Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Qupperneq 14

Fálkinn - 04.07.1966, Qupperneq 14
„ESTROGEN“ er heiti, sem nær yfir heilan flokk kven- hormóna, sem gætu gjörbreytt lífi yðar. Þeir eru að mestu ábyrgir fyrir kvenleika yðar, útliti yðar og tilfinningum og líkamlegu aðdráttarafli yðar á karlmenn. Einnig eru þeir snar þáttur í viðbrögðum yðar til ástalífsins og getu yðar til að eignast börn. Estrogen er einn af þremur aðalflokkum kyn- hormóna, sem framleiddir eru með kirtlastarfsemi karla og kvenna. Progestogen, sem er nauðsynlegt til þungunar og androgen, karlhormóninn, eru hinir flokkarnir. Aðalhvatinn í estrogeni er estradiol. Mikilvægi estrogensins fyrir kvenþjóðina verður ekki ýkt. Það hefur afgerandi áhrif á líf okkar allt frá fæðingarstund- inni. Eggjastokkarnir framleiða það ásamt progestogeni og á kynþroskaaldrinum byrjar það að stjórna hinni mánaðarlegu hringrás og heldur því áfram allt þangað til konan fer úr barneign. En hormónamagnið sem fer út í blóðrásina er ein- stakiings- og tímabundið. Við eðíilegar aðstæður sér likaminn sjálfur fyrir efninu, en á miðjum aldri, þegar fer að ganga á birgðirnar, líða næst- um allar konur af hormóna- skorti, en einkenni hans eru alkunn þeim, sem komnar eru á þann aldur að þær eru hætt- ar að hafa á klæðum. Skort- inn er hægt að bæta upp með því að gefa náttúrulega horm- óna, en nú um langt skeið hef- ur verið hægt að fá gerviefni í pilluformi. Gervi-estrogen lík- ir all nákvæmlega eftir verk- unum kvenhvatanna og eink- um þó estradiols. Árum saman hefur það verið notað gegn truflunum á tíðum, truflunum í sambandi við tíðalok og ófrjó- semi. Og þó að það hljómi ótrúlega er eitt af gervi-estro- genunum einn virkasti þáttur- inn í töflum þeim, sem konur taka inn til getnaðarvarna. En hvað um estrogen sem yngingarlyf — lyf til að end- urvekja horfinn líkamlegan þokka og mótefni gegn sjálf- um tímanum? Hér eru æviii- týralegir möguleikar í boði fyr- ir allt kvenfólk, í mynd lítillar hvítrar töflu. Hugmyndin um yngingar með hormónum er ekki ný af nálinni. En nýlega hefur estro- genmeðferð í þessum tilgangi verið reynd við fullkomnar nútímaaðstæður og á hávísinda- legan hátt. Ef það er rétt, sem bandarískir læknar halda fram, að þessi töfratafla geti ekki aðeins stöðvað gangverk tím- ans, heldur í rauninni snúið því við, þá er óttinn við að verða gamall úr sögunni og hin nýja notkun estrogens yrði að teljast uppgötvun aldarinnar í læknisfræði. UNDRAVERÐ ÁHRIF MEÐFERÐAR. Einn sérfræðingur í Banda- ríkjunum, frumkvöðull í notk- un estrogens, hefur reynt það á meira en 300 konum á aldr- inum 40—70 ára og þær hafa allar fengið lyfið í nokkur ár. Samkvæmt skýrslum læknisins hafa þær sem eru undir sex- tugu enn ekki hætt að hafa á klæðum og munu ekki hætta því meðan þær taka töflurnar, segir hann. Aðrar, sem þegar höfðu gengið í gegnum breyt- inguna, hafa sér til ósegjan- legrar ánægju endurheimt ung- legt útlit, viðhorf og lífsgleði, sem þær höfðu áður en breyt- ingin átti sér stað. Og þær, sem stóðu á mörkunum, líða nú ekki lengur af hinum leiðu fylgikvillum breytingarinnar. Fleiri læknar segja frá öðr- um og jafnfurðulegum áhrif- um töflunnar og konur um öll Bandaríkin syngja lof og dýrð. Þær segjast hafa endurheimt útlit sitt, kynhvöt sína og al- menna vellíðan með því að bæta það upp, sem móðir náttúra gat ekki lengur séð fyrir í nægilegu magni, estra- diol — hormóninn sem hægt er að kalla uppsprettu kven- leikans. í fljótu bragði er ekki hægt að sjá neina ástæðu, sem mæl- ir gegn því að estrogentöflurn- ar séu gerðar aðgengilegar öll- um konum, sem þörf hafa fyrir slíka uppbót. Þér undrist ef til vill hvers vegna brezka lækna- stéttin í heild, virðist ekki vera allt of áfjáð í að mæla með slíkri meðferð, því það er ekki aðeins að hún gefi sjúklingn- um gullnar vonir, heldur myndi hún losa læknana við lyfseðla- skriftir vegna óteljandi sjúk- dóma, sem milljónir kvenna þjást af sökum hormónaskorts. En málið er ekki svona einfalt og það verður að játa að full- yrðingum bandarísku lækn- anna er tekið með fyrirvara af opinberum aðilum í Bretlandi — þar sem gervi-estrogenið var fundið upp fyrir nærri þrjátíu árum. Þrátt fyrir að estrogen hafi um langt árabil verið notað til að lina þjáningar breytinga- tímabilsins, en þær geta birzt í höfuðverk, svima, meltingar- truflunum, ergelsi, þunglyndi og kyndeyfð ásamt óþægilegum hitaköstum, hefur notkun þess að mestu takmarkazt við tíma- bundna meðferð, þangað til kirtlastarfsemin er komin í eðli- legt horf. Ein.nig hafa læknar verið tregir til að grípa inn í náttúrulögmálin vegna hugsan- legra fylgikvilla. Nú hafa læknar sannfærzt svo um öryggi lyfsins, að þeir eru farnir að nota það af meiri bíræfni en áður og þá sem fyrirbyggjandi lyf, ekki síður en til lækninga. Þeir hafa kom- izt að raun um, að sé það gefið á réttum tíma og í mátulegum skömmtum, getur það ekki að- eins frestað breytingatímabil- inu, heldur kemur það í veg fyrir það. Þetta má í sjálfu sér líta á sem meiri háttar sigur. En þó fylgir böggull skammrifi. Eins og málin standa í dag hér í Bretlandi, eru læknar ekki reiðubúnir til að taka að sér fjöldameðferð með estrogeni. í fyrsta lagi getur hún aldrei orðið alhæfð meðferð, vegna þess að estrogenin er aðeins hægt að gefa undir ströngu læknisfræðilegu eftirliti. LÆKNISEFTIRLIT ER NAUÐSYNLEGT. Þetta er algjör nauðsyn vegna þess að sami skammtur- inn á ekki við í öllum tilfell- um jafnt. Framkvæma verður vandlega rannsókn á hverju einstöku tilfelli áður en skammturinn er ákveðinn, on hann ákvarðast af estrogen- 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.