi vatnsgufu en útiloftið. Þetta rakahlaðna. lóft leitar á út- veggi hússins, og ef ekki er séð fyrir sérstöku, vatnsgufu- beldu lagi innan á útveggj- unum, kemst rakinn úr stof- unum inn í veggina og þétt- ist þar eða f einangrun þeirra. Spred Satin hindrar að raki komist í útveggina innan frá. Utanhússmálning þarf að gefa hleypt raka úr múrnum út í gegnum sig, enda þótt hún þurfi einnig að vera vatns- og veðurhetd. Úti Spred hefur þessa eigin- loika framar öðrum málning- artegundum, og er framleitt sérstaklega fyrir íslenzka sfaðhœfti og veðráttu. MA'LNING HF i i } • Tígrisdýrin Framh. af bls. 12. og Pudge vera að leika sér. Ég fann skyndilega til svima. „Hvað skeði?" spurði ég. „Við vorum að hlusta á út- varpsfréttirnar klukkan tíu," sagði Tracey taugaóstyrk. „Ég geri ekki ráð fyrir, að þú hafir heyrt þær?" „Nei." „Jæja, það var sagt frá fundi líksins. Svo var sagt, að lög- reglan setti þetta í samband við fjölda annarra aíbrota. Þeir nefndu nafnið þitt." „Þú verður að gera eitthvað," sagði mamma. „Þetta getur ekki gengið." „Vertu róleg," sagði ég. „Haltu áfram, Tracey." Síminn hringdi," sagði hún, og nú var óttinn farinn að skína i gegn í rödd hennar, niðurbæld- ur titringur, „um hálfri klukku- stund eftir fréttalesturinn. Ég svaraði. Ég hélt það væri Mae. Hún ætlaði að koma til hádegis- verðar. En það var ekki Mae. Það var karimannsrödd. Hún spurði eftir þér." Pudge var farinn að hágrenja. „Mamma," sagði Tracey, „viitu reyna að róa hann? Ég er svo óstyrk, að ég veit ekki, hvað ég á að gera." Mamma fór út. Ég heyrði hana hjala við Pudge, og Tracey hélt áfram frásögninni. „Ég sagði, að þú værir ekki við. Þetta var þægileg rödd, Walt, það er það hræðilegasta. Þægileg og kurteis. Hann sagði, að þetta væri viðskiptamál og mjög áriðandi og spurði, hvar hægt væri að ná í þig. Ég sagði honum — mér þykir það leitt Walt, en ég gat ekki ímyndað mér — ég sagði honum, að þú værir hjá lögreglunni en þú myndir koma aftur fyrir há- degi...“ Rödd hennar varð að lágu hvísli. Ég spurði hana, hvað hann hefði þá sagt. „Það var mikiu frekar hvernig hann sagði það. Rödd hans varð grimmdarleg. Hann sagði, að þegar þú kæmir aftur ætti ég að skíla til þín, að þú hefðir fengið tvær aðvaranir og ekki sinnt þeim og nú myndir þú harma það að hafa nokkurn tíma fæðzt. Hann sagði, að lög- reglan gæti ekki hjálpað þér frekar nú en hingað til. Svo lagði hann á.“ Hún horfði á mig. „Það var Chuck, var það ekki?" „Það er líkt honum." „Hvernig náði hann í þetta símanúmer?" „Það þurfti ekki að vera mikl- um erfiðleikum bundið. Einn drengjanna þek'kti mig og hef- ur ef til vill sagt honum það. Eða hann hefur fengið það á skrifstofunni með því að spyrja á réttan hátt. „Hvað eigum við að gera?" „Bíddu augnablik. Leyfðu mér að hugsa." Ég gekk yfir að glugganum og starði út um hann á blóma- breiðuna. Já, það væri ágæt hugmynd að senda þau til Boston. Fara síðan sjálfur á gistihús, þá yrði fjölskyldan úr allri hættu. Ég hugsaði með mér, hlekkurinn, sem Noddy minntist á; hann er þarna, ég veit þaðj en get ekki komið auga á hann. Chuck hefði ekki hringt til að ógna mér, ef lík Clymers kæmi honum ekkert við. Ég hafði á réttu að standa, ég var sann- færður um það, og hlekkurinn var þarna, ef ég aðeins gæti... Mamma sagði í hvössum nöldurstón, sem sprottinn var af ótta hennar (og hver gat láð henni það); Walt, þú verður að hugsa um Tracey og börnin. Þú ...“ „Þegiðu," sagði ég. „Viltu gera það? Aðeins augnablik, og leyfðu mér að hugsa." Everett Bush er hlekkurinn, hann fór ekki út þetta kvöld, Hann vildi fara út, en foreldrar hans vildu ekki leyfa honum það. Hann vildi fara út. Hann sótti það svo fast, að úr því varð rifrildi, og sá gamli sló hann. 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.