Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 28.03.1966, Blaðsíða 20
r Sara leit hvasst á hana. — Hvað ertu nú að brugga, Em? — Æ, það er bara smá hug- mynd, sem ég fékk, sagði frú Lacey og brosti ánægjulega. — Mér finnst, að hún hljóti að vera einmitt sú rétta fyrir David. Hann var að vísu mjög hrifinn af þér, Sara, en þú vildir ekki líta við honum og mér er orðið það ljóst núna, að hann myndi ekki hafa átt við þig. En ég vil ekki að hann reiki hér um í sorgum sínum og ég held að Diana sé sú rétta fyrir hann. — Þú ert meiri hjúskapar- miðillinn, sagði Sara. — Já, ég veit það, svaraði frú Lacey. — Það eru allar gamlar konur. Og ég held að Diana sé að byrja að verða ást- fangin í honum. Heldur þú ekki líka, að hún muni eiga vel við hann? — Nei, raunar ekki, sagði Sara. — Ég held hún sé allt of taugaspennt, allt of alvörugef- in. Ég held, að David myndi leiðast hræðilega ef hann kvæntist henni. — Jæja, við sjáum nú til, sagði frú Lacey. — Og þú vilt allavega ekki eiga hann, er það? — Nei, alls ekki, svaraði Sara og bar ótt á og bætti við í sömu andránni: — Þér geðj- ast að Desmond, er það ekki? — Ojú, hann er mjög aðlað- andi. — Afa fellur ekki við hann. — Jæja, þú gazt nú varla búizt við því, svaraði frú Lacey rólega, — en hann lætur ef- laust undan þegar hann hefur vanizt tilhugsuninni. Þú mátt ekki reka á eftir honum, Sara. Eldra fólk á oft erfitt með að skipta um skoðun. Og afi þinn hefur alltaf verið þrár, það veiztu. — Ég kæri mig kollótta um, hvað afi hugsar eða segir, sagði Sara. — Ég giftist Desmond þegar mér býður svo við að horfa. — Ég veit það væna mín. En reyndu að líta á málið frá raunhæfu sjónarmiði. Afi þinn getur gert þér töluvert erfitt um vik. Þú ert enn ekki orð- in myndug. Að ári liðnu get- urðu gert eins og þér sýnist. — Þú ert mín megin, er það ekki? Sara vafði handleggjun- um um háls ömmu sinnar og þrýsti hana ástúðlega. — Ég vil að þú verðir ham- ingjusöm, sagði frú Lacey. — En þarna kemur hann vinur þinn með bílinn. Veiztu það, að ég kann vel við þessar þröngu buxur, sem ungu menn- irnir ganga í núna. Þær eru mjög fallegar, enda þótt þær dragi óneitanlega athygli manns að því, ef fólk er kið- fætt. Já, hugsaði Sara, Desmond var kiðfættur, því hafði hún satt að segja ekki tekið eftir áður... — Vertu blessuð, vina mín og góða skemmtun, sagði frú Lacey. Hún fylgdi Söru með augun- um, þar sem hún gekk út að bílnum, svo mundi hún eftir hinum erlenda gesti sínum og lagði leið sína inn í bókastof- una. En þegar hún varð þess vísari, að Poirot sat og dottaði í stól, sneri hún við og gekk fram í eldhúsið til þess að ráðg- ast við frú Ross um kvöldverð- inn. — Stígðu inn, elskan, sagði Desmond. — Áttirðu í brösum við fjölskylduna vegna þess að þú ætlaðir á veitingakrá? — Auðvitað ekki, svaraði Sara hvatskeytlega um leið og hún settist inn í bílinn. — Hvað á það að þýða, að bjóða þessum útlenda náunga hingað? Hann er leynilögreglu- maður, er það ekki? Hvað hef- ur hann að gera hérna? — Hann er hér ekki í emb- ættiserindum, sagði Sara. — Edwina Morecombe sem er móðuramma mín, bað okkur að bjóða honum. Ég held, að hann hafi látið af störfum fyr- ir löngu. Og nú langar hann til að sjá gamaldags, enskt jóla- hald. Desmond hló fyrirlitlega. — Það eru eintóm fíflalæti allt saman. Ég skil ekki hvernig þú getur þolað það. Sara hnykkti til höfðinu og rak hökuna fram. — Mér finnst það hátíðlegt! — Það getur þér ekki fund- izt, yndið mitt. — Eigum við ekki að strjúka frá öllu drasl- inu á morgun, ha? — Kemur ekki til mála. — Hvers vegna ekki? — Þau myndu verða óskap- lega sár. — Hvaða vitleysa! Þú veizt það eins vel og ég, að þér er ekkert gefið um þetta barna- lega tilfinningaþrugl og um- stang. — Ef til vill ekki, en... Sara þagnaði. Með örlitlu sam- vizkubiti uppgötvaði hún, að reyndar hlakkaði hún töluvert til þessa jólahalds. Hún naut þess í ríkum mæli, en blygðað- ist sín fyrir að viðurkenna það fyrir Desmond. Andartak ósk- aði hún þess, að Desmond hefði ekki komið til þeirra á jólun- um. Satt að segja óskaði hún þess næstum, að hann hefði yfirleitt alls ekkert komið. Það var miklu skemmtilegra að vera með honum í London ep hérna heima. Á meðan voru Bridget og drengirnir á leið heim aftur frá víkinni. Það hafði snjóað dálítið allan tímann sem þau voru úti og þungbúinn himinn- inn benti til þess, að brátt myndi fara að snjóa í alvöru. — Ég skal veðja að snjórinn verður orðinn nærri hálfur metri á jóladag, spáði Colin. Þetta var freistandi tilhugs- un. — Við skulum búa til snjó- karl, stakk Michael upp á. — Stórkostlegt! sagði Colin. — Ég hef ekki búið til snjó- karl síðan — ja, ég hef líklega verið fjögurra ára. Við skulum reyna að láta hann líkjast Monsieur Poirot og setja á hann svart yfirskegg. Það er til í kistu uppi á lofti. — Ég skil ekki hvernig hann hefur nokkurn tíma get- að verið leynilögreglumaður, ságði Michael hugsandi. — Honum hlýtur að hafa géngið erfiðlega að dulbúa sig. — Það skil ég ekki heldur, sagði Bridget. — Og það er einhvern veginn ekki hægt að ímynda sér hann sprangandi um með stækkunargler, leit- andi að verksummerkjum og mælandi fótspor. — Nú hef ég fengið hug- mynd! hrópaði Colin. — Við skulum setja leik á svið, hon- um til heiðurs. 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.