Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Page 11

Fálkinn - 28.03.1966, Page 11
andi húsmæður og húsmæðra- kennara. „Það er gaman þegar vel gengur.“ Og hún brosir. „Allt sem maður hefur áhuga á veit- ir manni um leið einhverja ánægju. Og stúlkurnar koma hingað af því að þær vilja stunda þetta nám. Þær eru út- skrifaðar úr húsmæðraskóla og hafa valið sér þessa sérgrein sem er um leið gagnleg fyrir allt kvenfólk.“ HINGAÐ til hefur námið tek- ið tvö ár, en nú stendur fyrir dyrum að lengja það í þrjá vetur og eitt sumar. List- inn yfir námsgreinar er afar fjölþættur; það veitir áreiðan- lega ekki af þremur og hálfu ári til að komast sæmilega nið- ur í íslenzku og íslenzkum bókmenntum, stærðfræði, sál- fræði, uppeldisfræði, kennslu- fræði, raddbeitingu, framsögn, háttvísi, næringarefnafræði, vöruþekkingu, lífrænni efna- fræði, matreiðslufræði, matar- gerð, tilraunamatreiðslu, sjúkra matreiðslu, eðlisfræði, efna- fræði, gerlafræði, líffærafræði, lífeðlisfræði, grasafræði, garð- yrkju, veftafræði, þvottafræði, áhaldafræði, vinnuhagfræði, hí- býlafræði, heimilishagfræði, al- mennri hagfræði, félagsfræði, fjölskyldufræði, heilsufræði, meðferð ungbarna, hjálp í við- lögum, hjúkrun í heimahúsum, bókasafnsfræði og töfluskrift, og er hér þó ýmsu sleppt í upp- talningunni. Jafnvel námfús- ustu nemendum hlýtur að ógna sú viðvörun í reglugerð- inni, að heimilt sé að fjölga námsgreinum að fengnu sam- þykki menntamálaráðuneytis! Jæja, þær eru furðu spræk- ar þrátt fyrir allar lærdóms- byrðar og taka námið með mátulegum hátíðleik. Það er létt yfir þeim, og þær líta bros- andi upp úr bollubakstri og gólfþvottum. 1%/I'ÉR finnst nú reglulega ”1*1. gaman að þessum verk- legu fögum, sérstaklega mat- reiðslunni,“ segir Guðrún Guð- mundsdóttir frá Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi. Hún er að leggja á borð og lagfærir vandlega hvern disk. „Ég er ekki farin að leita mér að vinnu, en auðvitað langar mann að kenna. Við verðum lausar í vor, og þá er að sjá hvernig gengur. Æfingakennsl- an er ágæt, en það fer mest eftir nemendunum — ef maður getur vakið áhuga þeirra er allt í lagi.“ Skólastjórnin útheimtir töluverða skrifiinnsku ásamt öðru. Hér situr Vigdis Jónsdóttir skólastjóri i skrif. stofu sinni (efsta mynd), Birna og SigriSur baka bollur (i miðió). Nokkrar af stúlkunum sem taka þátt í ,námskei3inu spjalla vi3 nemendur skólans og kennara sina.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.