Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Síða 22

Fálkinn - 28.03.1966, Síða 22
D. Sugerman Ph. D. og R. Hochstein: FYRIR fimm áratugum var ungum stúlkum kennt, að líta bæri kynlifið sem líf- fræðilega skyldu hjónabands- ins. Nú til dags skoðar svo að segja hver einasti maður heilbrigða þrá eftir fullnæg- ingu ástarinnar sem eðlilegan þátt lífsins. En þótt stúlkur þurfi nú ekki framar að berj- ast við bannhelgar og hindur- vitni, verða þær aftur á móti samkvæmt auknu frelsi að horfast í augu við ákvarðan- ir og úrkosti, sem mæður þeirra og ömmur höfðu engar úhyggjur af. Því miður er þeim erfitt að afla sér hjálpar til að taka þessar ákvarðanir. Margar stúlkur eru tregar tii að tala við foreldra sína um kyn- ferðismál, og of margir for- ridrar verða því fegnastir að sleppa við slíkt. Þó er það svo, að vissar spurningar um kynlífið vakna hvað eftir ann- að hjá telpum á táningsaldr- inum, þegar við þær er rætt. Þeim spurningum á að reyna að svara til að hjálpa þeim að móta sér sjálfstæða lífs- skoðun... Hugsa drengir öðruvísi um kynferðismál en stúlkur? Það er mikill líffræðilegur og geðiægur munur á upp- vaxandi piltum og stúlkum. Kynfýsn kemur yfir pilta sem áköf og snögg hugarhræring — skyndileg, eðlislæg þrá, sem er gerólík ástarhug og biíðu. Þótt sumar stúlkur greini glöggt milli ástar og líkamlegrar aðlöðunar, fer eigi að síður flestum þeirra svo, að kynfýsn þeirra er óað- skiljanleg rómantískri ástar- kennd. Má segja, að hjarta stúlkunnar og kynlífshugðir vinni yfirleitt saman, gagn- stætt því, sem gerist hjá pilt- um. Piltar eru líklegri til handa- hófs i kynlífi, en stúlkur — en þeir eru einnig sýnu ákaf- ari í skyndilegum, hiklausum ástarleik. Ef stúlka gerir sér ekki grein fyrir þessari sál- fræði, er hætt við, að fát komi á hana, ef piltur fer á fjörur við hana. Það þarf sem sé ails ekki að merkja það, að hann elski hana. Það er því ekki móðgun, 22 FÁLKINN UNGA STÚLKAN OG KYNLÍFIÐ þótt piltur „stígi í vænginn" við þig, þetta er í vissum skilningi eðli hans. En hitt er þá ekiki heldur móðgun við hann, þótt þú vísir honum á bug. Einmitt sú staðreynd, að til- finningar þínar vakna hægar, en vara lengur, er vörn þin gegn afleiðingum þess að leyfa ákefð piltsins að bera hærra hlut — afleiðingum, sem eru langtum alvarlegri fyrir stúlkuna en piltinn. Því svo að segja hver ein- asta unglingsstúlka, sem lát- ið hefur meydóm sinn, hefur iðrazt þess eftir á. Iðulega gera þessar stúlkur sér það ljóst, að athöfn þeirra byggð- izt á öðrum kenndum en ást. Langoftast er það eins konár uppreisn gegn foreldravaldi eða örvæntingarfull ieit, frem- ur en svörun eðlilegrar kyn- fýsnar. Stúlka, sem er „laus á kostum", notar oftast nær kynþokka sinn til þess að leysa úr viðfangsefnum, sem lítið eiga skylt við kynlíf, og sú „úrlausn" hennar skapar einungis enn djúptækari ^ vandamál. Og hvað öryggi á- hrærir, mun naumast nokkuð það til, sem er öllu ótryggara en ástamök unglingsstúikna. Aldrei hef ég fyrir hitt stúlku, sem mök hefur átt við pilt án þess einhver hafi „beðið um það“. Piltinn lang- ar til að reyna án þess endi- lega að búast við neinum af- leiðingum. Þótt stúlkan neiti hreinskilnislega og af fullri hæversku, verður hann hvorki sár né reiður — og stundum léttir honum beinlínis við að verða þess vísari, að „hún er virkilega bezta stúlka". Hvað er um gælur að segja? Því miður gera sumar stúlkur sér gælur að leik og hrósa sér af því að „láta þar við sitja". Slík framkoma getur a. m. k. verið óheiðar- leg gagnvart piltinum, er vera má að finnist sem hann sé blekktur, eða hann hafð- ur að leiksoppi. Sumir sál- fræðingar halda því fram, að slíkar snöggar lyktir ástriðu skilji eftir sig óholla spennu og vonsvik, bæði með piltum og stúlkum, geti jafnvel stað- ið i vegi fyrir kynferðilegu samræmi í hjónabandi síðar meir. En við þurfum ekki annað en leiða hugann að sivaxandi fjölda ótima- bærra unglingahjónabandá ó- löglegra fóstureyðinga og barnsfæðinga í lausaleik til að gera okkur ljóst, að úti- lokunartæknin er iðulega of lítil eða of seinfær. Eftir því sem gæluleikir gerast djarf- ari — og fáir eru þeir, sem ekiki herða á, eftir því sem stundin líður og innileiki eykst — færist hættumarkið sífellt nær. Trúlegt má heita, að til séu piltar, sem ekki taka neitun ýkja alvarlega — ég á við þá, sem hiklaust myndu koma aftur, þótt þú hafir neitað þeim um gælur, faðmlög, eða hvað það nú var, sem þeir þráðu. En sú manngerð gerist ekki þaulsætin í hverjum stað. Jafnvel þótt þú fallist á beiðni þeirra, fara þeir brátt að litast um eftir nýjum stöð- um til að neyta áhrifa sinna. Þegar svo er komið, finnst þér, vegna fjölþættara kennd- arlífs þins en þeirra, sem þér hafi verið knýttur æði flók- inn hnútur. Þá binda hins vegar engir hnútar. Staðreynd er, að flestir piltar missa virðingu fyrir mjög „auðveldu herfangi", og að loknum æstum ástaleik eru þeir vissir með að ákveða sem svo með sjálfum sér að hin unga stúlka sé „ekki sá kvenmaður, sem ég kæri mig um fyrir móður barna minna.“ Þrátt fyrir allt tal um hið gagnstæða, verður þjóð vor að horfast í augu við þann „tvískinnungshátt", að ungir menn vilja eiga ótímabær ástamök samtímis því, að þeir vilja kvænast hreinum meyjum. Verið getur, að stundum komi fyrir þig að vilja alls ekki treysta slíkum tvískinn- ungshætti, kærir þig ekki um að giftast manni, er þannig hagar sér. Ég ræð þér til að biða með ákvörðun, þar til þú ert komin yfir tánings- aldurinn. Það krefst meiri þroska að kveða á um slíkt, en unglingum er yfirleitt gef- inn. Hvenær — og hvernig — ber mér að vísa á bug? ( Eina leiðin til verndar sjálfri þér er að stinga við fótum, áður en þú hefur glat- að því að geta kallazt „allra bezta stúlka“. Gerðu þér ljóst, að þú vilt ekki t. d. fara úr boði á undan öðrum, að þú vilt ekki stöðva bilinn og stíga út hjá afskekktu vatni, að þú vilt ekki vera ein með honum í ibúð hans eða þinni, ef foreldrar ykkar eru að heiman. Það veldur sjaldan siltum á kunningsskap við pilt, sem annars er verður vin- áttu þinnar, þótt þú skýrir honum í hreinskilni frá því, sem þér finnst rétt. Og hafi hann einungis áhuga á líkama þínum, er betra að vita það fyrr en síðar. Fullorðnar stúlkur, sem ár- um saman hafa verið stað- fastar fyrir freistingunni, eiga við vandamál að etja. Ef til vill hafa þær verið lengi í vinfengi við sama piltinn, eru orðnar alvarlega ástfangnar og farnar að hugsa til hjónabands. Smám saman kann samlíf þeirra að hafa þróazt úr léttu daðri til logheitra faðmlaga, unz að því er komið, að þau fá ekki skilið, hvernig þeim væri unnt að stilla sig um að fara lengra. Þau eru komin í að- stöðu, sem krefst alvarlegrar * íhugunar um þá líkamlegu áhættu, sem bundin er ótíma- bærum samförum. Þar er ætíð fyrir hendi hættan á 1 getnaði. Engar varnir á því sviði eru alöruggar í skefja- lausum atlotum. Þá er og hugsanleg smitun af kyn- sjúkdómum. Sárasótt og lek- andi, sem bæði smita við samfarir, hafa verið landiæg- ar farsóttir í Bandarikjum Norður-Ameriku síðastliðin 8 ár. Báðir eru kynsjúkdómar þessir banvænir, ef ekki er að gert í tæka tið. Við skulum einnig líta á hina sálrænu hættu. Kenna má æsandi skáldsögum og kvikmyndum og stundum frá- sögnum stúlkna, sem eru að reyna að réttlæta eigið framferði, um það, að marg- ar unglingsstúlkur standa 1 þeirri meiningu, að fyrstu Framh. á bls. 34.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.