Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 36

Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 36
í SVIÐSLJÓSINIJ *«*«** BENEDIKT VIGGÖSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ Hep Stars. Þeir hafa lagt Stokkhólm að fótum sér. mmn sænskij hljóiuar EIN vinsælasta hljómsveitin í Stokkhólmi, og þá um leið í Svíþjóð, er um þessar mundir HEP STARS. Christin Petersson, stofnandi hljóm- sveitarinnar, er 22 ára með þykkt brúnt hár, að sjálfsögðu ofan á axlir og augun eru blá. Fyrstu kynni hans af hljóm- sveit urðu, þegar hann réðist sem trommuleikari í hljóm- sveit, sem samanstóð af nokkr- um ítölskum piltum. Um Þetta segir Christin: „Ég átti engar trommur og þeir höfðu engan trommuleik- ara. Ég keypti mér trommur og þeir fengu trommuleikar- ann.“ í tvö ár lék hann með ítöl- um, en 1962 var hann orðinn leiður á þessum „smjörsöng" þeirra, eins og hann komst að orði, og fór að safna liði í sína eigin hljómsveit, sem hlaut nafnið Hep Stars. Fyrsta árið léku piltarnir á ýmsum veit- ingastöðum fyrir lítinn pening. En nú eru þeir orðnir það vin- sælir hjá sænskum táningum, að þeir geta sjálfir ákveðið laun sín. „Það myndi ekki freista mín“, segir Christin, „þó að Manfred Mann byði mér að starfa með sinni þekktu hljóm- sveit, ég myndi aldrei yfirgefa Hep Stars, ekki einu sinni fyrir Manfred Mann.“ Christin Petersson. Vinsælustu lögin fyrir 10 árum AÐ getur verið gaman og fróðlegt að fletta göml- um músíkblöðum. Þegar ég var að líta í eitt frá sept- ember 1953, kom ég auga á lista yfir vinsælustu lögin og þótti mér hann all for- vitnilegur. M. a. voru þarna lög, sem ég hafði séð á THE SCOTTIES Þetta er Saw Sandy og Skot- arnir hennar og ef að líkum læt- ur nýtur þessi hljómsveit töluverðra vinsælda í Skotlandi. Þið hafið kannski tekið eftir því, að ungfrú Saw er töluvert stuttklæddari en hinir fimm pilsklæddu félagar hennar. Nú, enda er ólíkt skemmtilegra að virða fyrir sér fallega skapaða kvenfótleggi heldur en . . . Nú jæja, sleppum því. DEAN MARTIN YNGRI Pilturinn með gítarinn er sonur Dean Martin, en sá litli hefur stofn- að sína eigin hljóm- sveit. Hún hefur að vísu ekki náð neinum jeysilegum vinsældum, en það er alla vega góð auglýsing fyrir piltana, að hljómsveit- arstjórinn geti skartað Dean Martin nafninu. bandaríska listanum á þessu ári. f fimmta sæti var nefni- lega „Crying in the chapel", en eins og flestir vita, hefur lag með þessu nafni, sungið af Elvis Presley, þotið upp á vinsældarlistanum, bæði í U.S.A. og Bretlandi. Á þess- um gamla lista var hins vegar Ella Fitzgerald skráð fyrir umræddu lagi. Það er ekki víst, að um sama lag sé að ræða, þó að þau beri sama heitið. í sjötta sæti var „P.S. I love“ sungið af ein- hverjum Hilltoppers. En eins og þið vitið, þá hafa Beatles gert lag með sama nafni geysilega vinsælt og auðvit- að var það samið af þeim sjálfum. f fyrsta sæti á þess- um lista var gamalkunnugt lag: „Vaya Con Dios“. Nr. 2 var lag með Perry Como, Framh á bls 42 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.