Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Blaðsíða 24

Fálkinn - 20.09.1965, Blaðsíða 24
— Hvað finnst þér, Móna, væri ekki gaman að fá aftur mömmu á heimilið? — Jú, ef hún er góð, þá... Ég átti marga góða vini, en það var yfirleitt gift fólk, og það yrði naumast um það að ræða að ég kynntist nokkru konuefni þar. Fyrir því ákvað ég að leggja út í það ævintýri að leita til hjónabandsmiðlara. Það var ekki auð- velt. Ég hafði ekki minnsta grun um hvernig slíkt fór fram. En það reyndist ofur einfalt. Venjulegt hús í hliðargötu, nafnspjald á hurðinni, ekkert sem benti til að hér væri hægt að kaupa aðgöngu- miða að paradís. Kona í grárri drakt kom til dyra. — Gerið svo vel, herra Storm. Skrifstofan var hversdagsleg, djúpir stólar, skrifborð, teppi. — Hafið þér konu með einhverjum sérstökum ein- kennum í huga? spurði hún er hún var sezt við skrifborðið. Ég varð dálítið utan við mig. — Ég hafði nú ekkert hugsað um sérstaka tegund. Ég hafði bara hugsað mér góða og myndarlega stúlku, sem hefði lag á að hæna dóttur mína að sér. — Hvað vilduð þér hafa hana gamla? — Milli þrítugs og fertugs. Hún kinkaði ánægð kolli. — Gott, flestir menn á yðar aldri kjósa sér konur innan við þrítugt. — Ekki ég. Hún fór að leita í skránum hjá sér. — Vilduð þér segja mér eitthvað um fjármálin? Hún spurði eins og af tilviljun. — Ég er enginn milljónamæringur, en hef samt sæmilegar tekjur. Það leit út fyrir að hún væri ánægð. Svo ræddumst við nokkra stund við, áður en ég fór og hún lofaði að láta mig fljótlega vita. EGAR eftir fjóra daga sátum við Kari saman á veitingahúsi. Við vorum kynnt á hjónabandsskrifstofunni. Hún var þrítug, fríð, alvörugefin, eitt- hvað einkennilega þungbúin. Hún hafði verið loftskeytamaður á skipi og séð mikið af heiminum, en síðustu árin hafði hún þó haldið sig við þurrlendið. — Sjómennskan er þreytandi til lengdar. Og svo kom dálítið fyrir__ — Eitthvað sérstakt? í stað þess að svara bað hún um sígarettu, tók nokkra reyki og skipti svo alveg um umræðuefni. — Þér hafið ekkert sagt mér um yður sjálfan, sagði hún. Það var vist ætlunin að við kynntumst. Satt var það, en hún hafði svo sem ekkd sagt mikið sjálf heldur. Já, því skyldi ég ekki leysa frá skjóðunni. Svo sagði ég henni um verkstæðið, um fólks- vandræðin, um hagi mína almennt. Hann er ekkert sérstakt kvennagull, og hann dreym- ir ekki um kvikmyndafrægð. Það sem hann óskar sér er góð kona, sem vill ganga sjö ára dóttur hans í móðurstað. Vegna fyrir- greiðslu hjónabandsmiðlun- arskrifstofu og gegnum aug- lýsingar hittir hann margar konur... en getur hann hugsað sér að giftast nokk- urri þeirra?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.