Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Qupperneq 30

Fálkinn - 04.07.1966, Qupperneq 30
* JARÐSÖGULEGA mun ísland vera mjög ungt og hér finnast ekki kalksteinslög þau, sem hinir stórkostlegu hell- ar meginlands Evrópu eru myndaðir í. Hér ráða hraunhell- arnir ríkjum, myndaðir um leið og hraunið rann frá eld- stöðvunum. Frægastir þeirra eru Surtshellir í Hallmundar- hrauni, Raufarhólshellir á Hellisheiði og Gullborgarhellar á Snæfellsnesi. Karelshellir í Hekluhrauni myndaðist árið 1947 í gosinu mikla, en vísindamenn álíta sig þá hafa fengið allgóða hugmynd um hvernig hraunhellarnir verða til og verður vikið að því síðar. Auk þeirra hella, sem að framan eru greindir er vitað um ótölulegan grúa smærri hella og skúta um allt land og ógerlegt er að segja, hvort enn eigi ekki eftir að finnast stórkostlegir hellar í hinum miklu hraunbreiðum landsins, sem tækju jafnvel fram þeim sem stórfenglegastir þykja í dag. Um fasta búsetu í hellum á íslandi eru fáskrúðugar sagn- ir. Mest þeirra er þó sagan af Hellismönnum, sem höfðust við í Surtshelli og þóttu miklir vágestir í sveitum. í þjóð- sögunni eru þeir sveipaðir rómantískum hetjuljóma og urðu ekki unnir nema með svikum. Grettir Ásmundarson, Hún- vetningurinn, sem lengst allra íslendinga hefur lifað í út- legð, bjó um tíma í helli í Fagraskógarfjalli í Kolbeinsstaða- hreppi. Þar hélt hann sig eins og kastalahöfðingi á miðöld- um, vakti yfir allri umferð og rændi þar sem honum þótti fjár von. Einnig tók hann montrass á kné sér og flengdi duglega, en sá hafði haft í frammi mörg og hreystileg frýj- unarorð til Grettis. í sögu hans er hann einnig látinn gista helli Þóris jötuns í Þórisdal og eflaust hefur hann víðar legið í skútum við rýran kost og miklar þrengingar. í Bárðar sögu Snæfellsáss eru hrikalegar veizlulýsingar úr tröllabyggðum, en Bárður var ekki nema að hálfu leyti mennskur maður. í sögunni er sagt frá því er Oddur sonur Önundar breiðskeggs, finnur Bárð í hríð á heiðum uppi: „Ganga þeir ekki lengi áður þeir koma í helli stóran og því næst í annan helli, og var þar bjart í honum. Þar sátu konur heldur stórar og þó hreinlegar. Voru þá dregin af Oddi klæðin og veittur hinn bezti beini. Var hann þar um jólin að öllu vel haldinn.“ Enn er svo sagt frá jólagleði hjá Hít tröllkonu, er byggði Hundahelli í Hítardal: „Hít setti þá jólaveizlu sterka. Hún bauð þar fyrstum Bárði Snæfellsás, og fór Gestur með honum, sonur hans, og Þorkell skinnvefja. Þangað var og boðið Guðrúnu knapp- ekkju og Kálfi syni hennar. Þangað var og boðið Surt af Hellisfitjum og Jóru úr Jórukleif. Sá þurs var þangað boð- inn er Kolbjörn hét. Hann byggði þann helli er stendur í Breiðdalsbotnum, en það er í framanverðum Hrútafjarðar- dal, þar sem grynnir dalinn vestur undir Sléttafelli. Kol- birni fylgdu þeir Gapi og Gljúfra — Þeir, er heima átti £ *1EX17: OftéTAR OODSSÖív' WWBMBWWMMltiES-aSgBgMBl—■■■■■— Hávagnúpi í Gnúpsdal, Glámur og Ámur úr Miðfjarðarnes- björgum. Þar var og Guðlaugur úr Guðlaugshöfða. Svo var sætum skipað í Hundahelli, að innar um þvert á miðjan bekk sat Guðrún knappekkja. Á aðra hönd henni sat Jóra úr Jórukleif Egilsdóttir, en á aðra hönd henni sat Helga Bárðardóttir, en eigi voru þá fleiri. En Hít gekk um beina. í öndugi sat Bárður Snæfellsáss, en utar frá Guð- laugur úr Guðlaugshöfða, en innar frá Gestur Bárðarson, þá Kálfur og Þorkell skinnvefja. Gegnt Bárði sat Surtur af Fitjum, en innar frá honum sat Kolbjörn úr Breiðdal, þá Glámur og Ámur, en utar í frá Geir og Gapi. Voru þá borð upp tekin og matur á borinn heldur stór- kostlegur. Drykkja var þar mjög óstjórnleg, svo að allir urðu þar ginntir.“ Síðan segir frá veizlulokum, er urðu með þeim hætti að Gestur nefbraut Kolbjörn í hornaskinnleik, en Bárður stillti til friðar. Síðar í sögunni segir frá brúðkaupsveizlu hjá Kol- birni í helli hans í Breiðdal. Sú lýsing er öllu miklu stór- fenglegri en á jólagleði hjá Hít. Fyrst segir frá því er þeir Þórður, brúðguminn, komu í helinn og var þar bæði fúlt rakka hans. Skömmu síðar kemur Kolbjörn og í föruneyti rakka hans. Skömmu síðar kemur Kilbjörn og í föruneyti hans þrír tugir þursa og mörg flögð önnur. Þannig er sagt frá veizluföngum: „Kolbjörn gekk um beina. Var nú matur borinn fyrir þá Gljúfra-Geir og hans bekkjunautar, var það bæði hrossa- kjöt og manna, tóku þá til matar og rifu sem ernir etjutík- ur hold af beinum. Matur var borinn fyrir þá Þórð og hans félaga, sá hverjum manni var vel ætur. Drykkur var þar áfengur og lítt sparður.“ Gestur og Þórður limlesta nokkra þursa í hnútukasti er á líður veizluna, en Kolbjörn stöðvar leikinn. Lýkur svo veizlunni með því að Gestur heggur hausa af öllum þursum og skessum, nema Kolbirni er svaf í afhelli með nánustu sálufélögum sínum og Skrukku móður hans. Það hefur þurft mikla hella til að hýsa slíkan veizlu- glaum. í þjóðsögunum úir og grúir af sögum um trölla- vist í hellum og viðskiptum manna við þau. Einna kunnust þeirra mun vera sagan af vermönnunum, sem villtust á fjöllum og komu í helli nokkurn. Þeir gengu svo langt inn að ekki gætti vinds né úrkomu að utan og er þeir höfðu búið sér eld og viðunanlegt hæli tóku þeir að ráðast um hvað hafa skyldi til skemmtunar. Vildu þá sumir kveða Andra- rímur, en aðrir syngja Hallgrímssálma. Fyrir innan sig sáu þeir dimmt gjögur og var eins og þar kæmi nýr krók- ur á hellinn og þaðan heyrðu þeir að lagt var til málanna: „Andrarímur þykja mér fínar, en Hallgrímsrímur vil ég ekki.“ Þeir tóku þá að kveða Andrarímur, sem mest þeir máttu og hét sá Björn er bezt kvað. Gekk svo lengi um kvöldið þangað til sagt var inni í myrkrinu: „Nú er mér skemmt, en ekki konu minni; hún vill heyra Hallgríms- rímur.“ Vermennirnir tóku þá til við sálmana, en kunnu þá auðvitað ekki líkt því eins vel og rímurnar. Að söngnum loknum sagði tröllið: ,,Nú er konu minni skemmt, en mér ekki.“ Síðan var sagt: „Viltu sleikja innan ausu mína að 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.