Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Qupperneq 14

Fálkinn - 28.03.1966, Qupperneq 14
14 FÁLIONN /"'<ETA mennirnir í raun og veru „rætt saman í hug- anum“, haft samband sín á milli án þess að nota hin venju- legu skilningarvit? Margir hafa frá upphafi vega orðið fyrir undarlegum atburðum og álit- ið það mögulegt, og nú eru vísindamenn, aðallega í Sovét- ríkjunum og Bandaríkjunum, nánast sannfærðir um, að hugs- anaflutningur geti átt sér stað.. Öldruð frú í Californíu, Mrs. Bernstein, var bæði undrandi og óttaslegin. Hún lá í rúminu á mörkum svefns og vöku, þegar hana dreymdi eins konar draum. Hún hafði greinilega „séð“ lítinn dótturson sinn, sem lá dúðaður í vöggu sinni og var að kafna í sængurföt- unum. Hún kveikti í skyndi á náttborðslampanum. Klukkuna vantaði kortér í fjögur um morguninn. Skelfing hennar magnaðist, því að úr draumi sínum mundi hún, að líf barns- ins fjaraði út. Dóttir hennar og tengdason- ur bjuggu í öðrum hluta borg- arinnar. Hún hikaði ofurlítið við að hringja til þeirra á þessum tíma nætur... en at- burðurinn hafði verið svo ljós- lifandi, að hún varð að taka sér eitthvað fyrir hendur. Þess vegna valdi hún með styrkri hendi númer dóttur sinnar á símanum. Svo ótrúlega vildi til, að tengdasonur hennar svaraði nærri samstundis. — Hvers vegna í ósköpunum hringir þú á þessum tíma? spurði hann. -— Hugið að barninu undir eins, sagði hún. — Hann er að kafna. — Já, það er rétt, svaraði tengdasonurinn. — Við erum á fótum -— við heyrðum til hans. „Draumur“ hennar hafði þá verið veruleiki. Á einhvern undarlegan hátt hafði hún „séð“ barnabarn sitt á sömu stundu og nærri hafði farið illa fyrir því. Hafði hún í raun og veru fengið ákaft hugskeyti frá litla dóttursyninum í gagnstæðum borgarhluta? Við getum senni- lega verið sammála um það að heldur ótrúleg tilviljun hefði það verið, að draumur ömm- unnar og hið óhugnanlega at- vik, sem kom fyrir barnabarn hennar, skyldi bera upp á ná- kvæmlega sama t-irna. Þessi tegund atburða, þar sem einstaklingur virðist bein- línis geta „tekið á móti“ hugs- unum annars, hefur komið vís- indamönnum til að líta alvar- legri augum á fyrirbæri eins og hugsanaflutning. Dr. J. B. Rhine og kona hans, sem einn- ig er læknir, hafa síðustu þrjátíu ár safnað og rannsak- að meira en fimm þúsund til- felli af þessu tagi. Þau hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að reynsla frú Bernstein sé síður en svo sjaldgæf... heldur séu slík atvik sýknt og heilagt að koma fyrir ósköp venjulegt fólk undir ósköp venjulegum kringumstæðum. Fólk, sem er nátengt hvort öðru, eins og t. d. hjón, mæðgur o. s. frv. verður þess oft vart, að það veit fyrir- fram hvað hinn aðilinn ætlar að segja. Dr. Stephen Abrams, sem lært hefur við Chicago háskóla, hefur m. a. verið í Sovétríkj- unum, þar sem hann hefur uppgötvað, að sovézkir vísinda- menn eru sannfærðir um, að hugsanaflutningur geti átt sér stað milli tveggja einstaklinga. Þeir hafa getað sannað, að til séu „bylgjur", sem flutt geti hugsanirnar frá einum manni til annars. Þeir álíta, að það séu elektro-segulbylgjur. Fólk fer hjá sér, þegar um er að ræða þess konar dular- fulla reynslu, og veitist oft erf- itt að tala um hana ... en vís- indamennirnir þurfa á slíkum upplýsingum að halda til þess að geta brugðið nýju ljósi yfir það, hvernig hugsanaflutningi er háttað. Sígilt dæmi um hugsana- flutning er saga, sem kona undirforingja eins í ameríska hernum sagði dr. Louise Rhine. Eiginmaður frúarinnar hafði verið fluttur á skip í sérstakri flotadeild, og þetta gerði hon- um erfitt um vik að halda sam- bandi við heimili sitt og fjöl- skylduna í Florida. Þetta varð kvíðafullt tímabil í lífi frúar- innar ungu. Vikum saman frétti hún ekkert af manni sín- um. Svo var það snemma morg- uns í maímánuði, að hún varð fyrir kynlegri reynslu. — Ég vaknaði allt í einu fyr- ir allar aldir, segir hún sjálf, og ég hafði það mjög greini- lega á tilfinningunni, að mað- urinn minn væri í herberginu. Þetta var í afturelding, og það var rökkvað í herberginu, en mér fannst bjart eins og um hádag væri. Ég sá manninn minn koma inn um dyrnar, hann gekk að rúmi mínu, brosti, hélt síðan áfram gegn- um herbergið óg staðnæmdist við vögguna, þar sem litli son- ur okkar svaf. Svo kom hann aftur að rúmi mínu. — En skyndilega var hann

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.