Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 20.09.1965, Blaðsíða 26
PENOL- skólapenninn er sterkur — góður — ódýr. Verð aðeins kr. 150.00. Fæst í flestum bókabúðum. Heildsölubirgðir: INNKAUPASAMBAND BÓKSALA H.F. VEED V- BAR KEÐJUR er rétta lausnin Það er staðreynd að keðjur eru öruggasta vörnin gegn slysutn í snjó og hálku. WE E D keðjurnar stöðva bílinn öruggar. Eru viðbragðsbetri og balda bílnum stöðugri á vegi. Þér getið treyst Weed V-Bar keðjunum. Sendum i pr.stköfu um allt land. Kiii.vn\^ ii.f. Klapparstíg 25—27 — Laugaveg 168. Sími 12314 — 21965 — 22675. að ég yrði einn með systurinni. En ég var ekkert hrifinn. — Hvar hafið þið systir mín kynnzt? spurði kvenpersónan eins og hún væri að byrja yfir- heyrslu. — Það er langt síðan, svar- aði ég og vonaði að hún léti sér það nægja. — Hvar þá, þér munið það vonandi enn? Ég varð að draga málið á langinn. — Viljið þér reykja? spurði ég og rétti henni sígarettu. — Ég reyki ekki, svaraði hún. Ég vil ekki hafa reykjar- lykt í húsinu. — Þetta er skemmtileg íbúð, sagði ég, mjög þægileg. — Þér skuluð spara yður þessa undankróka. Ég sé að þér viljið ekki svara hvar þér kynntust Anne. Það er eitthvað grunsamlegt við þetta. Ekki var hún heimsk, en litið gagn var að því. í þessu kom Anne inn. svo að yfirheyrslunni var lokið. — Storm vill ekki segja mér hvar þið kynntust. Anne roðnaði eins og telpu- krakki. — Það var fyrir tveimur eða þremur árum suður í landi. Var það ekki Knut? — Jú, einmitt. Mér þótti þetta ekkert spenn- andi, og langaði mest til að koma mér út, ef ekki hefði verið Anne. Þess vegna spjall- aði ég við systurnar í svo sem hálftíma. Ég varð þess var að Björg rak systur sína áfram og þjakaði á ýmsa lund. En er mér leiddist þófið sagði ég við Anne: — Eiginlega var það erindið að segja fáein orð við þig eins- lega. Gæti það ekki gengið? Björg spratt upp og fór. — Ég vissi alltaf að ég var fyrir, sagði hún. — Má spyrja yður einnar spurningar, Anne, sagði ég þegar Björg var farin. Viljið þér losna við systur yðar til þess að fá að vera í friði? — Æi, mér leiðist stundum svo mikið, stamaði hún. Björg var ekki svona, en hún breytt- ist svo mikið þegar hún missti manninn. Ég hélt kannski. . . — Róleg, en getum við ekki orðið góðir vinir í staðinn. Munduð þér vilja koma út með mér í kvöld? Hún hristi höfuðið. — Óhugsandi. Ef Björg vissi það . . . — En þér eruð nógu gömul til að lifa yðar eigin lífi. — Já, en ég get ekki yfir gefið systur mína. Skiljið þér ekki... Ég skildi hana vel. Anne gát ekki slitið sig frá systur sinni, en hana gat ég vel hugsað mér fyrir konu. Systur hennar vildi ég hins vegar ekki sjá. Og þó að ég hefði fengið Anne hefði hin alltaf verið inni á gafli hjá okkur og til þess gat ég ekki hugsað. Hjónabandsskrifstofan vildi víst gera eitthvað meira fyrir 1 mig til endurgjalds fyrir greiðsl- una sem ég hafði innt af hendi. Þess vegna var ég kynntur fyr- ^ ir Inger Lund, 36 ára, fríðri og myndarlegri konu, sem þó var ekki nein afburða fegurð- ardís. Hún stundaði vinnu sem ekki er algeng meðal kvenna, hún var rafmagnsverkfræðing- ur. Við fórum á notalegt veit- ingahús, og meðan hún rann- sakaði matseðilinn, rannsakaði ég hana. Hún hafði vel lagað andlit, blágrá skýr augu og dökkt hár sem hárgreiðsludaman hafði ný- lega komið lystilega fyrir. Hún var í svartri drakt. Ég pantaði í glös til að auð- velda samtalið. Og í stað þess að fara í kringum aðalatriðið eins og köttur í kringum heitan graut, þá kom ég strax að efn- inu. — Hvernig getur staðið á því að jafn falleg kona og þér eruð er ekki gift fyrir löngu? — O-o, ég þakka. Hún brosti dálítið feimnislega. Hún var víst ekki vön að tala um sjálfa sig. — Ég er líklega fráhrind- andi, a. m. k. virka ég þannig á fólk. — En í yðar starfsgrein hitt- ið þér svo marga menn. — Já, en í minni vinnu er ég yfirmaðurinn. Munduð þér vilja gifta yður yfirmanninum? — Sannast að segja mundi ég ekki vilja það, en ég hef aðra atvinnu, svo að við þau vandkvæði sleppum við fyrir- hafnarlaust. Maturinn kom. Inger fylgdist með þegar þjónninn skar steik-. ina. Og hún renndi augunum yfir hin borðin þar sem víða sátu tvö og tvö. Svo leitaði hún eftir mínu augnaráði. Hún virt- ist kunna vel við sig. — Það er einstaklega við- kunnanlegt hér. Ég fer svo sjaldan út. Ég hef víst farið á mis við margt. Yfir kaffinu var röðin komin að mér. Ég sagði henni frg starfi mínu, frá dóttur minni. Hún virtist áhugasöm og spurði margs, en spurði af mikilli hátt- vísi. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.