Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Blaðsíða 32

Fálkinn - 20.09.1965, Blaðsíða 32
VINNUSLOPPAR HNEPPTIR ÓHNEPPTIR VINNUHEi.'VIIUÐ AÐ REYKJALUNDI SÍMI UM BRÚARLAND Lækna \ Hjukrunarkonu Rakara I Kæri Astró. Ég er eins og fleiri að mig langar til að vita eitthvað um framtíðina. Hvernig starf hentar mér bezt? Á ég eftir að ferðast til útlanda? Hvenær gifti ég mig, ef einhver vill mig, og hvernig verður sambúðin og hvort ég á eftir að hafa saman að sælda við strák sem fæddur er sama ár og ég eða ekki? Hve mörg börn á ég eftir að eignast, og hvernig verður heilsan? Ég fer mikið út að skemmta mér og dansa og drekk. Ég hef helzt áhuga á teikningu og vaxtarlagi karlmanna. Svar til O. F. P. G.: Þar sem þú hefur áhuga á teikningu gefur það auga leið að þú verður að kunna að meta gott vaxtarlag bæði karla og kvenna, frá listrænu sjónar- miði. Þú ættir endilega að læra að teikna og mála. Þú hefur án efa hæfileika og gætir náð langt á þeirri braut ef þú nennt- ir að leggja það á þig að vinna til þess. Það verður ýmislegt lagt upp í hendurnar á þér á lífsleiðinni, en það er vafasamt O. F. P. G. að þú kunnir að meta það sem skyldi eða viljir hafa fyrir því að vinna úr því sem þú hef- ur hlotið í vöggugjöf. Þú hefur töluvert mikinn metnað þegar allt kemur til alls og ætti það að geta orðið þér til hjálpar. Það er ýmislegt, sem þú gætir starfað, t. d. mundu alls konar kennslustörf fara þér vel úr hendi. Ég held að þú ættir einnig að geta leikið ef þú legg- ur þig fram. Þig skortir sem sagt ekki hæfileika, og ef þú tekur iífið réttum tökum hefur þú möguleika á að ná langt í því sem þú velur þér og getur jafnvel öðlazt frægð. En þeirri afstöðu í stjörnukorti þínu sem veldur fæðingunni fylgir sá böggull skammrifi að stundum er það frægð af endemum sem um er að ræða. Þú munt ekki komast hjá því að eftir þér og gjörðum þínum verður tekið, þú hefur kannski ekkert á móti því, og um þig verður talað og ekki alltaf vel. Þú ættir að fara gætilega þegar þú velur þér vini því þeir munu ekki allir verða hreinlyndir. Ásta- málin munu ganga nokkuð skrykkjótt hjá þér, ástarævin- týrin verða nokkuð mörg en fá skyndilegan endi. Þú átt líka eftir að eignast fjöldann allan af börnum, og þau ættu eftir að verða þér til ánægju, ekki sízt þar sem þú hefur ánægju af börnum og virðist skilja þau vel. Það gæti orðið ágætt par úr þér og piltinum, sem þú minntist á og mun næsta ár skera úr um það hvort um frekara samband verður að ræða. Hann mun þó vera frem- ur veikur fyrir víni. Þú átt áreiðanlega eftir að fara utan og jafnvel á násta ári, en það væri heppilegur tími til ferða- laga. Heilsan ætti að geta orð- ið góð og ég held að þessi veiki sem þú minntist á muni hverfa með tímanum þó nokkuð erfitt verði að finna orsök hennar. FALKINN flýgur út á hverjum mánudegi UNDRAPÚÐINN sem festir tanngóminn, dregur úr eymslum, lim- ist við góminn, þarf ekki að skipta daglega. S N U G er sérstaklega mjúkur plastic-púði. sem sýgur góminn fastan, þannig að þér getið talað, borðað og hlegið án taugaóstyrks. S N U G er ætlað bæði efri- og neðrigóm. — Þér getið auöveld- lega sjálf sett púðann á, hann situr fastur og hreinsast um leið og tennurnar. — S N U G er skað- laus tannholdi og gómnum. Endist lengi og þarf ekki að skipta dag- lega. Heildsölu- birgðir: J. Ö. Möller & Co. Kirkjuhvoli, sími 16845. Snug 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.