Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.09.1965, Blaðsíða 7
FYRSTA KENNSLUSTUNDIN — Og nú skuluð þið ganga inn. Það er Hreiðar Stefánsson kennari sem segir þessi orð við um það bil þrjátíu sjö ára drengi og stúlkur, sem eru að hefja skólagöngu sína. Síðan hjálpar Hreiðar þeim að velja sér sæti, og lætur þau standa við borðin. — Nú skuluð þið fá ykkur sæti standa upp aftur, já og fá ykkur sæti aftur. Þá eruð þið búin að læra þetta. — Og nú skuluð þið standa upp og syngja. Hvað kunnið þið? Við skulum sjá. „í skólanum, í skólanum er skemmti- legt að vera“ Og börnin syngja þetta fyrst, svo tvö eða þrjú lög til viðbótar. — Já. og nú skuluð þið fá ykkur sæti aftur. — Jseja, ég heiti Hreiðar Stefánsson, og á að kenna ykk- Ur í vetur. Ög auðvitað yil ég fá að vita hvað þið heitið. Þið skuluð rétta upp höndina um leið og ég nefni nöfn -ykkar. A . . :— Og munið þið nú hvað ég heiti? Rúmlega hálfur bekkurinn rétti þá upp hönd, og þar á meðal bæði Anna og Óíafur. ' ■ — Við skulum ekki byrja mikið á kennslunni í dag, en ég ætla að segja ykkur stutta sögu, sem ég vona að þið hafið gaman að. Síðan sagði Hreiðar þeim sögu af ■Öjálmari litla sem fékk skauta í afmælisgjöf, en var ekk- ert sértega ánægður með þá af því að hann kunni ekkert ekki minnst á þetta heima hjá Hjálmari, og Hjálmar lang- aði ekkert á skauta. En einu sinni þegar Hjálmar var i skólanum, bað kennarinn þá að rétta upp hönd, sem ættu skauta. Af 26 í bekknum réttu tuttugu upp hönd, en Hjálmar rétti ekki upp höndina. — En þetta er allt i lagi, sagði þá kennarinn. — Ég get nefnilega lánað þeim skauta, sem ekki eiga þá. Siðan áttu krakkarnir að koma niður á tjörn seinna um daginn. Þegar Hjálmar kom heim til sín sagði hann ekki orð... — Af hverju sagði hann ekkert heima hjá sér? spyr Hreið- ar. — Af því að hann var svo hræddur við að fara á skauta segir einhver.. . heldur fór hann beint upp í herbergið sitt. Litlu síðar kom mamma hans upp, og sá hvað Hjálmar var niðurbrotinn. Þá sagði hún Hjálmari að hann skyldi bara fara niður á tjörn, því hún vissi vel af hverju hann var í svona leiðu skapi. Fyrst vildi Hjálmar ekki fara, en að lokum fékkst hann til þess. — Og ég skal læra á skaut- um, sagði hann. Svo fór hann niður á tjörn, og kom alveg á réttum tíma. Hann datt þegar hann fór að renna sér, en það gerði ekkert til, vegna þess að margir aðrir duttu. Síðan varð Hjálmar góður skautaniaður en alltaf er hann þakk- látur mömmu sinni fyrir að hafa látið sig fara niður á tjörn .. Þetta fannst krökkunum góð saga, og Það sló þögn á hópinn þegar Hreiðar lauk sögu sinni. ► á skauta. Þá fór afi hans með honum niður á tjörn. — og hvar er tjörnin? spyr Hreiðar. Margir rétta upp hönd, og einhver svarar: Niðrí bæ... til þess að kenna honum á skautum. En Hjálmar datt þá og meiddi sig og þá fóru margir stórir strákar að stríða honum fyrir það, hvað hann væri mikill klaufi. Síðan var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.