Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 38

Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 38
FLUGSVN • Þórsmörk Framh. af bls. 27. koma til þín og spyrja hvort þú eigir snabba. Mánudagur rennur upp og hátíðinni er að mestu leyti lok- ið og menn hefjast handa um að aftjalda, og sumir hverjir ráfa um og leita að tjaldinu sínu, þvi þeir hafa ef til vill eKki komið í það í tvo uaga. Allir eru þreyttir eftir að hafa verið að skemmta sér og mestu dufl- og daðurs- og drykkju- helgi ársins er senn lokið. Þórs- mörk er prýdd minnismerkjum nútíma útilífs, tómum niður- suðudósum, pappírsrusli og flöskum í öllum gerðum og myndum. Menn ganga með sitt dót niður að rútunum og þeir eru fámálugir, enda ekki nema von. Piltur og stúlka mætast og brósa til hvors annars, en mæla ekki orð af vörum. Þau eiga eitt leyndarmál og þau tala kannski ekki oftar saman, en ef þau mætast á götu einhvern tíma seinna, þá kíma þau út í annað munnvikið til minningar um verzlunar- mannahelgina í Þórsmörk árið 1965. — Okkur er ekið út á sandana og þar eru vorar fögg- ur teknar af bílunum og settar á sandinn, því að annar bíll á að taka okkur eftir tíu mínút- ur. Það er kuldi og sumt fólk- ið er illa klætt og flestir orðn- ir matarlausir. Það er rok og það er rigning og langferðabíl- ar og jeppar eru sífellt að aka framhjá okkur og fólkið inni í hlýjunni veifar til okkar. Við biðum úti í kuldanum og rign- ingunni, og rútan, sem átti að sækja þennan fimmtíu manna hóp úti á eyðisandi var að koma eftir tíu mínútur í fimm tíma. Og loks þegar maður komst í bæinn, seint um kvöldið, þá hafði viðhorf fólksins breytzt til muna og menn voru ekki eins ánægðir með ferðina og hefði getað orðið. ★ ★ • 7 dagar í maí Framh. af bis. 29. ur embættismaður utanríkisráðu- neytisins hefur fært mér þetta árið. £g býst ekki heldur við að ég þurfi að taka fram við yður, að þér megið aldrei minn- ast á það sem þér hafið lesið við nokkurn mann.“ „Mér er það ljóst, herra minn.“ Lyman talaði hægt. „Ekkert þessu likt“ — hann klappaði á vasa sinn — „hefur nokkru sinni gerzt hérlendis. Óþarfi er að taka fram að ég vil að það gerist, en jafn þýðingarmikið er að ég vil ekki að neinum komi nokkru sinni til hugar að það hefði getað gerzt. Svo er yður fyrir að þakka, að nú get ég gert mér vonir um að afgreiða þetta án þess að nokkuð verði uppskátt.“ „Ég skil, herra minn.“ Engin svipbrigði sáust á andliti Whitn- ey. „Ágætt." Lyman brosti. „Herra Whitney, mig grunar að þér eig- ið framtið fyrir yður í starfs- grein yðar.“ „Þakka yður fyrir, herra for- seti. Sú er von mín.“ Whitney fann að nú var spurningum for- setans lokið og stóð upp. „Farið nú og gefið yður fram við ráðuneytið. Segið þeim hvaða sögu sem yður sýnist, og ef þeir ætla eitthvað að byrsta sig skul- uð þér bara hringja í ungfrú Townsend, hún hjálpar yður. Og enn á ný, þakka yður fyrir." Lyman fylgdi Whitney að lyftunni, beið þangað til hann var lagður af stað niður og gekk svo hröðum skrefum í áttina til skrifstofunnar. Hann opnaði hurðina upp á gátt, dró veskið upp úr vasa sínum, tók upp úr því blöðin og hélt þeim á lofti sigri hrósandi. Raunverulegt bros lék um andlit hans, í fyrsta skipti í fjóra daga. „Við höfum það sem við þörfnumst," sagði hann. Todd starði á hann og vissi ekki hvað hann átti að halda. „Guð minn góður! Kom Whitney með yfirlýsingu aðmírálsins?" „Eins og hún leggur sig,“ svaraði Lyman. „Nú held ég við séum komnir yfir örðugasta hjallann, svo er Whitney og Paul — fyrir að þakka." „Er þarna allt sem þú þarft á að halda?" spurði Casey. „Þetta er það ferlegasta sem ég hef nokkru sinni lesið. Nóg til að fá Scott til að segja af sér.“ Forsetinn rétti Todd skjalið. Todd las það tvívegis vandlega. „Ég er sammála, herra forseti," sagði hann. „Þetta er svo sannar- lega það ferlegasta sem ég hef nokkru sinni lesið.“ Clark las blöðin líka og hinir þögðu á meðan. En þegar röðin kom að Casey, hristi hann höf- uðið. „Herra minn, ef þér er sama kýs ég að láta þetta fara fram- hjá mér. Verði ég einhvern tima spurður, vil ég geta svarað að ég viti ekkert." Todd orðaði spurninguna sem brann á vörum þeirra allra. „Herra minn, hvað liggur nú næst fyrir?" Framhald í næsta blað'i.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.