Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 35

Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 35
mömmu sundur. Og það sem gerði það enn verra, var að ég gat með engu. móti gert mér grein fyrir aðferðum hans eða skilið, hvað mamma gat séð við hann. Á allan hugsanlegan hátt var hann mér síðri. Hann hafði ljótan framburð og borðaði með óhljóðum. Um tíma hélt ég að það kynnu að vera dag- blöðin, sem hefðu þetta aðdrátt- arafl, svo ég sauð saman smá fréttir og þóttist lesa fyrir hana. Siðan hélt ég að það gætu verið reykingarnar, sem mér fannst sjálfum mjög varið í og tók pípurnar hans og slef- aði i þær um allt hús, þangað til hann komst að því. Ég reyndi jafnvel að borða með óhljóðum, en mamma sagði mér bara að ég væri sóði. Það virt- ist allt standa í einhverju sam- bandi við þennan óhollustu ávana að sofa saman, svo ég lagði það í vana minn að koma inn í svefnherbergið til þeirra og snuðra þar, talandi við sjálf- an mig til að þau tækju ekki eftir, að ég var að horfa á þau, en ég gat aldrei séð, að þau gerðu neitt. Að lokum gaf ég það á bátinn. Þetta virtist vera undir því komið, að vera full- orðinn og gefa fólki hringa og mér varð 1 jóst, að ég yrði að bíða. En þessu samhliða vildi ég að hann vissi, að ég væri að- eins að bíða, en hefði ekki gef- izt upp. Eitt kvöldið, þegar hann var sérstaklega hvim- leiður, skrafandi látlaust yfir höfuð mér, þá lét ég hann hafa það. „Mamma,“ sagði ég, „veiztu hvað ég ætla að gera þegar ég verð stór?“ „Nei, elskan," svaraði hún. „Hvað er það?“ „Ég ætla að kvænast þér,“ sagði ég rólega. Pabbi rak upp hrossahlátur en lét að öðru leyti eins og ekkert væri. Ég vissi að það hlaut að vera uppgerð. Og mamma varð, þrátt fyrir allt, mjög ánægð. Ég hugsaði mér, að líklega myndi henni léttir að því að vita, að einhvern tíma myndi hún losna undan áhrifavaldi pabba. „Myndi það ekki verða gaman?“ sagði hún og brosti. „Það verður mjög gaman,“ sagði ég öruggur með mig. „Því að við ætlum að eignast fúllt af börnum.“ „Þao segirðu satt, vinur minn,“ sagði hún hæglátlega. „Ég held við eignumst eitt mjög bráðlega og þá færð þú leikfélaga.“ Ég var alveg harðánægður með þetta, því það sýndi, að þrátt fyrir það, hvernig hún lét allt eftir pabba, þá tók hún samt tillit til óska minna. Og auk þess myndi þetta sýna Geney-hjónunum i tvo heimana. Sú varð þó ekki reyndin á. í fyrstu varð hún mjög annars hugar — líklega að hugsa um, hvar hún ætti að fá þessa sautján og sex — og pabbi tæki upp á að koma seint heim á kvöldin, þá græddi ég ekki til- takanlega á því. Hún hætti að fara með mig í gönguferðir, varð uppstökk eins og naðra og skellti í mig fyrir alls ekki neitt. Stundum óskaði ég þess, að ég hefði aldrei álpazt til að nefna ótætis krakkann. Ég virt- ist vera snillingur í því, að kalla ógæfuna yfir sjálfan mig. Og ógæfa var það sannar- lega! Sonny hélt innreið sína í hinni voðalegustu ringulreið — jafnvel það gat hann ekki gert án þess að setja allt á annan endann — og mér var illa við hann frá byrjun. Hann var erfitt barn — frá mínu sjónarmiði var hann alltaf erf- iður — og krafðist alltof mik- illar athygli. Mamma var alveg vitlaus í honum og gat aldrei séð, hvenær hann var bara að gera sig merkilegan. Sem leik- félagi var hann verri en ekki neitt. Hann svaf alla daga og ég varð að læðast um húsið á tánum til að forðast að vekja hann. Það var ekki lengur minnst á að vekja ekki pabba. Nú var slagorðið, „Vektu ekki Sonny!“ Ég gat ekki skilið, hvers vegna krakkinn gat ekki sofið á réttum tíma, svo hve- nær, sem mamma sneri baki við, þá vakti ég hann. Stund- um kleip ég hann líka, til að halda honum vakandi. Mamma stóð mig að verki einn daginn og hirti mig miskunnarlaust. Eitt kvöldið, þegar pabbi kom heim frá vinnu, var ég í járnbrautarleik í garðinum. Ég þóttist ekki taka eftir hon- um; í þess stað lézt ég vera að tala við sjálfan mig og sagði hárri röddu: „Ef annar ólukk- ans krakki kemur inn á þetta heimili, þá er ég farinn.“ Pabbi snarstanzaði og horfði á mig um öxl sér. „Hvað varstu að segja,“ spurði hann strangur. „Ég var bara að tala við sjálfan mig,“ svaraði ég, og reyndi að leyna óðagotinu, sem kom á mig. „Það var einka- samtal.“ Hann sneri sér við og gekk inn án þess að mæla orð af vörum. Þið gætið að því, að ég ætlaði þetta sem hátíðlega aðvörun, en árangurinn varð allur annar. Pabbi fór að vera mjög vingjarnlegur við mig. Ég gat auðvitað skilið það. Það var mjög ógeðfellt að sjá, hvernig mamma lét með Sonny. Jafnvel á máltíðum gat hún staðið upp og gónt á hann í vöggunni með fábjánalegu brosi og sagt pabba að gera eins. Hann tók því alltaf mjög kurt- eislega, en hann varð svo rugl- aður á svipinn, að það var greinilegt að hann vissi ekk- ert um hvað hún var að tala. Hann kvartaði um, að Sonny gréti á nóttunni, en hún varð bara reið og sagði, að Sonny gréti aldrei, nema eitthvað am- aði að honum — sem var arg- asta lygi, vegna þess að það amaði aldrei neitt að Sonny og hann grét aðeins til að láta taka eftir sér. Það var reglu- legt kvalræði að sjá, hversu fákæn hún var. Pabbi var ekki fallegur en hann var vel greind- ur. Hann sá við Sonny og nú vissi hann, að ég sá við hon- um líka. Eina nóttina vaknaði ég með andfælum. Einhver var við hlið mér í rúminu. Eitt stórkostlegt augnablik var ég viss um, að það væri mamma, sem hefði nú loksins áttað sig á tilver- unni og yfirgefið pabba að fullu, en þá heyrði ég Sonny engjast í næsta herbergi og mömmu segja: „Svona! Svona! Svona!“ og vissi þá að það gat ekki verið hún. Það var pabbi. Hann lá við hliðina á mér, glaðvakandi, másandi og, að ► 35 HANDBOK HUSBYGGJENDA ;v. - NAUÐSYNLEG HVERJUM HÚSBYGG JENDA . -SSLDiBÓKABÚÐUM OG GEGN PÓSTKRÖFU- HANDBÆKUR HF. PO.BOX 2 68 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.