Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Blaðsíða 35

Fálkinn - 20.09.1965, Blaðsíða 35
AGFA IJIMBOÐie OG VIKIJBLAÐIÐ FÁLKINIV efndu í sctmeiningu til ljósmyndasamkeppni fyrir u. þ. b. mánuði síðan. — Keppni þessari er skipt í þrjá flokka: Fyrsti flokkur er lok- aður. þar glíma fimm þekktir ljósmyndarar við ákveðið verk- efni. Annar flokkur er opinn, frjálst verkefni, svarthvítar filmur. Þriðji flokkur er einnig opinn, þar á að nota AGFA COLOR CT 18 (pósitív) og er verkefnið bundið við landslags- og at- vinnulífsmyndir. Skilafrestur er til októberloka, en úrslit verða síðan tilkynnt í desember eða janúarbyrjun. Glœsileg verðlaun verða veitt sigurvegurum, en dómnefnd, skipuð þremur mönnum, dœmir myndirnar. Allar upplýsingar varðandi þessa keppni eru veittar á rit- stjórnarskrifstofu FÁLKANS, Grettisgötu 8. Öllum er heimil þátt- taka, en starfsfólk FÁLKANS og AGFA tekur ekki þátt i henni Glœsileg verðlaun verða veitt sigurvegurum. Notið þetta einstœða tœkifœri til þess að reyna hœfni yðar við ljós- myndun. FRAMHALDSSAGA SEIII Á EFTIR AD VEKJA IMÍKIÐ liHITAL Þið munið öll eftir BÚIÐ I BLOCK og RÖNDÓTTA TREFLINUM. Þessar sögur nutu mikilla vinsœlda og nú hefur Ingibjörg Jónsdóttir skrifað fyrir okkur bráðskemmtilega framhaldssögu, sem nefnist KR-ENGAR OG ANNAÐ FÖLK! Við œtlum ekki að rekja gang sögunnar, en birta í þess stað kaflafyrirsagnirnar, sem gefa nokkra hugmynd um efni sögunnar: ÞEGAR ÉG VAR UNG — VINNUKONUR — SKRIFSTOFAN — JÖLIN — EIGINMAÐURINN — GIFTINGIN — BRÚÐKAUPSVEIZLAN — BARNIÐ — FJÖLSKYLDAN — TRÚRÆKNI og lokakaflinn nefnist LANDSLEIKURINN. Sagan hefst 27. september og birtist í níu tölublöðum. Allir sem hafa ánœgju af knattspyrnu œttu að lesa þessa sögu, ennfremur þeir sem hafa ýmiskonar óþœgindi af knatt- spyrnumönnum (eiginkonur og áhugalausir vinir). FALK.I nim 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.