Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Síða 10

Fálkinn - 28.03.1966, Síða 10
HEIMSOKN I HÚSMÆÐRA- KENNARASKÓLA ÍSLANDS Textl: STEINUNN S. BRIEM LOKKANDI ilmur berst að vitunum, það er verið að baka bollur af ýmsum stærðum og gerðum niðri í kjallara, og húsið angar allt af hreinlæti, enda erum við stödd í Hús- mæðrakennaraskóla ísiands þar sem ræsting eða híbýlaum- gengni er ein af aðalnámsgreinum. Námsmeyjarnar þrettán eru önnum kafnar hver við sitt starf, sumar þvo gólf í gríð og erg, aðrar strauja þvott, enn aðrar hræra deig eða hnoða, einhverj- ar leggja á borð, o. s. frv. Þær eru allar ungar og geðþekkar, klæddar bláum sloppum með hvítan höfuðbúnað og hvítrr svuntur. Flestar eru þær utan af landi og eru að búa sig undir að kenna í húsmæðraskólum og hússtjórnardeildum skyldunáms. Það er nóg til af lausum stöðum víða um landið, en erfiðara að komast að í höfuðborginni. „Það er heldur þröngt um okkur,“ segir skólastjórinn, Vigdís Jónsdóttir, sem áður var forstöðukona húsmæðraskól- ans að Varmalandi í Borgarfirði. „Fleiri nemendur er ekki hægt að taka í einu, en aðsókn hefur ekki verið svo mikil, að við þyrftum að skrifa stúlkur á biðlista, nægileg samt til að fylla skólann. Hvort þetta er næg framleiðsla á húsmæðra- kennurum er annað mál.“ SKÓLINN hefur starfað síðan árið 1942, og Vigdís var ein af þeim fyrstu sem útskrifuðust úr honum. Síðar stundaði hún framhaldsnám í Danmörku og tók þá fyrir heimilishag- fræði. Auk skólastjórnarinnar kennir hún næringarefnafræði og vöruþekkingu, hvort tveggja þýðingarmikil fög fyrir verð- 10 FÁLKiNN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.